Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir vildi ekki kann­ast við orð for­manns­ins þar sem hann lof­aði þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald að­ild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir tók mynd­band­ið sam­an og seg­ir þing­mann­inn mega hafa skömm fyr­ir dylgj­ur um föls­un.

Þingmaður Framsóknarflokksins sagði loforðamyndbandið falsað

„Það er ekki að spyrja að framsóknarmönnum og afneituninni. Þeir vilja ekki einu sinni viðurkenna það sem þeir sjá og heyra með eigin skilningarvitum,“ skrifaði Lára Hanna Einarsdóttir á Facebook í gær.

Tilefnið var ábending um að í umræðum á Alþingi þann 17. mars hefði þingmaður Framsóknarflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, haldið því fram að myndband þar sem formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sést lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið, sé klippt til og falsað.

Myndbandið sem fór um netheima eins og eldur í sinu á þessum tíma er hér að neðan. 

Umræðurnar fóru fram aðeins nokkrum dögum eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sendi Evrópusambandinu bréf þess efnis að Ísland væri ekki lengur í hópi umsóknarríkja. Hart var tekist á um málið á Alþingi og umræður stóðu langt fram á kvöld.

Þar sagði Silja Dögg í ræðu sinni að núverandi stjórnarflokkar hefðu staðið við gefin loforð. Stefna þeirra hefði verið skýr fyrir kosningar. „Við töluðum ekki í kosningabaráttunni um að það ætti að greiða atkvæði um málið á kjörtímabilinu,“ sagði Silja Dögg og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu.

„Svarið er: Nei, ríkisstjórnin hefur engin áform um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við Evrópusambandið þar sem slíkt væri atkvæðagreiðsla um mál sem hún er mótfallin.“

„Klippt eitthvað saman og falsað“

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði þá hvað henni þætti um þau orð sem forsætisráðherra lét falla fyrir kosningar, að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Hvernig hún liti á það þegar „stjórnmálaforingjar, sama hvað þeir heita, í

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár