Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vanræksla að kæra ekki Brúnegg til lögreglu - vill stofna sérstaka dýralögreglu

Með­ferð Brúneggja á hæn­um er al­var­legt brot á lög­um um vel­ferð dýra sem Mat­væla­stofn­un hefði átt að kæra til lög­reglu fyr­ir mörg­um ár­um. Þetta seg­ir Al­ex­andra Jó­hann­es­dótt­ir lög­fræð­ing­ur sem seg­ir stofn­un­ina mátt­lausa og van­hæfa til að sinna eft­ir­lits­hlut­verki sínu. Hún hef­ur tal­að fyr­ir því að sett verði á fót dýra­lög­regla á Ís­landi.

Vanræksla að kæra ekki Brúnegg til lögreglu - vill stofna sérstaka dýralögreglu
Frá hænsnabúi Brúneggja Áhorfendum á Kastljós á RÚV var brugðið að sjá hversu slæmur aðbúnaður hænsna í búum Brúneggja var. Mynd: Rúv

Strax þegar ljóst var hversu slæmur aðbúnaður hænsna Brúneggja er hefði Matvælastofnun átt að kæra stjórnendur fyrirtækisins til lögreglu. Í kjölfarið hefði verið hægt að svipta þá aðila umráðarétti yfir dýrum með dómi, sem hefði verið eðlilegt í svona tilviki og hefði útilokað að umráðaaðilar þessara dýra settu á laggirnar þriðja eggjabúið þrátt fyrir ítrekuð, sönnuð og gríðarlega alvarleg brot.  Þetta segir Alexandra Jóhannesdóttir lögfræðingur sem hefur rannsakað brot á lögum um velferð dýra og eftirfylgni með þeim. „Þeir sem fara svona með dýr eiga ekki að fá leyfi til að sýsla með dýr til langs tíma. Það á að taka þann rétt af þeim. Það hefði raunverulega áhrif á þeirra lífsviðurværi. Með því móti hefðu dýravelferðarlög og -reglugerðir fælingarmátt.“

Dæmið um Brúnegg bendi til þess að það séu engar alvöru afleiðingar af því að brjóta lög og fara illa með dýr. „Jú, framleiðendurnir fengu dagsektir. En aðilar sem eru að hagnast um nokkur hundruð milljónir í arð á ári geta alveg lifað við þær.“

Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi Jónsson og Björn Jónsson sem eiga hvorn sinn helminginn í Brúneggjum ehf. í gegnum einkahlutafélög sín. Félög þeirra högnuðust um tæpar hundrað milljónir króna hvort árið 2015, sama ár og aðbúnaður á eggjabúum þeirra var það slæmur að loka átti búunum, eins og kemur fram í frétt Stundarinnar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár