Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði rétta full­yrð­ingu frétta­kon­unn­ar Sig­ríð­ar Hagalín Björns­dótt­ur „alranga“ en við­ur­kenndi skömmu síð­ar að rík­is­stjórn­in væri ekki bú­in að standa fylli­lega við lof­orð flokks­ins um af­nám tekju­teng­inga elli­líf­eyr­is.

Bjarni Benediktsson stóð ekki við loforð til aldraðra en sakaði spyril um rangfærslu

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði „alrangt“ hjá Sigríði Hagalín, umsjónarmanni leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins í gær, að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda síðustu þingkosninga.

Ásökunin um að spyrillinn færi með rangt mál stenst ekki skoðun. Tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og viðurkenndi Bjarni skömmu síðar í þættinum að grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Þá sagðist hann ekki vera að halda því fram að verkinu væri lokið.

 

„Fyrir síðustu Alþingiskosningar sendirðu eldri borgurum bréf, lofaðir að afturkalla tekjuskerðingu aldraðra frá eftirhrunsárunum og afnema tekjutengingar ellilífeyris, hvers vegna var ekki staðið við þessi loforð?“ spurði Sigríður Hagalín, annar af umsjónarmönnum leiðtogaumræðna.

Vísaði hún þar til bréfs (sjá hér til hliðar) sem Bjarni sendi eldri borgurum þann 22. apríl 2013 rétt áður en gengið var til kosninga.

Fram kemur í bréfinu að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að „afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009“ en jafnframt að flokkurinn ætli að „afnema tekjutengingar ellilífeyris“. 

Þegar Sigríður Hagalín spurði Bjarna hvers vegna ekki hefði verið staðið við þessi loforð sagði hann: „Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið“ og bætti við: „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema tekjutengingar vegna lífeyrisgreiðslna á móti ellilífeyri, við lögfestum það sumarið 2013.“

Bjarni benti jafnframt á að ríkisstjórnin hefði hækkað frítekjumörk og lækkað skerðingarhlutföll hjá öldruðum. Skömmu síðar sagði hann að þótt tekjutenging vegna lífeyrisgreiðslna hefði verið afnumin væri rétt hjá spyrlinum að „það er enn skert vegna atvinnutekna“. 

Á Vísindavefnum er að finna samantekt á breytingum sem orðið hafa á tekjutengingu ellilífeyris á tímabilinu apríl 2013 fram í september 2016. Rakið er hvernig frítekjumörk hafa hækkað og skerðingarhlutföll lækkað í tíð sitjandi ríkisstjórnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár