Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður sakar listamenn um siðleysi, ógagnsæi og klíkuskap

Þing­mað­ur­inn Ásmund­ur Frið­riks­son átti frum­kvæði að sér­stakri um­ræðu um lista­manna­laun á Al­þingi. Lista­manna­laun eru kjörn­um full­trú­um og grasrót Sjálf­stæð­is­flokks­ins hug­leik­in þessa dag­ana. Ingó veð­ur­guð ræddi við unga sjálf­stæð­is­menn um mál­ið.

Í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um listamannalaun að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. Sakaði hann listamenn um siðleysi, klíkuskap og ógagnsæi og kallaði eftir því að þingmenn tækju sjálfir að sér úthlutun listamannalauna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafnaði eindregið hugmyndum Ásmundar og kom listamannalaunum til varnar. Skiptar skoðanir eru um listamannalaun innan Sjálfstæðisflokksins, en bæði kjörnir fulltrúar og grasrót flokksins hafa látið sig þau varða undanfarna daga. 

„Það efast enginn sem þekkir mig um áhuga minn á menningu og hvers konar listum. Ég er sjálfur virkur þátttakandi sem áhugamyndlistamaður og hef staðið fyrir stórum sem smáum lista- og menningarviðburðum áratugum saman og ber þá hæst listahátíðin Ferskir vindar í Garði,“ sagði Ásmundur í upphafi ræðu sinnar um málið. Þá tók hann fram að það væri einmitt vegna menningaráhugans sem hann hefði áhyggjur af því hvernig úthlutun listamannalauna væri háttað:

„Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða og þannig hefur það verið jafnvel árum saman?“ sagði Ásmundur og vísaði svo til eins tiltekins listamanns, rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar: „Dæmi hafa verið nefnd um í umræðunni um rithöfund sem hefur þegið listamannalaun í níu ár en skilað litlu meira en einum bókartitli á þeim tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár