Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði rétta full­yrð­ingu frétta­kon­unn­ar Sig­ríð­ar Hagalín Björns­dótt­ur „alranga“ en við­ur­kenndi skömmu síð­ar að rík­is­stjórn­in væri ekki bú­in að standa fylli­lega við lof­orð flokks­ins um af­nám tekju­teng­inga elli­líf­eyr­is.

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði „alrangt“ hjá Sigríði Hagalín, umsjónarmanni leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins í gær, að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Ásökunin um að spyrillinn færi með rangt mál stenst ekki skoðun. Tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og viðurkenndi Bjarni skömmu síðar í þættinum að grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Þá sagðist hann ekki vera að halda því fram að verkinu væri lokið.

 

„Fyrir síðustu Alþingiskosningar sendirðu eldri borgurum bréf, lofaðir að afturkalla tekjuskerðingu aldraðra frá eftirhrunsárunum og afnema tekjutengingar ellilífeyris, hvers vegna var ekki staðið við þessi loforð?“ spurði Sigríður Hagalín, annar af umsjónarmönnum leiðtogaumræðna.

Vísaði hún þar til bréfs (sjá hér til hliðar) sem Bjarni sendi eldri borgurum þann 22. apríl 2013 rétt áður en gengið var til kosninga.

Fram kemur í bréfinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn ætli að „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. 

Þegar Sigríður Hagalín spurði Bjarna hvers vegna ekki hefði verið staðið við þessi loforð sagði hann: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið“ og bætti við: „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema tekjutengingar vegna lífeyrisgreiðslna á móti ellilífeyri, við lögfestum það sumarið 2013.“

Bjarni benti jafnframt á að ríkisstjórnin hefði hækkað frítekjumörk og lækkað skerðingarhlutföll hjá öldruðum. Skömmu síðar sagði hann að þótt tekjutenging vegna lífeyrisgreiðslna hefði verið afnumin væri rétt hjá spyrlinum að „það er enn skert vegna atvinnutekna“. 

Á Vísindavefnum er að finna samantekt á breytingum sem orðið hafa á tekjutengingu ellilífeyris á tímabilinu apríl 2013 fram í september 2016. Rakið er hvernig frítekjumörk hafa hækkað og skerðingarhlutföll lækkað í tíð sitjandi ríkisstjórnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár