„Í öllu mínu útivistaræði hef ég aldrei komist eins nálægt náttúrunni. Ég á einhverja fortíð sem sjómaður en þetta snýst ekki um það. Þetta sport slær allt annað út,“ segir Pétur Gíslason, áhugamaður um kajakróður.
Pétur, sem starfar hjá Grayline Iceland sem kerfisstjóri, hefur stundað þetta áhugamál sitt lengi. Hann hefur margsinnis róið um hættulegt svæði við Ísland og erlendis. Til dæmis hefur hann nokkrum sinnum farið fyrir Horn á Vestfjörðum þar sem er eitthvað erfiðasta hafsvæði heims. Hann segist ekki hafa lent oft í háska. Það hafi þó stundum gefið á bátinn.
Athugasemdir