Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vandræði í Helguvík: Síendurtekinn greiðslufrestur og sagan endalausa

Gjald­daga kís­il­málm­verk­smiðj­unn­ar frest­að í sjö­unda sinn. For­svars­menn Thorsil skulda 140 millj­ón­ir króna í gatna­gerð­ar­gjöld sem greiða átti síð­ast í júlí. Fjár­mögn­un verk­efn­is­ins átti að ljúka í árs­byrj­un en er ekki enn lok­ið.

Vandræði í Helguvík: Síendurtekinn greiðslufrestur og sagan endalausa
Verksmiðjurnar rísa Thorsil verður önnur kísilmálmverksmiðjan sem rís í Helguvík en stóriðjuframkvæmdir í Reykjanesbæ hafa verið umdeildar.

Illa gengur að fjármagna kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík og erfitt er hjá Reykjanesbæ að sækja greiðslur til félagsins vegna gatnagerðargjalda. Stjórn Reykjaneshafnar ákvað á dögunum að fresta í sjöunda sinn gjalddaga fyrstu greiðslu Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum í Helguvík. Þá var fjármögnun verkefnisins sögð á lokastigi í ársbyrjun en nú síðast var búist við því að henni ljúki í sumar.

Thorsil hyggst reisa 54 þúsund tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík og er framkvæmdin sögð kosta 33,8 milljarða króna. Fjársterkir aðilar eru sagðir á bakvið verkefnið en þrátt fyrir það hefur reynst erfitt að rukka inn gatnagerðargjöld sem fyrirtækið skuldar Reykjaneshöfnum. Um er að ræða 140 milljóna króna skuld sem nú hefur verið frestað í sjöunda sinn. Samkvæmt frétt í Víkurfréttum er nýjasti gjalddaginn 30. september næstkomandi. Reykjaneshöfn er skuldum vafin og því vegur umrædd greiðsla þungt í rekstri hennar.

Thorsil
Thorsil Verksmiðjan er aðeins til á pappírum en fjármögnun verkefnisins hefur dregist á langinn.

Sagan endalausa um lok fjármögnunar

Forsvarsmenn Thorsil vilja meina að það hafi verið í samkomulaginu við Reykjaneshöfn að greiðslan yrði innt af hendi þegar fjármögnun lyki. En hvenær lýkur umræddri fjármögnun?

Í febrúar greindi John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, frá því í viðtali við Morgunblaðið að fjármögnunin væri á lokastigi og að 85% framleiðslunnar væri nú þegar seld.

Í mars sagði Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil, að vonast væri til þess að ljúka fjármögnun kísilversins fyrir apríllok.

Í júní greindi Viðskiptablaðið síðan frá því að forsvarsmenn Thorsil vonuðust eftir því að ljúka fjármögnuninni í sumar. „Við erum á fullum spretti við að loka fjármögnuninni,“ sagði Hákon, forstjóri Thorsil, og bætti við að það væri erfitt að segja hvenær henni lyki nákvæmlega „...en við vonumst eftir því að það verði á næstu vikum.“

En hvenær ætli fjármögnuninni ljúki í raun og veru? Stundin reyndi að ná tali af forsvarsmönnum Thorsil en aðeins eitt farsímanúmer er skráð á fyrirtækið. Enginn svaraði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Úr umfjöllun Stundarinnar frá því 11. júní 2015:

Hverjir eiga Thorsil?

Stundin hefur áður fjallað um Thorsil og þá eigendur kísilverksmiðjunnar en þeir hafa sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Meðal eigenda verksmiðjunnar sem tengjast flokknum beint eða óbeint eru: Einar Sveinsson, föðurbróðir og fyrrverandi viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, Hákon Björnsson, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ og Guðmundur Ásgeirsson, viðskiptafélagi Einars og Bjarna í gegnum olíufélagið N1 og tengd félög.

Þá má nefna einnig Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og félag í eigu Ágústs Valfells og fjölskyldu.

Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds Tónlistarmaðurinn og fyrrum oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg er einn af eigendum Thorsil.

