Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Varar við spillingu eftir yfirtöku Gunnars Braga á þróunarsamvinnu

Ut­an­rík­is­mála­nefnd mæl­ir með sam­þykkt frum­varps Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra um að Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un verði lögð nið­ur og verk­efn­in flutt und­ir ráðu­neyti hans. Stjórn­sýslu­fræð­ing­ur­inn Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dótt­ir var­ar við spill­ingu í kjöl­far­ið.

Varar við spillingu eftir yfirtöku Gunnars Braga á þróunarsamvinnu
Gunnar Bragi Sveinsson Með nýju frumvarpi, sem horfur eru á að Alþingi samþykki, eru verkefni Þróunarsamvinnustofnunar færð beint undir hans forræði. Mynd: Pressphotos

Stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir óttast áhrifin af yfirtöku utanríkisráðuneytisins á starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar, sem Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi. 

Stundin fjallaði um áralanga baráttu um Þróunarsamvinnustofnun í síðasta tölublaði sínu, en nú virðist sögu hennar vera að ljúka.

Samkvæmt frumvarpi Gunnars Braga verður Þróunarsamvinnustofnun lögð niður sem sjálfstæð stofnun og verkefni  hennar öll færð beint undir ráðherra í utanríkisráðuneytinu. Með því aukast bein völd ráðherrans og áhrif á einstök verkefni. 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur kveður stofnunina á Facebook og varar jafnframt við minnkandi gagnsæi og auknum líkum á spillingu í tengslum við breytingu Gunnars Braga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár