Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Varamaður Pírata ákærður fyrir að hóta lögreglumanni því að beita móður hans ofbeldi

Sæv­ar Óli Helga­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af rík­is­sak­sókn­ara. Hann er vara­nefnd­ar­mað­ur Pírata í Faxa­flóa­hafn­ar­nefnd. Áð­ur hef­ur hann feng­ið dóma fyr­ir að rasskella konu og grípa í öxl sýslu­manns og bregða fyr­ir hann fæti.

Varamaður Pírata ákærður fyrir að hóta lögreglumanni því að beita móður hans ofbeldi
Ákærður Sævar Óli er varanefndarmaður Pírata í borginni. Hann hefur áður fengið dóma fyrir að rasskella konu og grípa í öxl sýslumanns.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn Sævari Óla Helgasyni, varamanni Pírata í Faxaflóahafnarnefnd í Reykjavík. Honum er gefið að sök að hafa laust eftir miðnætti miðvikudaginn 23. júlí 2014 í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík, hótað lögreglumanni að berja hann og móður hans.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík hafði ekki vitneskju um ákæruna í samtali við Stundina. Halldór segir að málið verði skoðað innan raða Pírata og til greina komi að svipta Sævar Óla varanefndarsæti verði hann fundinn sekur. „Þetta eru breyttar forsendur. Það þarf að skoða hverju þetta breytir. Við þurfum að fara yfir þetta,“ segir Halldór Auðar.

Halldór Auðar segir að Sævar Óli hafi einu sinni tekið sæti í nefnd Faxaflóahafnar. Aðalmaður Pírata í þeirri nefnd er Þórlaug Ágústsdóttir.

Dæmdur fyrir rasskellingu

Rétt fyrir borgarstjórnarkosningar í fyrra fjallaði DV um Sævar Óla sem var þá umboðsmaður Pírata. Sævar Óli hefur í tvígang verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot, árið 2005 og 2006. Árið 2013 var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og eignarspjöll á Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu.

Árið 2006 féll dómur í máli sýslumannsins á Selfossi gegn Sævari Óla, sem hafði gripið í öxl þess fyrrnefnda og brugðið fyrir hann fæti.

Árið 2005 var Sævar Óli dæmdur fyrir rasskella leikskólakennara sem hann taldi hafi lagt ólöglega við innkeyrslu. Í dómnum er atvikalýsing á þá vegu að hann hafi skellt konunni á húdd bíls síns og rasskellt þéttingsfast. Fyrir vikið hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm.

Stuðningsyfirlýsing Pírata

Í kjölfar fréttaflutnings af fortíð Sævars Óla gáfu Píratar í Reykjavík út út stuðningsyfirlýsingu við hann, sem birtist rétt fyrir kosningarnar í fyrra.

Fjölmiðla- og viðburðatenglar Pírata í Reykjavík, Guðmundur Fjalar Ísfeld og Heiða Hrönn Sigmundardóttir, sögðu flokkinn vera stoltan „yfir því að hjálpa þessum fönix að rísa úr öskunni.“

Í frétt frá þeim tíma kemur fram að í yfirlýsingunni hafi verið talað um árásina á Selfossi sem „ryskingar“ og innbrotin sem „ógæfuspor“. Yfirlýsingunni lauk síðan með þessum orðum: „Við erum stolt af því að hafa slíkan mann innanborðs“.

Samkvæmt ákærunni birtist stuðningsyfirlýsing Pírata við Sævar um tveimur mánuðum áður en honum er gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni.

Reynt var að fá viðbrögð Sævars Óla við fréttinni, en án árangurs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár