Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“

Tæp­ur meiri­hluti þeirra sem tók þátt í könn­un Út­varps sögu um traust á múslim­um svar­aði ját­andi. Sverr­ir Agn­ars­son, formað­ur fé­lags múslima, seg­ir að spurn­ing­in sé út úr kú.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps sögu spurði fyrr á árinu hvort útvarpsmenn framtíðarinnar myndu ganga með búrku. Mynd: Pressphotos/Geirix

Sverrir Agnarsson, markaðssérfræðingur og formaður Félags múslima, gagnrýnir útvarpsstöðina Útvarp sögu harðlega fyrir könnun sem stöðin stóð fyrir um helgina. 

Í könnuninni, sem hófst á föstudaginn og stóð yfir helgina, fengust yfir 4.600 svör við spurningunni: Treystirðu múslimum?

„Spurningin er náttúrulega algerlega út úr kú,“ segir Sverrir og bendir á að allt eins væri hægt að spyrja: „Geturðu treyst samkynhneigðum? Geturðu treyst Gyðingum?“

Útvarp saga
Útvarp saga Forsætisráðherra ræddi um flóttamannamál í viðtali á Útvarpi sögu á föstudaginn. Frá vinstri: Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður.

Forsætisráðherra í viðtali

Sama dag og könnunin var sett í gang var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali á stöðinni. Í viðtalinu ræddi hann um flóttamenn, sem flestir eru múslimar. „Við munum aðstoða þá að komast til Íslands, ég á nú ekki von á að við sendum sérstaka flugvél en það er flug á milli þessara landa, það er stefna okkar að taka á móti flóttamönnum beint frá Líbanon frekar en að taka við flóttamönnum sem þegar eru komnir til Evrópu,“ sagði Sigmundur meðal annars. 

Sverrir segir að sér hafi ekki komið á óvart að forsætisráðherra færi í viðtal hjá miðli sem spyrði slíkra spurninga um einstakan trúarhóp. „Stöðin hefur stutt málflutning Framsóknarflokksins, þannig að það kemur ekki á óvart.
Á síðunni Mótmælum mosku á Íslandi var fólk hvatt til að kjósa Framsókn. En ég lít á þetta sem samkvæmisleik. Það er málfrelsi og þeir mega þetta.“

Tæpur meirihluti treystir múslimum

Í frétt Útvarps sögu af könnunni sem birtist í dag er greint frá þeim niðurstöðu að „meirihluti kjósenda sem tók þátt í skoðanakönnun Útvarps sögu“ treysti múslimum. 51,2 prósent svara voru á þá leið að svarandi treysti múslimum. 44,1 prósent svara voru á þá leið að viðkomandi treysti ekki múslimum. 4,7 prósent voru hlutlaus.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Útvarp saga vekur efasemdir um múslima. Í mars síðastliðnum birti útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir mynd af sér með lambhúshettu, sem leit út eins og búrka, og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“

Hún hafnaði því að í því fælist áróður gegn múslimum, eins og hún var gagnrýnd fyrir. „Fólk getur náttúrulega haft sína skoðun á því, en múslimar hafa skoðun á mér og ég má líka hafa skoðun á þeim. Það er enginn sem segir að múslimar séu með hatursáróður gagnvart mér, en ef að ég hef skoðun á þeim þá heitir það hatursáróður. Ég ætla bara að fá að sitja við sama borð,“ sagði Arnþrúður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu