Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Unglingurinn óttaðist að lenda í fangelsi vegna falsaðra skilríkja

Ali og Maj­ed ferð­uð­ust á yf­ir­full­um bát­um yf­ir Mið­jarð­ar­haf­ið. Stríðs­ástand og eng­in fram­tíð í Ír­ak, segja hæl­is­leit­end­urn­ir sem dregn­ir voru út úr Laug­ar­nes­kirkju með valdi síð­ustu nótt.

Unglingurinn óttaðist að lenda í fangelsi vegna falsaðra skilríkja

Útlendingastofnun staðhæfir að hvorugur hælisleitendanna sem dreginn var út úr Laugarneskirkju með valdi síðustu nótt sé undir lögaldri. Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak sem dvalið hafa á Íslandi í um sjö mánuði, greindu Stundinni frá því að þeir væru 16 ára og 30 ára gamlir. 

Ali og túlkurinn hans sögðu jafnframt að þegar Ali flúði frá Írak hefði hann orðið sér úti um falsað vegabréf og samkvæmt því væri hann 19 ára gamall. Á leiðinni til Íslands hefði hann heyrt að Íslendingar hefðu um árabil dæmt flóttafólk í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Auk þess væri hérlendis oftast dregið í efa að hælisleitendur væru undir lögaldri. 

Þegar Ali kom til Íslands og sótti um hæli framvísaði hann því falsaða vegabréfinu en þorði ekki að segja íslenskum yfirvöldum að pappírarnir væru falsaðir. Fyrir vikið notfærði Ali sér ekki ungan aldur þegar yfirvöld tóku mál hans til skoðunar, en slíkt hefði getað orðið máli hans til framdráttar.

Útlendingastofnun rýfur trúnað

Morgunblaðið sló því upp í netfrétt um tvöleytið í dag að Ali Nasir væri „ekki sex­tán ára, líkt og haldið hef­ur verið fram í frétt­um Stund­ar­inn­ar og Rík­is­út­varps­ins í dag, held­ur yfir lögaldri“. Þetta staðfesti starfsmaður Útlendingastofnunar í samtali við Mbl.

Í fréttinni er jafnframt vísað í málsgögn Alis. „Í gögn­um máls­ins er af­rit af vega­bréfi sem staðfest­ir að hann er yfir lögaldri. Staðfesti hann sjálf­ur fæðing­ar­dag­inn sem gef­inn er upp í vega­bréf­inu í viðtali hjá Útlend­inga­stofn­un. Stofn­un­in staðfest­ir einnig þess­ar upp­lýs­ing­ar,“ segir orðrétt í frétt Mbl.is. 

Klukkan 15:20 sendi loks Útlendingastofnun út fréttatilkynningu þar sem segir orðrétt: „Í fjölmiðlum hefur því verið haldið fram að annar umsækjendanna sé 16 ára gamall og því barn að aldri. Þetta er ekki rétt. Mennirnir eru báðir eldri en átján ára. Þetta sýna fyrirliggjandi gögn í málinu auk framburðar mannanna fyrir stjórnvöldum þar sem þeir staðfestu aldur sinn.“

Lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við furða sig á að Útlendingastofnun gefi fjölmiðlum upp upplýsingar um vegabréf hælisleitenda, það hvað komið hefur fram í viðtölum við þá og málsgögn úr hælismálum. 

Löng ferð að baki

Ali og Majed voru dregnir með valdi út úr Laugarneskirkju síðustu nótt. Við kirkjutröppurnar tóku tveir lögreglumannanna sér stöðu og handjárnuðu Ali. Þegar vinur hans beygði sig yfir hann og benti lögreglumönnunum á að Ali væri aðeins sextán ára gamall sló annar lögreglumannanna hann í andlitið. Síðan ýttu lögreglumennirnir Ali niður kirkjutröppurnar í handjárnum og þrýstu honum inn í lögreglubíl þar sem hann brast í grát. 

Fram kom í samtali Stundarinnar við Ali að hann hefði alist upp í Bagdad en yfirgefið Írak og haldið til Evrópu í leit að betri framtíð. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa farið á yfirsetnum bátum yfir Miðjarðarhafið frá Tyrklandi til Grikklands og gengið svo þvert yfir meginland Evrópu.

Horfðu á leikinn áður en þeir bjuggu sig til brottfarar

Ali og Majed lýstu því ófremdarástandi sem ríkir í Írak. Ali nefndi sem dæmi að fyrir nokkrum árum hefði honum verið rænt af vopnuðum mönnum, keyrt með hann út úr borginni og foreldrar hans krafðir um lausnargjald. Faðir hans hefði selt helstu eignir fjölskyldunnar til að geta greitt það. Majed segist hafa starfað sem lögreglumaður í Írak og meðal annars flúið vegna ítrekaðra hótana sem hann varð fyrir.

Ali og Majed óttast að norsk stjórnvöld sendi þá aftur heim til Írak. Þeim líður vel á Íslandi og segja að hér sé fólk vingjarnlegt og minna um rasisma en víða annars staðar í Evrópu. Þeir vörðu síðusta kvöldinu sínu á Íslandi í að horfa á fótboltaleikinn milli Íslands og Englands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár