Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“

Tæp­ur meiri­hluti þeirra sem tók þátt í könn­un Út­varps sögu um traust á múslim­um svar­aði ját­andi. Sverr­ir Agn­ars­son, formað­ur fé­lags múslima, seg­ir að spurn­ing­in sé út úr kú.

„Út úr kú“ að spyrja hvort Íslendingar „treysti múslimum“
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps sögu spurði fyrr á árinu hvort útvarpsmenn framtíðarinnar myndu ganga með búrku. Mynd: Pressphotos/Geirix

Sverrir Agnarsson, markaðssérfræðingur og formaður Félags múslima, gagnrýnir útvarpsstöðina Útvarp sögu harðlega fyrir könnun sem stöðin stóð fyrir um helgina. 

Í könnuninni, sem hófst á föstudaginn og stóð yfir helgina, fengust yfir 4.600 svör við spurningunni: Treystirðu múslimum?

„Spurningin er náttúrulega algerlega út úr kú,“ segir Sverrir og bendir á að allt eins væri hægt að spyrja: „Geturðu treyst samkynhneigðum? Geturðu treyst Gyðingum?“

Útvarp saga
Útvarp saga Forsætisráðherra ræddi um flóttamannamál í viðtali á Útvarpi sögu á föstudaginn. Frá vinstri: Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður.

Forsætisráðherra í viðtali

Sama dag og könnunin var sett í gang var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali á stöðinni. Í viðtalinu ræddi hann um flóttamenn, sem flestir eru múslimar. „Við munum aðstoða þá að komast til Íslands, ég á nú ekki von á að við sendum sérstaka flugvél en það er flug á milli þessara landa, það er stefna okkar að taka á móti flóttamönnum beint frá Líbanon frekar en að taka við flóttamönnum sem þegar eru komnir til Evrópu,“ sagði Sigmundur meðal annars. 

Sverrir segir að sér hafi ekki komið á óvart að forsætisráðherra færi í viðtal hjá miðli sem spyrði slíkra spurninga um einstakan trúarhóp. „Stöðin hefur stutt málflutning Framsóknarflokksins, þannig að það kemur ekki á óvart.
Á síðunni Mótmælum mosku á Íslandi var fólk hvatt til að kjósa Framsókn. En ég lít á þetta sem samkvæmisleik. Það er málfrelsi og þeir mega þetta.“

Tæpur meirihluti treystir múslimum

Í frétt Útvarps sögu af könnunni sem birtist í dag er greint frá þeim niðurstöðu að „meirihluti kjósenda sem tók þátt í skoðanakönnun Útvarps sögu“ treysti múslimum. 51,2 prósent svara voru á þá leið að svarandi treysti múslimum. 44,1 prósent svara voru á þá leið að viðkomandi treysti ekki múslimum. 4,7 prósent voru hlutlaus.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Útvarp saga vekur efasemdir um múslima. Í mars síðastliðnum birti útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir mynd af sér með lambhúshettu, sem leit út eins og búrka, og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“

Hún hafnaði því að í því fælist áróður gegn múslimum, eins og hún var gagnrýnd fyrir. „Fólk getur náttúrulega haft sína skoðun á því, en múslimar hafa skoðun á mér og ég má líka hafa skoðun á þeim. Það er enginn sem segir að múslimar séu með hatursáróður gagnvart mér, en ef að ég hef skoðun á þeim þá heitir það hatursáróður. Ég ætla bara að fá að sitja við sama borð,“ sagði Arnþrúður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár