Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“

Tæp­ur meiri­hluti þeirra sem tók þátt í könn­un Út­varps sögu um traust á múslim­um svar­aði ját­andi. Sverr­ir Agn­ars­son, formað­ur fé­lags múslima, seg­ir að spurn­ing­in sé út úr kú.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps sögu spurði fyrr á árinu hvort útvarpsmenn framtíðarinnar myndu ganga með búrku. Mynd: Pressphotos/Geirix

Sverrir Agnarsson, markaðssérfræðingur og formaður Félags múslima, gagnrýnir útvarpsstöðina Útvarp sögu harðlega fyrir könnun sem stöðin stóð fyrir um helgina. 

Í könnuninni, sem hófst á föstudaginn og stóð yfir helgina, fengust yfir 4.600 svör við spurningunni: Treystirðu múslimum?

„Spurningin er náttúrulega algerlega út úr kú,“ segir Sverrir og bendir á að allt eins væri hægt að spyrja: „Geturðu treyst samkynhneigðum? Geturðu treyst Gyðingum?“

Útvarp saga
Útvarp saga Forsætisráðherra ræddi um flóttamannamál í viðtali á Útvarpi sögu á föstudaginn. Frá vinstri: Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður.

Forsætisráðherra í viðtali

Sama dag og könnunin var sett í gang var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali á stöðinni. Í viðtalinu ræddi hann um flóttamenn, sem flestir eru múslimar. „Við munum aðstoða þá að komast til Íslands, ég á nú ekki von á að við sendum sérstaka flugvél en það er flug á milli þessara landa, það er stefna okkar að taka á móti flóttamönnum beint frá Líbanon frekar en að taka við flóttamönnum sem þegar eru komnir til Evrópu,“ sagði Sigmundur meðal annars. 

Sverrir segir að sér hafi ekki komið á óvart að forsætisráðherra færi í viðtal hjá miðli sem spyrði slíkra spurninga um einstakan trúarhóp. „Stöðin hefur stutt málflutning Framsóknarflokksins, þannig að það kemur ekki á óvart.
Á síðunni Mótmælum mosku á Íslandi var fólk hvatt til að kjósa Framsókn. En ég lít á þetta sem samkvæmisleik. Það er málfrelsi og þeir mega þetta.“

Tæpur meirihluti treystir múslimum

Í frétt Útvarps sögu af könnunni sem birtist í dag er greint frá þeim niðurstöðu að „meirihluti kjósenda sem tók þátt í skoðanakönnun Útvarps sögu“ treysti múslimum. 51,2 prósent svara voru á þá leið að svarandi treysti múslimum. 44,1 prósent svara voru á þá leið að viðkomandi treysti ekki múslimum. 4,7 prósent voru hlutlaus.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Útvarp saga vekur efasemdir um múslima. Í mars síðastliðnum birti útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir mynd af sér með lambhúshettu, sem leit út eins og búrka, og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“

Hún hafnaði því að í því fælist áróður gegn múslimum, eins og hún var gagnrýnd fyrir. „Fólk getur náttúrulega haft sína skoðun á því, en múslimar hafa skoðun á mér og ég má líka hafa skoðun á þeim. Það er enginn sem segir að múslimar séu með hatursáróður gagnvart mér, en ef að ég hef skoðun á þeim þá heitir það hatursáróður. Ég ætla bara að fá að sitja við sama borð,“ sagði Arnþrúður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár