Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lífguð við eftir hálftíma á kafi í sjó

Ein­stæð móð­ir sem lenti í Reykja­vík­ur­höfn kom­in til heilsu. Var í hjarta­stoppi þeg­ar henni var bjarg­að. Kæld nið­ur og hald­ið sof­andi. Bat­inn geng­ur krafta­verki næst.

Lífguð við eftir hálftíma á kafi í sjó
Slysstaðurinn Fáir reiknuðu með að konan myndi lifa slysið af. Mynd: Google earth

Það þykir ganga kraftaverki næst að kona sem lenti í Reykjavíkurhöfn um miðjan janúar skuli vera komin til meðvitundar. Bifreið konunar hafnaði í höfninni og sökk til botns síðdegis 18. janúar. Gestir á veitingastaðnum Höfninni sáu þegar atvikið varð á Miðbakka. Skottlokið á bílnum var opið þegar hann fór fram af bryggjunni. Það tók kafara hálftíma að ná konunni úr bílnum. Hún var þá meðvitundarlaus. Það tókst að koma hjarta hennar af stað en líklegt þótti að hún hefði hlotið varanlegan skaða af. Hún var kæld niður og henni haldið sofandi í 48 klukkustundir á meðan hitastig hennar var smám saman hækkað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífsháski

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
2
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár