Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þingmaður sakar listamenn um siðleysi, ógagnsæi og klíkuskap

Þing­mað­ur­inn Ásmund­ur Frið­riks­son átti frum­kvæði að sér­stakri um­ræðu um lista­manna­laun á Al­þingi. Lista­manna­laun eru kjörn­um full­trú­um og grasrót Sjálf­stæð­is­flokks­ins hug­leik­in þessa dag­ana. Ingó veð­ur­guð ræddi við unga sjálf­stæð­is­menn um mál­ið.

Í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um listamannalaun að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar þingmanns. Sakaði hann listamenn um siðleysi, klíkuskap og ógagnsæi og kallaði eftir því að þingmenn tækju sjálfir að sér úthlutun listamannalauna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hafnaði eindregið hugmyndum Ásmundar og kom listamannalaunum til varnar. Skiptar skoðanir eru um listamannalaun innan Sjálfstæðisflokksins, en bæði kjörnir fulltrúar og grasrót flokksins hafa látið sig þau varða undanfarna daga. 

„Það efast enginn sem þekkir mig um áhuga minn á menningu og hvers konar listum. Ég er sjálfur virkur þátttakandi sem áhugamyndlistamaður og hef staðið fyrir stórum sem smáum lista- og menningarviðburðum áratugum saman og ber þá hæst listahátíðin Ferskir vindar í Garði,“ sagði Ásmundur í upphafi ræðu sinnar um málið. Þá tók hann fram að það væri einmitt vegna menningaráhugans sem hann hefði áhyggjur af því hvernig úthlutun listamannalauna væri háttað:

„Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða og þannig hefur það verið jafnvel árum saman?“ sagði Ásmundur og vísaði svo til eins tiltekins listamanns, rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar: „Dæmi hafa verið nefnd um í umræðunni um rithöfund sem hefur þegið listamannalaun í níu ár en skilað litlu meira en einum bókartitli á þeim tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Listamannalaun

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu