Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Varamaður Pírata ákærður fyrir að hóta lögreglumanni því að beita móður hans ofbeldi

Sæv­ar Óli Helga­son hef­ur ver­ið ákærð­ur af rík­is­sak­sókn­ara. Hann er vara­nefnd­ar­mað­ur Pírata í Faxa­flóa­hafn­ar­nefnd. Áð­ur hef­ur hann feng­ið dóma fyr­ir að rasskella konu og grípa í öxl sýslu­manns og bregða fyr­ir hann fæti.

Varamaður Pírata ákærður fyrir að hóta lögreglumanni því að beita móður hans ofbeldi
Ákærður Sævar Óli er varanefndarmaður Pírata í borginni. Hann hefur áður fengið dóma fyrir að rasskella konu og grípa í öxl sýslumanns.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn Sævari Óla Helgasyni, varamanni Pírata í Faxaflóahafnarnefnd í Reykjavík. Honum er gefið að sök að hafa laust eftir miðnætti miðvikudaginn 23. júlí 2014 í fangamóttöku lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík, hótað lögreglumanni að berja hann og móður hans.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík hafði ekki vitneskju um ákæruna í samtali við Stundina. Halldór segir að málið verði skoðað innan raða Pírata og til greina komi að svipta Sævar Óla varanefndarsæti verði hann fundinn sekur. „Þetta eru breyttar forsendur. Það þarf að skoða hverju þetta breytir. Við þurfum að fara yfir þetta,“ segir Halldór Auðar.

Halldór Auðar segir að Sævar Óli hafi einu sinni tekið sæti í nefnd Faxaflóahafnar. Aðalmaður Pírata í þeirri nefnd er Þórlaug Ágústsdóttir.

Dæmdur fyrir rasskellingu

Rétt fyrir borgarstjórnarkosningar í fyrra fjallaði DV um Sævar Óla sem var þá umboðsmaður Pírata. Sævar Óli hefur í tvígang verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot, árið 2005 og 2006. Árið 2013 var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og eignarspjöll á Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu.

Árið 2006 féll dómur í máli sýslumannsins á Selfossi gegn Sævari Óla, sem hafði gripið í öxl þess fyrrnefnda og brugðið fyrir hann fæti.

Árið 2005 var Sævar Óli dæmdur fyrir rasskella leikskólakennara sem hann taldi hafi lagt ólöglega við innkeyrslu. Í dómnum er atvikalýsing á þá vegu að hann hafi skellt konunni á húdd bíls síns og rasskellt þéttingsfast. Fyrir vikið hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm.

Stuðningsyfirlýsing Pírata

Í kjölfar fréttaflutnings af fortíð Sævars Óla gáfu Píratar í Reykjavík út út stuðningsyfirlýsingu við hann, sem birtist rétt fyrir kosningarnar í fyrra.

Fjölmiðla- og viðburðatenglar Pírata í Reykjavík, Guðmundur Fjalar Ísfeld og Heiða Hrönn Sigmundardóttir, sögðu flokkinn vera stoltan „yfir því að hjálpa þessum fönix að rísa úr öskunni.“

Í frétt frá þeim tíma kemur fram að í yfirlýsingunni hafi verið talað um árásina á Selfossi sem „ryskingar“ og innbrotin sem „ógæfuspor“. Yfirlýsingunni lauk síðan með þessum orðum: „Við erum stolt af því að hafa slíkan mann innanborðs“.

Samkvæmt ákærunni birtist stuðningsyfirlýsing Pírata við Sævar um tveimur mánuðum áður en honum er gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni.

Reynt var að fá viðbrögð Sævars Óla við fréttinni, en án árangurs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár