Frelsisbörn Donald Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hafa vakið mikla athygli en á miðvikudag stigu þrjár stúlkur á stokk á kosningafundi hans í borginni Pensacola í Flórída. Stúlkunnar kalla sig „Frelsisbörnin“ og sungu lag í þeim anda. Uppákoman er sögð minna á Hitlersæskuna, Hitlerjugend, æskulýðshreyfingu nasistaflokksins.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, spyr á Facebook hvers vegna þetta tíðkist ekki hér á landi meðan Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar skrifar einfaldlega á sama vettvang: „WTF did I just watch?“
Atriðið má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir