Hrakningar á heiðavegum er bókaflokkur sem kom út um miðja síðustu öld. Bókaútgáfan Veröld hefur nú endurútgefið hluta þeirra sagna á bók sem kom út fyrir skömmu. Bjarni Þorsteinsson valdi frásagnirnar í bókinni sem eiga það sammerkt að lýsa háska á hálendi Íslands. Sumar sögurnar bera með sér hetjubrag. Fólk lendir í aðstæðum sem eru beinlínis lífshættulegar en kemst af með harðfylgi. Svo eru aðrar sagnir sem lýsa dauða manna og dýra.
Meðal þekktra sagna úr Íslandssögunni er um örlög Reynistaðabræðra sem lögðu upp í feigðarför sína um þvert hálendið frá Suðurlandi og norður um Kjöl
Athugasemdir