Tengslin við N1

Í umfjöllun Stundarinnar um Thorsil, sem var birt fyrir rúmu ári síðan, kom fram að mest hafi verið rætt um eignarhald félagsins P 126 ehf. í Thorsil en það á Einar Sveinsson í gegnum eignarhaldsfélag í Lúxemborg. Guðmundur Ásgeirsson, sem yfirleitt er kenndur við skipafélagið Nesskip, á félagið Hlér ehf. sem á hlut í verksmiðju Thorsil í gegnum annað félag.

Guðmundur kom meðal annars að viðskiptafléttunni sem gerði Einari Sveinssyni og fjölskyldu kleift að kaupa rútufyrirtækin Kynnisferðir og Reykjavík Excursions út úr olíufélaginu N1 áður en kröfuhafar félagsins tóku það félag yfir. Einar og Benedikt Sveinssynir voru ráðandi hluthafar í N1. Guðmundur Ásgeirsson og Jón Gunnsteinn Hjálmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri N1, komu að þeirri fléttu en Jón Gunnsteinn er varamaður í stjórn Hlér og einn helsti stjórnandi Kynnisferða og Reykjavík Excursions.

Meðal hluthafa Kynnisferða og Reykjavík Excursions eru Einar Sveinsson, þrjú börn hans, og eins Jón Benediktsson, bróðir Bjarna Benediktssonar. Ef Bjarni væri ekki formaður Sjálfstæðisflokksins, þingmaður og ráðherra væri hann líklega sjálfur hluthafi í félaginu líkt og bróðir hans og frændur. Með þessu er átt við að önnur börn þeirra Einars og Benedikts eru hluthafar í rútufyrirtækjunum í ljósi uppruna síns og væri Bjarni það líklega einnig ef hann væri ekki þingmaður og ráðherra.

Fjármálaráðherra og Thorsil tengjast
Fjármálaráðherra og Thorsil tengjast Bjarni Benediktsson er náfrændi eins stærsta hluthafa Thorsils, Einars Sveinssonar, en auk hans kemur félag í eigu Guðmundar Ásgeirssonar að Thorsil sem hluthafi. Guðmundur átti þátt í viðskiptunum um að kaupa rútufyrirtækin Kynnisferðir og Reykjavík Excursions út úr olíufélaginu N1 áður en kröfuhafar þess tóku það yfir. Rútufyrirtækin eru í dag meðal annars að hluta til í eigu bróður Bjarna Benediktssonar, Jóns.

Eignarhald hluta verksmiðjunnar á huldu

Hluthafar kísilverksmiðjunnar eru eignarhaldsfélögin Northsil ehf. með 68.4 prósenta hlut og eignarhaldsfélagið Strokkur Silicon ehf. sem er í eigu Strokks Energy sem á 31,6 prósenta hlut. 

Eigendur Northsil ehf. liggja fyrir en þar er John Fenger langstærstur með tæplega 74 prósenta hlut samkvæmt ársreikningi ársins 2013. Hákon Björnsson framkvæmdastjóri er næst stærsti hluthafinn í Northsil en þar á eftir koma eignarhaldsfélög Þorsteins Más Baldvinssonar og Einars Sveinssonar. 

Eigendur 33 prósenta hlutafjár í Strokki Silicon eru hins vegar ókunnir. Þetta þýðir að ekki liggur fyrir hver á meira en 10 prósent af hlutafénu í Thorsil. Stærsti eigandi Strokks Energy er fyrirtæki sem heitir Masada ehf. en það á 58 prósent í fyrirtækinu. Eigandi þess er Hörður Jónsson. Þá á fyrir tækið PMG Venture Holdings LP sem skráð er á lágskattasvæðinu Delaware í Bandaríkjunum. Ekki er hægt að sjá hver á þetta fyrirtæki.

Eignarhaldsfélag Eyþórs Arnalds á svo 9 prósenta hlut í Strokk Energy en hann er jafnframkvæmt framkvæmdastjóri félagsins.  Eyþór sinnti fjárfestingarverkefnum í gegnum ýmis félög, meðal annars Strokk Energy, á meðan hann var oddviti sjálfstæðismanna í Árborg um átta ára skeiða á árunum 2006 til 2014.

Strokkur var eigandi 40 prósenta hlutfjár í aflþynnuverksmiðju Becromal í Eyjafirði en seldi þann hlut árið 2013. Félagið hagnaðist um nærri 570 milljónir króna á því ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár