Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmenn allra flokka minnast Guðbjarts með hlýju: „Hann var hlýr, réttsýnn, samviskusamur“

Guð­bjart­ur Hann­es­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráð­herra, lést í morg­un. Þing­menn allra flokka senda að­stand­end­um sam­úð­arkveðj­ur á Face­book og minn­ast hans sem vin­ar og fé­laga sem hægt var að leita til. „Hann var alltaf boð­inn og bú­inn til að að­stoða.“

Þingmenn allra flokka minnast Guðbjarts með hlýju: „Hann var hlýr, réttsýnn, samviskusamur“

Þingmenn úr öllum flokkum hafa birt hjartnæmar samúðarkveðjur til aðstandenda Guðbjarts Hannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra. Hann lést í morgun eftir baráttu við krabbamein.

Hans er minnst sem vinar og félaga sem sýndi öðrum velvild og hlýju. Þannig segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar að það hafi auðgað sitt líf að verða samferða Guðbjarti í stjórnmálum. „Við minnumst góðs félaga og vinar. Kynnin af Gutta sýndu mér að það var engin tilviljun að hann varð uppalandi og skólamaður. Hann var félagi af hugsjón og lífsskoðun – vildi alltaf vinna með fólki og auðga líf samferðamanna. Hann var alltaf tilbúinn að leggja meira á sig en aðra og brást alltaf við hverri hjálparbón. Sannari og traustari félaga hef ég ekki fundið. Hugur okkar er hjá Sigrúnu, Birnu, Hönnu Maríu og fjölskyldunni allri,“ skrifar Árni Páll.

 

Katrín Júlíusdóttir, varaformaður flokksins, segir að hans verði sárt saknað, enda með betri mönnum sem hún hafi kynnst. „Guðbjartur Hannesson félagi minn og vinur er fallinn frá. Sé hann fyrir mér hlæjandi sínum hlýja hlátri enda einstakt ljúfmenni, sanngjarn og skemmtilegur en sótti fast þegar á þurfti að halda. Við erum mörg sem munum sakna hans óskaplega mikið. Einn af þeim bestu sem ég hef kynnst. Samúðarkveðjur sendum við hans nánustu.“

 

Annar þingmaður Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar, minnist Guðbjarts sem skeleggs baráttumanns: „Félagi okkar Guðbjartur Hannesson lést í dag langt fyrir aldur fram eftir æðrulausa viðureign við illvígt krabbamein. Þar fór einstaklega sanngjarn og skeleggur baráttumaður fyrir réttlátara samfélagi og manneskjulegra. Sigrúnu og fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.“

 

 

Samúðarkveðjur frá stjórnarþingmönnum 

Þingmenn annarra flokka hafa einnig heiðrað minningu Guðbjarts í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hann hafi verið réttsýnn og hjartahlýr maður. „Góður drengur er það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég minnist Guðbjarts Hannessonar. Hann var réttsýnn og hjartahlýr og hans verður sárt saknað. Ég vil votta fjölskyldu hans samúð mína.“ 

 

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir mikinn missi af góðum manni. „Ég samhryggist fjölskyldu, vinum og samherjum Guðbjarts Hannessonar innilega. Það er mikill missir af þessum góða manni,“ skrifar Eygló.

 

 

Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknar, minnist þess hversu reiðubúinn Guðbjartur var til þess að aðstoða samstarfsmenn sína óháð því í hvaða flokki þeir væru: „Guðbjartur Hannesson, Gutti, hefur kvatt þennan heim alltof snemma. Blessuð sé minning hans. 
Ég og Gutti sátum saman í Allsherjar- og menntamálanefnd og Velferðarnefnd þingsins. Hann var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða þó við værum ekki alltaf á sömu skoðun og met ég það mikils.
Ég votta fjölskyldu hans, vinum og samherjum mínar innilegustu samúðarkveðjur.“

 

Hugurinn er hjá fjölskyldunni

Þá hafa þingmenn úr röðum Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar sent aðstandendum hans samúðarkveðju. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að Guðbjartur hafi verið ákaflega manneskjulegur í öllu samstarfi. „Mikið sem ég mun sakna hans Gutta af þinginu. Hann var hlýr, réttsýnn, samviskusamur, heilsteyptur og ákaflega manneskjulegur í öllu okkar samstarfi. Blessuð sé minning hans. Ég votta fjölskyldu hans og vinum samúð og sendi þeim styrk og birtu,“ skrifar Birgitta.

 

 

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að starfa með Guðbjarti: „Góður maður fallinn frá, það voru mikil forréttindi að fá að kynnast og vinna með Gutta. Betri mentor var ekki hægt að fá fyrir mig sem þingmann sem var að stíga sín fyrstu skref á hálu svelli stjórnmálanna. Alltaf boðinn og búinn til að hjálpa og gefa góð ráð. Blessuð sé minning hans.“

 

 

Þá segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, að Guðbjartur hafi verið yndislegur maður: „Góður félagi og yndisleg mannvera hann Gutti sem gott var að vinna með. Hugurinn er hjá fjölskyldunni sem þarf að kveðja alltof snemma.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár