Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Við munum mæta í nótt og standa við bakið á starfsmanninum okkar“

Mað­ur sem hef­ur at­vinnu- og dval­ar­leyfi og hef­ur starf­að á veit­inga­hús­inu Lækj­ar­brekku við góð­an orðstír, verð­ur hand­tek­inn í nótt og flutt­ur úr landi. Eig­andi Lækj­ar­brekku ætl­ar að standa með hon­um.

„Við munum mæta í nótt og standa við bakið á starfsmanninum okkar“
Christian og Jón Tryggvi Christian hefur starfað á fornfræga veitingahúsinu Lækjarbrekku við góðan orðstír, en verður handtekinn í nótt og fluttur úr landi. Mynd: Kristinn Magnússon

Þrír hælisleitendur verða handteknir og sendir úr landi í nótt þrátt fyrir að vera með atvinnu- og dvalarleyfi þar til í júní. Einn af þeim er Christian Boadi sem hefur unnið samviskusamlega hér á landi frá því í júlí. Hann er aðstoðarkokkur á Lækjarbrekku.
 
„Christian hefur starfað hjá mér frá því í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig frábærlega. Það er því þyngra en tárum taki að vita til þess að hann verði handtekinn í nótt og fluttur til Ítalíu,“ segir Jón Tryggvi Jónsson, eigandi veitingastaðarins Lækjarbrekku í Bankastræti.

Þrír verða handteknir og sendir út

Christian Kwaku Boadi er frá Ghana en hann er einn af þremur hælisleitendum sem sendir verða úr landi í nótt en þeim barst tilkynning þess efnis frá lögreglunni seinnipartinn í gær.
 
„Ég fékk símtal frá lögreglunni um klukkan fjögur í gær en þá var búið að loka hjá bæði innanríkisráðuneytinu og Útlendingastofnun þannig að mér gafst ekkert færi á að afla mér upplýsinga um þessa ákvörðun. Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir niðurstöðu og á þeim tíma hef ég reynt að aðlagast lífinu á Íslandi. Í dag er ég með góða vinnu, er að reyna að læra íslensku og á hér fullt af vinum sem mig þykir vænt um,“ segir Christian sem var í miklu uppnámi. Hann kom hingað til lands frá Ítalíu. Þar reikaði hann um götur, allslaus, og gisti á almenningssalernum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár