Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður sakar listamenn um siðleysi, ógagnsæi og klíkuskap

Þing­mað­ur­inn Ásmund­ur Frið­riks­son átti frum­kvæði að sér­stakri um­ræðu um lista­manna­laun á Al­þingi. Lista­manna­laun eru kjörn­um full­trú­um og grasrót Sjálf­stæð­is­flokks­ins hug­leik­in þessa dag­ana. Ingó veð­ur­guð ræddi við unga sjálf­stæð­is­menn um mál­ið.

Í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um listamannalaun að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. Sakaði hann listamenn um siðleysi, klíkuskap og ógagnsæi og kallaði eftir því að þingmenn tækju sjálfir að sér úthlutun listamannalauna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafnaði eindregið hugmyndum Ásmundar og kom listamannalaunum til varnar. Skiptar skoðanir eru um listamannalaun innan Sjálfstæðisflokksins, en bæði kjörnir fulltrúar og grasrót flokksins hafa látið sig þau varða undanfarna daga. 

„Það efast enginn sem þekkir mig um áhuga minn á menningu og hvers konar listum. Ég er sjálfur virkur þátttakandi sem áhugamyndlistamaður og hef staðið fyrir stórum sem smáum lista- og menningarviðburðum áratugum saman og ber þá hæst listahátíðin Ferskir vindar í Garði,“ sagði Ásmundur í upphafi ræðu sinnar um málið. Þá tók hann fram að það væri einmitt vegna menningaráhugans sem hann hefði áhyggjur af því hvernig úthlutun listamannalauna væri háttað:

„Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða og þannig hefur það verið jafnvel árum saman?“ sagði Ásmundur og vísaði svo til eins tiltekins listamanns, rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar: „Dæmi hafa verið nefnd um í umræðunni um rithöfund sem hefur þegið listamannalaun í níu ár en skilað litlu meira en einum bókartitli á þeim tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu