Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umdeildur ferill nýs forsætisráðherraefnis

Dýra­lækn­ir­inn fyrr­ver­andi Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son er nýtt for­sæt­is­ráð­herra­efni Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fer­ill hans á ráð­herra­stóli hef­ur ver­ið um­deild­ur. Hann studdi Sig­mund ein­dreg­ið í skatta­skjóls­mál­inu og kvart­aði und­an því að flók­ið væri að eiga pen­inga á Ís­landi.

Umdeildur ferill nýs forsætisráðherraefnis
Sigurður Ingi Framsóknarflokkurinn býður hann fram sem nýjan forsætisráðherra, en ekki er ljóst hvort Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það. Mynd: Pressphotos

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur teflt fram sjávarútvegsráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni sem nýjum forsætisráðherra, í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson féllst á að stíga til hliðar vegna skattaskjólsmálsins og viðbragða hans við því.

Sigurður Ingi hefur hins vegar langt því frá verið óumdeildur frá því hann tók við ráðherrastóli árið 2013. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að stíga út fyrir valdsvið sitt og sýna óvandaða stjórnsýsluhætti. Í máli Sigmundar Davíðs studdi hann forsætisráðherra, féllst á skýringar hans og sýndi því skilning, að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi.

Studdi Sigmund Davíð eindregið

Í viðtölum eftir Kastljóssþátt, þar sem Sigmundur sagði ósatt og fram kom að hann hefði selt eiginkonu sinni sinn hlut í skattaskjólsfélagi þeirra hjóna á einn dollar daginn áður en lagabreytingar tóku gildi sem breytti stöðu skattaskjólsfélaga, sagði Sigurður Ingi að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu í Kastljóssþættinum.

Hér má lesa um 17 rangfærslur og tilraunir til afvegaleiðingar í máli Sigmundar.

Sigurður sagði að „fullkomlega eðlileg atburðarrás“ hefði verið í málinu. „Ja, ég átti í sjálfu sér aðeins von á kannski annars konar framsetningu heldur en kom fram en þarna sem þarna kom fram er í sjálfu sér ekkert nýtt sem að Sigmundur Davíð, hvað varðar hann og forsætisráðherrahjónin, sem þau, hann hefur ekki lýst yfir í greinagerðum eða viðtölum.“

„Það er auðvitað augljóslega talsvert  flókið að eiga peninga á Íslandi.“

 

Þá sagði Sigurður Ingi að það væri flókið að eiga fé á Íslandi. „Það er auðvitað augljóslega talsvert  flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ sagði hann. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði hann þegar hann var spurður hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra ætti peninga á Tortóla. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá.“

Stóryrtur vegna umræðu um hagsmuni Sigmundar

Sigurður Ingi lét stór orð falla vegna þess að þingmenn leyfðu sér að ræða um hagsmuni Sigmundar Davíðs í gegnum aflandsfélag eiginkonu hans, en þingmenn höfðu gert athugasemdir við að Sigmundur lét ekki vita af því að eiginkona hans ætti félag sem gert hefði hálfs milljarðs króna kröfur í slitabú íslensku bankanna.

„Mér er nánast orðavant yfir því sem er borið á borð í þinginu. Ég hélt við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga hér fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna hér inn í ræðustól Alþingis. Ég hélt við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við séum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrustig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda hér aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis.“

Hætti við friðlýsingu í skyndi

Sigurður Ingi hóf feril sinn innan nýrrar ríkisstjórnar sem umhverfisráðherra með því að segja frá þeirri skoðun sinni að leggja ætti niður umhverfisráðuneytið. 

Sumarið 2013 hætti Sigurður Ingi, sem var umhverfisráðherra, við að undirrita friðlýsingarskilmála fyrir Þjórsárver sama dag og til hafði staðið að gera það. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun höfðu sent út boðskort vegna atburðarins. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega af umhverfisverndarsinnum og stjórnarandstöðunni. Skýringar Sigurðar Inga voru þær að oddviti Rangárþings ytra hefði gert athugasemdir við friðlýsinguna, en það reyndist hafa verið rangt.

Sigurður Ingi var því gagnrýndur fyrir að gefa misvísandi skýringar og svo fyrir að hætta við friðlýsinguna á síðustu stundu. Aðrar skýringar voru þær að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Landsvirkjun hefðu gert athugasemdir við friðlýsinguna.

