Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður sakar listamenn um siðleysi, ógagnsæi og klíkuskap

Þing­mað­ur­inn Ásmund­ur Frið­riks­son átti frum­kvæði að sér­stakri um­ræðu um lista­manna­laun á Al­þingi. Lista­manna­laun eru kjörn­um full­trú­um og grasrót Sjálf­stæð­is­flokks­ins hug­leik­in þessa dag­ana. Ingó veð­ur­guð ræddi við unga sjálf­stæð­is­menn um mál­ið.

Í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um listamannalaun að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. Sakaði hann listamenn um siðleysi, klíkuskap og ógagnsæi og kallaði eftir því að þingmenn tækju sjálfir að sér úthlutun listamannalauna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafnaði eindregið hugmyndum Ásmundar og kom listamannalaunum til varnar. Skiptar skoðanir eru um listamannalaun innan Sjálfstæðisflokksins, en bæði kjörnir fulltrúar og grasrót flokksins hafa látið sig þau varða undanfarna daga. 

„Það efast enginn sem þekkir mig um áhuga minn á menningu og hvers konar listum. Ég er sjálfur virkur þátttakandi sem áhugamyndlistamaður og hef staðið fyrir stórum sem smáum lista- og menningarviðburðum áratugum saman og ber þá hæst listahátíðin Ferskir vindar í Garði,“ sagði Ásmundur í upphafi ræðu sinnar um málið. Þá tók hann fram að það væri einmitt vegna menningaráhugans sem hann hefði áhyggjur af því hvernig úthlutun listamannalauna væri háttað:

„Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða og þannig hefur það verið jafnvel árum saman?“ sagði Ásmundur og vísaði svo til eins tiltekins listamanns, rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar: „Dæmi hafa verið nefnd um í umræðunni um rithöfund sem hefur þegið listamannalaun í níu ár en skilað litlu meira en einum bókartitli á þeim tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár