Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“

Ís­lenska bíla­leig­an Kúkú Cam­pers hvet­ur ferða­menn til þess að lifa af land­inu og leig­ir þeim til þess veiðistang­ir og grill. Fjöl­marg­ir ferða­menn sem leigt hafa bíla af KúKú Cam­pers hafa ver­ið stöðv­að­ir við laxár vegna mis­vís­andi skila­boða á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins en þar seg­ir með­al ann­ars að lög­legt sé að borða eins mik­ið af ann­ars manns landi og mað­ur get­ur í 24 klukku­tíma.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“
Mæta með stöngina í laxár hér á landi Leiðsögu- og veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson er ósáttur við misvísandi skilaboð KúKú Campers til ferðamanna sem heimsækja landið. Mynd: Úr einkasafni

„Þessi skilaboð sem þeir eru að senda út eru alveg fáránleg,“ segir Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá, en þar á hann við upplýsingar sem finna má á vefsíðu fyrirtækisins KúKú Campers sem sérhæfir sig í leigu á breyttum sendiferðabílum hér á landi.

Sendiferðabílarnir eru þannig útbúnir að ferðamenn geta gist í bílunum hvar sem þeir stoppa og hvetur fyrirtækið ferðamenninna til þess að upplifa Ísland á aðeins öðruvísi hátt en flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki og bílaleigur hér á landi.

Á vefsíðu KúKú Campers má meðal annars finna upplýsingar um hin ýmsu kort af Íslandi sem fyrirtækið selur ferðamönnum.

Kortin eru átta talsins og eru jafn ólík og þau eru mörg en þar er til að mynda kort fyrir kynlíf utandyra og kort fyrir þá sem vilja lifa eins og náttúrubarn í íslenskri víðáttu. Fyrirtækið skorar á þá sem kaupa „The Natural Life Map“ að lifa af landinu í heila viku og segir á vefsíðu KúKú Campers að lög á Íslandi leyfa hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er.

Ferðamennirnir mjög hissa

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt í tuttugu og fjóra klukkutíma,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins, sem einnig leigir út útigrill og veiðistangir.

„You can eat as you want for 24 hours“
„You can eat as you want for 24 hours“ Misvísandi upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins hvetja ferðamenn til þess að lifa á landinu. Fyrirtækið segir lög í gildi á Íslandi sem heimila hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er í 24 klukkutíma.

„Ég lenti í því í fyrra að ég kom að fólki með veiðistangir upp við á. Ég kynnti mig sem staðarhaldara í Langá og lét þau vita að þau væru að veiða í ánni í óleyfi og reyndi að útskýra fyrir þeim að á Íslandi væri það ekki þannig að þú færir að næsta vatni eða á og veiðir. Þú mátt gera það í sjó en það gildir eignarréttur um vötn og ár. Fólk var yfirleitt mjög hissa því það hafði upplýsingar um annað, en var gífurlega þakklátt fyrir að hafa fengið réttar upplýsingar,“ segir Karl Lúðvíksson, en allir þeir sem hann stöðvaði við ólöglega veiði í fyrra höfðu leigt „húsbíl“ af KúKú Campers.

„Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna“

„Síðasta parið sem ég greip var að veiða á stað við Langá sem heitir Bugurinn, en þá var ég að fylgja eldri manni frá Kanada sem kom hingað til lands til þess að veiða íslenskan lax. Ég lét þau vita að þetta væri ekki það sem við gerum hér á landi en ákvað, eins og ég hef reynt að temja mér í þessu, að vera kurteis og útskýra fyrir þeim hvernig landið liggur í þessum málum. Ég dró þau með mér að Kattarfossbrún við Langá þar sem er að finna ótrúlega fallegt landslag og ég og þessi eldri maður frá Kanada sýndum þeim hvernig við berum okkur að þegar við erum að veiða. Þeim fannst það svakalega gaman. Þau sögðu mér að þetta væru upplýsingarnar frá bílaleigunni sem hafði meira að segja leigt þeim veiðistangir til verksins. Þau tóku áskorun KúKú Campers og leituðu að ám á Íslandi. Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna,“ segir Karl sem vill taka það fram að allir þeir ferðamenn sem hann stöðvaði voru afskaplega kurteisir og miður sín yfir því að hafa verið að gera eitthvað ólöglegt hér á landi: „Já, þau voru hreinlega í rusli yfir því.“

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt af því í tuttugu og fjóra klukkutíma.“

En ekki eru þó allir jafn kurteisir segir Karl en hann veit dæmi þess að ferðamenn hafi haldið því fram að þeir væru í rétti og jafnvel neitað að fara.

Enginn svarar hjá KúKú Campers

„Já það hefur næstum því komið til handalögmála út af þessu rugli. Ég vil taka það fram að ég legg mikið upp úr því að útskýra fyrir fólki, vera kurteis og rólegur, því þau vita ekki betur og ég veit að flestir kollegar mínir reyna að gera slíkt hið sama.“

Stundin reyndi ítrekað að ná sambandi við eigendur og framkvæmdastjóra KúKú Campers en hafði ekki erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár