Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði rétta full­yrð­ingu frétta­kon­unn­ar Sig­ríð­ar Hagalín Björns­dótt­ur „alranga“ en við­ur­kenndi skömmu síð­ar að rík­is­stjórn­in væri ekki bú­in að standa fylli­lega við lof­orð flokks­ins um af­nám tekju­teng­inga elli­líf­eyr­is.

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði „alrangt“ hjá Sigríði Hagalín, umsjónarmanni leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins í gær, að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Ásökunin um að spyrillinn færi með rangt mál stenst ekki skoðun. Tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og viðurkenndi Bjarni skömmu síðar í þættinum að grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Þá sagðist hann ekki vera að halda því fram að verkinu væri lokið.

 

„Fyrir síðustu Alþingiskosningar sendirðu eldri borgurum bréf, lofaðir að afturkalla tekjuskerðingu aldraðra frá eftirhrunsárunum og afnema tekjutengingar ellilífeyris, hvers vegna var ekki staðið við þessi loforð?“ spurði Sigríður Hagalín, annar af umsjónarmönnum leiðtogaumræðna.

Vísaði hún þar til bréfs (sjá hér til hliðar) sem Bjarni sendi eldri borgurum þann 22. apríl 2013 rétt áður en gengið var til kosninga.

Fram kemur í bréfinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn ætli að „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. 

Þegar Sigríður Hagalín spurði Bjarna hvers vegna ekki hefði verið staðið við þessi loforð sagði hann: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið“ og bætti við: „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema tekjutengingar vegna lífeyrisgreiðslna á móti ellilífeyri, við lögfestum það sumarið 2013.“

Bjarni benti jafnframt á að ríkisstjórnin hefði hækkað frítekjumörk og lækkað skerðingarhlutföll hjá öldruðum. Skömmu síðar sagði hann að þótt tekjutenging vegna lífeyrisgreiðslna hefði verið afnumin væri rétt hjá spyrlinum að „það er enn skert vegna atvinnutekna“. 

Á Vísindavefnum er að finna samantekt á breytingum sem orðið hafa á tekjutengingu ellilífeyris á tímabilinu apríl 2013 fram í september 2016. Rakið er hvernig frítekjumörk hafa hækkað og skerðingarhlutföll lækkað í tíð sitjandi ríkisstjórnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár