Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Mótmælandinn telur sig rifbeinsbrotinn

Sig­urð­ur Har­alds­son seg­ir í sam­tali við Stund­ina að lækn­ir telji mjög lík­legt að hann sé rif­beins­brot­inn eft­ir að þing­vörð­ur sneri hann nið­ur á dög­un­um.

Mótmælandinn telur sig rifbeinsbrotinn
Skjáskot af myndbandi Stundin birti á dögunum myndband af því þegar Sigurður var tekinn niður af þingverði. Aðdragandi þess er þó óljós á myndbandinu.

Sigurður Haraldsson, mótmælandinn sem snúinn var niður af þingverði á dögunum, segir í samtali við Stundina að læknir hafi tjáð honum að allar líkur séu á því að hann sé rifbeinsbrotinn. Hann segist vera í sambandi við lögmann um mögulega kæru vegna málsins.

„Hún á Læknavaktinni taldi mig vera brotinn. Lýsingin á því sem ég finn, sagði hún, bendir eindregið til brots. Ég er svo hryllilega aumur, það má ekki koma við mig. Þegar ég hósta eða hlæ þá fæ ég verki þannig að það eru allar líkur á broti. Rifbrot er nú bara þannig að það er ekki hægt að meðhöndla það, það er bara brotið og grær á sínum tíma,“ segir Sigurður og bætir við að hann þurfi að taka sterkustu verkjatöflur vegna sársauka.

„Þegar ég hósta eða hlæ þá fæ ég verki“

 

Þarf að koma aftur í myndgreiningu

Ef Sigurður er í raun rifbeinsbrotinn er ekki víst að það komi strax í ljós í myndgreiningu. „Málið er að ef ég fer í myndgreiningu á broti sem er ekki misgengið þá er mjög erfitt að sjá það. Þannig að ég þarf að koma helst einhverjum fjórum, fimm vikum seinna til að sjá samgróninginn,“ útskýrir Sigurður. „Þetta var ekki sjáanlegt, en það þýðir hvorki af eða á. Læknirinn á Læknavaktinn sagði að það væri ekkert víst að þeir myndu sjá neitt brot í mynd,“ segir Sigurður.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár