Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga standa fyrir þöglum mótmælum fyrir utan Stjórnarráðið. Líkt og sjá má á myndum eru mótmælin nokkuð fjölmenn en flestir þeirra sem Stundin ræddi við voru þar komnir til að sýna samstöðu. Gert er ráð fyrir að mótmælin standi yfir þar til ríkisstjórnarfundi lýkur.
Samkvæmt RÚV er þar komnir saman eitt þúsund mótmælendur. Verkföll ríflega tvö þúsund hjúkrunarfræðinga hafa staðið yfir frá 27. maí en samninganefnd ríkisins hefur ekki enn komið til móts við kröfur þeirra. Stundin ræddi við þrjá háskólamenntaða mótmælendur.
Athugasemdir