Þrátt fyrir að skoðanakannanir hefðu sýnt gott gengi Front National kom það mörgum í opna skjöldu að sjá flokkinn fá yfir þriðjung atkvæða í fyrri umferð fylkisstjórnarkosninga sunnudaginn 6. desember. Í þeim héröðum Frakklands þar sem atvinnuleysið er hæst náði hann yfir 40% atkvæða í fyrri umferð og í einu fylki hélt hann þeim tölum í seinni umferð.
Kosningaþátttaka jókst sunnudaginn 13. desember þar sem óttinn við valdatöku FN og samstaða bæði hægri og vinstriflokka skilaði fleirum á kjörstað. Í þeirri umferð náði FN þó ríflega þriðjungi atkvæða og í sumum fylkjum, PACA (Provence og Alpahéröð) Nord-Pas de Calais-Picardie, var hann ekki langt frá helmingi atkvæða. Það kom einnig mjög á óvart að flokkurinn yrði stærstur meðal ungs fólks.
Þróunin hefur valdið áhyggjum á meðal nágranna eins og Þýskalandi, en flokkurinn er andvígur öllu alþjóðlegu samstarfi. Markmið FN fyrir utan að
Athugasemdir