Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Unglingurinn óttaðist að lenda í fangelsi vegna falsaðra skilríkja

Ali og Maj­ed ferð­uð­ust á yf­ir­full­um bát­um yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið. Stríðs­ástand og eng­in fram­tíð í Ír­ak, segja hæl­is­leit­end­urn­ir sem dregn­ir voru út úr Laug­ar­nes­kirkju með valdi síð­ustu nótt.

Unglingurinn óttaðist að lenda í fangelsi vegna falsaðra skilríkja

Útlendingastofnun staðhæfir að hvorugur hælisleitendanna sem dreginn var út úr Laugarneskirkju með valdi síðustu nótt sé undir lögaldri. Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak sem dvalið hafa á Íslandi í um sjö mánuði, greindu Stundinni frá því að þeir væru 16 ára og 30 ára gamlir. 

Ali og túlkurinn hans sögðu jafnframt að þegar Ali flúði frá Írak hefði hann orðið sér úti um falsað vegabréf og samkvæmt því væri hann 19 ára gamall. Á leiðinni til Íslands hefði hann heyrt að Íslendingar hefðu um árabil dæmt flóttafólk í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Auk þess væri hérlendis oftast dregið í efa að hælisleitendur væru undir lögaldri. 

Þegar Ali kom til Íslands og sótti um hæli framvísaði hann því falsaða vegabréfinu en þorði ekki að segja íslenskum yfirvöldum að pappírarnir væru falsaðir. Fyrir vikið notfærði Ali sér ekki ungan aldur þegar yfirvöld tóku mál hans til skoðunar, en slíkt hefði getað orðið máli hans til framdráttar.

Útlendingastofnun rýfur trúnað

Morgunblaðið sló því upp í netfrétt um tvöleytið í dag að Ali Nasir væri „ekki sex­tán ára, líkt og haldið hef­ur verið fram í frétt­um Stund­ar­inn­ar og Rík­is­út­varps­ins í dag, held­ur yfir lögaldri“. Þetta staðfesti starfsmaður Útlendingastofnunar í samtali við Mbl.

Í fréttinni er jafnframt vísað í málsgögn Alis. „Í gögn­um máls­ins er af­rit af vega­bréfi sem staðfest­ir að hann er yfir lögaldri. Staðfesti hann sjálf­ur fæðing­ar­dag­inn sem gef­inn er upp í vega­bréf­inu í viðtali hjá Útlend­inga­stofn­un. Stofn­un­in staðfest­ir einnig þess­ar upp­lýs­ing­ar,“ segir orðrétt í frétt Mbl.is. 

Klukkan 15:20 sendi loks Útlendingastofnun út fréttatilkynningu þar sem segir orðrétt: „Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að annar umsækjendanna sé 16 ára gamall og því barn að aldri. Þetta er ekki rétt. Mennirnir eru báðir eldri en átján ára. Þetta sýna fyrirliggjandi gögn í málinu auk framburðar mannanna fyrir stjórnvöldum þar sem þeir staðfestu aldur sinn.“

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á að Útlendingastofnun gefi fjölmiðlum upp upplýsingar um vegabréf hælisleitenda, það hvað komið hefur fram í viðtölum við þá og málsgögn úr hælismálum. 

Löng ferð að baki

Ali og Majed voru dregnir með valdi út úr Laugarneskirkju síðustu nótt. Við kirkjutröppurnar tóku tveir lögreglumannanna sér stöðu og handjárnuðu Ali. Þegar vinur hans beygði sig yfir hann og benti lögreglumönnunum á að Ali væri aðeins sextán ára gamall sló annar lögreglumannanna hann í andlitið. Síðan ýttu lögreglumennirnir Ali niður kirkjutröppurnar í handjárnum og þrýstu honum inn í lögreglubíl þar sem hann brast í grát. 

Fram kom í samtali Stundarinnar við Ali að hann hefði alist upp í Bagdad en yfirgefið Írak og haldið til Evrópu í leit að betri framtíð. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa farið á yfirsetnum bátum yfir Miðjarðarhafið frá Tyrklandi til Grikklands og gengið svo þvert yfir meginland Evrópu.

Horfðu á leikinn áður en þeir bjuggu sig til brottfarar

Ali og Majed lýstu því ófremdarástandi sem ríkir í Írak. Ali nefndi sem dæmi að fyrir nokkrum árum hefði honum verið rænt af vopnuðum mönnum, keyrt með hann út úr borginni og foreldrar hans krafðir um lausnargjald. Faðir hans hefði selt helstu eignir fjölskyldunnar til að geta greitt það. Majed segist hafa starfað sem lögreglumaður í Írak og meðal annars flúið vegna ítrekaðra hótana sem hann varð fyrir.

Ali og Majed óttast að norsk stjórnvöld sendi þá aftur heim til Írak. Þeim líður vel á Íslandi og segja að hér sé fólk vingjarnlegt og minna um rasisma en víða annars staðar í Evrópu. Þeir vörðu síðusta kvöldinu sínu á Íslandi í að horfa á fótboltaleikinn milli Íslands og Englands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár