Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

United Silicon skuldar enn Reykjaneshöfn 162 milljónir og neitar að borga

Kís­il­málm­verk­smiðja United Silicon hef­ur enn ekki greitt eft­ir­stöðv­ar af lóða­gjöld­um í Helgu­vík. Um er að ræða 162 millj­ón­ir króna auk 18 millj­óna í drátt­ar­vexti. Eig­end­ur United Silicon neita að greiða Reykja­nes­höfn sem stend­ur af­ar illa fjár­hags­lega. Á með­an kvarta íbú­ar und­an meng­un frá verk­smiðj­unni.

United Silicon skuldar enn Reykjaneshöfn 162 milljónir og neitar að borga
United Silicon Félagið skuldar Reykjaneshöfn hundrað sextíu og tvær milljónir en neitar að greiða og er málið á leið fyrir dóm. Mynd: AMG

Kísilmálmverksmiðjan United Silicon hefur enn ekki greitt að fullu lóðagjöld vegna starfsemi félagsins í Helguvík. Um er að ræða um það bil 162 milljóna króna eftirstöðvar af gjöldum til Reykjaneshafnar, en líkt og greint hefur verið frá þá stendur höfnin afar illa fjárhagslega og þarf nauðsynlega á þessum milljónum að halda. Þá hafa um það bil átján milljónir lagst á skuldina í dráttarvexti og því heildarupphæðin nálægt 180 milljónum króna.

Upphæðin var 100 milljónir króna í vor en líkt og DV greindi frá þá voru þetta fjórar greiðslur í heildina sem inna átti af hendi vegna kaupa á lóðinni þar sem verksmiðjan stendur í Helguvík, Stakksbraut 9. Heildarkaupverðið var 362 milljónir en tvær síðustu greiðslunar, ein upp á 100 milljónir króna og sú síðasta upp á 62 milljónir eru enn ógreiddar og safna nú háum vöxtum. Þannig hafa rúmar átján milljónir króna lagst á skuldina í formi dráttarvaxta.

Eigendur verksmiðjunnar neita að greiða eftirstöðvarnar og bera fyrir sig ákvæði í samningi Reykjaneshafnar og United Silicon sem snýr að framkvæmdum við hafnargerð í Helguvík. Ástæðan er sögð tafir á hafnarframkvæmdum í Helguvík og þess vegna sé félagið að halda eftir greiðslum.

Á sama tíma og verksmiðjan neitar að greiða sömu gjöld og önnur starfsemi í Helguvík hefur þurft að greiða, berst mengun frá United Silicon yfir íbúabyggð í Reykjanesbæ. Síðast í gær greindi Stundin frá því að íbúar hefðu leitað sér aðstoðar vegna óþæginda, meðal annars í öndunarfærum, sem talin er vegna mikils reyks sem myndast í brennsluofni verksmiðjunnar. Ein af þeim, hjúkrunarfræðingurinn María Magnúsdóttir, segir heilsu íbúanna stefnt í hættu en sjálf varð hún fyrir efnabruna í slímhúð á mánudagskvöldið – sama kvöld og Stundinni barst ljósmynd af umhverfi United Silicon en varla sást í verksmiðjuna fyrir reyk og mengun.

Tengsl milli kröfuhafa og fjárfesta í Thorsil

Málið er í algjörri pattstöðu og er búist við því að það verði ekki leyst nema með aðkomu dómstóla. Það þýðir aukinn og ófyrirséður kostnaður fyrir Reykjaneshöfn.

Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að svipað sé uppi á teningnum hjá Thorsil, hinni kísilmálmverksmiðjunni sem ráðgert er að byggja nánast við hlið United Silicon. Thorsil hefur fengið sex sinnum frest til þess að inna af hendi greiðsluna, sem enn hefur ekki borist. Í tilfelli Thorsil virðist vandamálið snúa að leyfisveitingu og fjármögnun. Á meðan starfsleyfi liggur ekki fyrir sé ekki hægt að greiða umrædda skuld því ekki fæst fjármögnun í verkefni sem enn er óljóst hvort af verði eður ei. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er fjármögnun verkefnisins ekki enn lokið en áætlaður kostnaður við byggingu verksmiðjunnar, sem er töluvert stærri í sniðum en verksmiðja United Silicon, er 275 milljónir dollara eða tæpir 32 milljarðar króna.

Á meðan eigendur Thorsil reyna að klára fjármögnunina þá fá þeir frest ofan á frest hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Íbúar hafa lýst furðu sinni á síendurteknum fresti sem eigendum Thorsil er gefinn en samkvæmt heimildum Stundarinnar er til skýring á því. Samkvæmt þessum heimildum eru sterk tengsl á milli þeirra sem nú þegar hafa fjárfest í Thorsil og þeirra sem nú flokkast undir stærstu kröfuhafa Reykjanesbæjar. Það sé krafa kröfuhafanna að gert sé ráð fyrir innkomu vegna Thorsil, að gert sé ráð fyrir því að bygging verksmiðjunnar verði að veruleika. En þar sem Thorsil hafi ekki enn fengið starfsleyfi þá séu viðræður Reykjanesbæjar og kröfuhafa í skrítinni pattstöðu - beðið sé eftir upplýsingum um hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist eður ei.

Fengu greiðslufrest til 15. desember

Hjá Thorsil eru það gatnagerðargjöld sem enn eru ógreidd að upphæð 140 milljónir króna. Samanlögð skuld þessara tveggja verksmiðja er því um það bil 240 milljónir króna – upphæð sem myndi laga verulega fjárhagsstöðu Reykjaneshafnarinnar. Reykjaneshöfn er í eigu Reykjanesbæjar en höfnin hefur átt í alvarlegum fjárhagsörðugleikum í nokkur ár. Viðræður við kröfuhafa hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru enn yfirstandandi.

Hluti eigenda skuldabréfa Reykjaneshafnar hafa veitt áframhaldandi greiðslufrest og kyrrstöðu til 15. desember næstkomandi.

„Reykjanesbær og stofnanir hans vilja í því ljósi láta reyna til þrautar hvort samstaða náist við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarins og stofnana hans. Jafnframt verður farið yfir það með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hvort svigrúm verði veitt til þess að ljúka framangreindum viðræðum,“ segir í tilkynningu frá Reykjaneshöfnum. Umræddar 240 milljónir eru taldar vega þungt í þeim viðræðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
6
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár