Stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir óttast áhrifin af yfirtöku utanríkisráðuneytisins á starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar, sem Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi.
Stundin fjallaði um áralanga baráttu um Þróunarsamvinnustofnun í síðasta tölublaði sínu, en nú virðist sögu hennar vera að ljúka.
Samkvæmt frumvarpi Gunnars Braga verður Þróunarsamvinnustofnun lögð niður sem sjálfstæð stofnun og verkefni hennar öll færð beint undir ráðherra í utanríkisráðuneytinu. Með því aukast bein völd ráðherrans og áhrif á einstök verkefni.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur kveður stofnunina á Facebook og varar jafnframt við minnkandi gagnsæi og auknum líkum á spillingu í tengslum við breytingu Gunnars Braga.
Athugasemdir