Forsætisráðherraefni og þingflokksformaður
Forsætisráðherraefni og þingflokksformaður Sigurður Ingi Jóhannsson með Ásmundi Einari Daðasyni.

Umdeild stjórnsýsla

Aðstoðarmaður Sigurðar Inga boðaði bloggarann Agnar Kristján Þorsteinsson á fund vegna undirskriftarsöfnunar hans gegn lækkun veiðigjalda og var sent afrit af fundarboðinu á yfirmann Agnars hjá Háskóla Íslands. Agnar kvartaði undan því að verið væri að ógna atvinnuöryggi hans með því að blanda yfirmanni hans inn í það sem hann gerði í frítíma sínum.

Þá vakti athygli þegar Sigurður Ingi tilkynnti á vef umhverfisráðuneytisins að hann hefði ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd, sem taka áttu gildi hálfu ári síðar. Hann áréttaði síðar að hann hyggðist leggja fram lagafrumvarp um að náttúruverndarlögin yrðu felld úr gildi, fremur en að afturkalla þau, enda hefur ráðherra ekki vald til slíks.

Leyfði saurmengaðan bjór

Sigurður Ingi virti álit heilbrigðiseftirlitsins að vettugi þegar hann heimilaði sölu og dreifingu á hvalabjór. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Matvælastofnun höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hvalamjölið, sem notað var í bjórinn, stæðist ekki skilyrði matvælalaga. Sigurður greip fram fyrir hendurnar á heilbrigðiseftirlitinu og leyfði söluna. Ákvörðun ráðherra var ekki tilkynnt formlega, heldur var sagt frá henni í fréttamiðlinum Skessuhorni. Mjölið í bjórnum var unnið úr „þarmainnihaldi“ hvalanna og var því saurmengað, auk þess að vera allt að fimm ára gamalt.

Starfsmenn Fiskistofu mótmæltu

Ein umdeildasta ákvörðun Sigurðar Inga var að flytja Fiskistofu út á land með skömmum fyrirvara. Ætlast var til þess að starfsmennirnir flyttu til Akureyrar. Starfsmenn Fiskistofu sendu frá sér yfirlýsingu í september 2014 þar sem þeir kvörtuðu undan því að flutningurinn væri ólöglegur og ófaglegur.

Sigurður Ingi leitaði ekki til Alþingis áður en hann tók ákvörðunina, og því taldi starfsfólkið flutninginn vera ólöglegan.

Í skýringum sínum til Umboðsmanns Alþingis dró Sigurður Ingi í land og kvaðst hafa talað um „áform“, en ekki ákvörðun. Hljóðupptökur og ummæli í fjölmiðlum sýndu hins vegar fram á að vissulega hefði orðið „ákvörðun“ verið notað í umræðu gagnvart starfsmönnum.

Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi.“

Starfsmennirnir sögðu í yfirlýsingu að vinnubrögð Sigurðar Inga væru ekki boðleg í siðuðu samfélagi og sökuðu hann um rangfærslur: „Vinnubrögð af þessu tagi ættu ekki að tíðkast í siðuðu samfélagi. Undanfarna daga hefur ráðherra ítrekað látið í veðri vaka í viðtölum við fjölmiðla að unnið sé að verkefninu í samráði við starfsmenn stofnunarinnar. Starfsfólk Fiskistofu vísar þessu alfarið á bug.“

Starfsmennirnir fjölmenntu tugum saman í ráðunueyti Sigurðar Inga og mótmæltu þar. Starfsfólkið sagði að það hefði reynt að ná í Sigurð í þrjár vikur og því ákveðið að mæta í ráðuneytið. 

Um 15 til 20 manns sögðu upp störfum á Fiskistofu, en á endanum var ákveðið að fiskistofustjórinn sjálfur flytti norður en starfsmennirnir ekki. Þeir fögnuðu „fullnaðarsigri“.

Fyrrverandi dýralæknir

Sigurður Ingi er fyrrverandi bóndi og héraðsdýralæknir. Hann fæddist 20. apríl 1962 og er því að verða 54 ára gamall. 

Árin 1987 til 1994 var hann bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi. Þá starfaði hann samhliða bústörfum sem sjálfstætt starfandi dýralæknir árin 1990 til 1995. Hann var dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands árin 1996 til 2009 og oddviti Hrunamannahrepps frá 2002, allt þar til hann settist á þing árið 2009 í kosningunum í kjölfar efnahagshrunsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár