Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim

Jó­hanna María Sig­munds­dótt­ir, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks, vill kanna mögu­leika á því að Ís­lend­ing­ar ætt­leiði mun­að­ar­laus börn úr flótta­búð­um. UNICEF minn­ir á mik­il­vægi þess að sam­eina fjöl­skyld­ur.

Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna umræðu um ættleiðingu barna frá Sýrlandi. Samtökin minna á mikilvægi þess að sameina fjölskyldur, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í vikunni fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttabúðum. Þá nefndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinniá Alþingi í byrjun september að mögulega væri hægt að einfalda ættleiðingu barna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum. 

Jóhanna María Sigmundsdóttir
Jóhanna María Sigmundsdóttir

„Skiljanlegt er að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á,“ segir aftur á móti í yfirlýsingu UNICEF. „Þau börn frá Sýrlandi sem talað er um sem munaðarlaus eiga langflest fjölskyldu. Þau eiga föðursystur, móðurbræður, ömmur, afa, systkynabörn, ömmusystur, afabræður og aðra ættingja. Mörg eiga auk þess foreldra á lífi en hafa orðið viðskila við þá. Verkefnið er og verður að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni og gera þeim kleift að vera saman.“ Þá minna samtökin á að ríki Mið-Austurlanda leyfa almennt ekki ættleiðingar á milli landa. 

Yfirlýsing UNICEF í heild:

„Í ljósi þess að umræða um mögulegar ættleiðingar barna frá Sýrlandi hefur aftur farið af stað vill UNICEF á Íslandi minna á mikilvægi þess að sameina fjölskyldur, nú sem endranær. Skiljanlegt er að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það er hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Þau börn frá Sýrlandi sem talað er um sem munaðarlaus eiga langflest fjölskyldu. Þau eiga föðursystur, móðurbræður, ömmur, afa, systkynabörn, ömmusystur, afabræður og aðra ættingja. Mörg eiga auk þess foreldra á lífi en hafa orðið viðskila við þá. Verkefnið er og verður að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni og gera þeim kleift að vera saman. Að þessu vinna UNICEF og aðrar hjálparstofnanir hörðum höndum.

Flest hjálparsamtök sem vinna í þessum geira, þar á meðal UNICEF, leggja áherslu á að ættleiðingar milli landa séu ávallt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. Þetta á sérstaklega við þegar neyðarástand ríkir eins og í Sýrlandi þar sem óeðlilegur þrýstingur getur myndast á fjölskyldur að láta frá sér börn og öryggisástand er það ótryggt að erfitt er að sannreyna hvort börn eigi aðstandendur á lífi eða ekki.

Vert er að geta þess að ríki Mið-Austurlanda leyfa almennt ekki ættleiðingar á milli landa þar sem formlegar ættleiðingar eru ekki það sem tíðkast á svæðinu heldur ótímabundið fóstur. Af þeim löndum sem tengjast inn í átökin í Sýrlandi hefur einungis Tyrkland fullgilt Haag-sáttmálann um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingu á milli landa. Bæði íslensk stjórnvöld og flestar alþjóðlegar stofnanir sem starfa í þágu barna krefjast þess að allar ættleiðingar byggist á grundvallarreglum Haag-sáttmálans ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár