Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Við munum mæta í nótt og standa við bakið á starfsmanninum okkar“

Mað­ur sem hef­ur at­vinnu- og dval­ar­leyfi og hef­ur starf­að á veit­inga­hús­inu Lækj­ar­brekku við góð­an orðstír, verð­ur hand­tek­inn í nótt og flutt­ur úr landi. Eig­andi Lækj­ar­brekku ætl­ar að standa með hon­um.

„Við munum mæta í nótt og standa við bakið á starfsmanninum okkar“
Christian og Jón Tryggvi Christian hefur starfað á fornfræga veitingahúsinu Lækjarbrekku við góðan orðstír, en verður handtekinn í nótt og fluttur úr landi. Mynd: Kristinn Magnússon

Þrír hælisleitendur verða handteknir og sendir úr landi í nótt þrátt fyrir að vera með atvinnu- og dvalarleyfi þar til í júní. Einn af þeim er Christian Boadi sem hefur unnið samviskusamlega hér á landi frá því í júlí. Hann er aðstoðarkokkur á Lækjarbrekku.
 
„Christian hefur starfað hjá mér frá því í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig frábærlega. Það er því þyngra en tárum taki að vita til þess að hann verði handtekinn í nótt og fluttur til Ítalíu,“ segir Jón Tryggvi Jónsson, eigandi veitingastaðarins Lækjarbrekku í Bankastræti.

Þrír verða handteknir og sendir út

Christian Kwaku Boadi er frá Ghana en hann er einn af þremur hælisleitendum sem sendir verða úr landi í nótt en þeim barst tilkynning þess efnis frá lögreglunni seinnipartinn í gær.
 
„Ég fékk símtal frá lögreglunni um klukkan fjögur í gær en þá var búið að loka hjá bæði innanríkisráðuneytinu og Útlendingastofnun þannig að mér gafst ekkert færi á að afla mér upplýsinga um þessa ákvörðun. Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir niðurstöðu og á þeim tíma hef ég reynt að aðlagast lífinu á Íslandi. Í dag er ég með góða vinnu, er að reyna að læra íslensku og á hér fullt af vinum sem mig þykir vænt um,“ segir Christian sem var í miklu uppnámi. Hann kom hingað til lands frá Ítalíu. Þar reikaði hann um götur, allslaus, og gisti á almenningssalernum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár