Útgerðarfélagið Jakob Valgeir í Bolungarvík er að útbúa bát sinn til veiða undir nýju rekstrarfyrirkomulagi þar sem sjómenn verða alfarið með reksturinn. Þetta er línubáturinn Þorlákur ÍS sem verið er að útbúa á snurvoð. Bátnum hafði verið lagt en útgerðin gerir út togarann Sirrý ÍS sem væntanlega stöðvast í yfirvofandi verkfalli 10. nóvember.
Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri Jakobs Valgeirs, staðfesti við Stundina að unnið væri að því að útbúa bátinn.
Athugasemdir