Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

„Flest fatl­að fólk er ham­ingju­samt,“ seg­ir Fem­in­íska fötl­un­ar­hreyf­ing­in Tabú, sem for­dæm­ir Sam­bíó­in fyr­ir að lýsa kvik­mynd­inni Me Before You sem „feel-good“ kvik­mynd. Segja fötl­un­ar­h­atr­ið ná nýj­um hæð­um.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

Feminíska fötlunarhreyfingin Tabú hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skilaboðum bandarísku kvikmyndarinnar Me Before You um fatlað fólk er mótmælt. Jafnframt mótmælir hreyfingin því að Sambíóin skuli skilgreina kvikmyndina sem „feel-good“ mynd.

„Við virðum frelsi fólks til þess að sækja þær kvikmyndir á markaðnum sem því sýnist en teljum það skyldu okkar að deila áhyggjum okkar, sorg og reiði yfir ýmsum atriðum sem varða kvikmyndina og eru meiðandi fyrir okkur sem búum við þann félagslega veruleika að vera fötluð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Tabú, en sambærilegar hreyfingar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar hafa sömuleiðis fordæmt myndina.

Áður en lengra er haldið er ástæða til að vara áhugasama kvikmyndaunnendur við því að yfirlýsing Tabú greinir meðal annars frá veigamiklum atriðum úr söguþræði myndarinnar. Tabú telur hins vegar mikilvægt að samborgarar sínir taki upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fjármagna kvikmynd sem niðurlægir og smánar fatlað fólk með því að sækja hana í kvikmyndahús.

Fötlun ekki andstæða við heilbrigði og hamingju

Yfirlýsing Tabú, sem fimmtán konur innan hreyfingarinnar undirrita, er í nokkrum liðum.

Í fyrsta lagi gagnrýnir hreyfingin þá sögu sem kvikmyndir segja, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður, en aðalpersóna myndarinnar fatlast á lífsleiðinni og vill enda líf sitt. „Kvikmyndin birtir þá sögu, enn eina ferðina, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður ... Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg. Flest fatlað fólk er hamingjusamt og lífsglatt fólk sem ýmist þekkir ekki neitt annað en að lifa í sínum fatlaða líkama eða lærir inn á líf í fötluðum líkama. Fötlun er ekki andstæðan við heilbrigði og hamingju þó hún geti verið flókin og kerfisbundið staðsett neðarlega í valdapýramída flestra samfélaga heimsins – enda er lífið ekki ein tvíhyggja. Fötlun er margbreytileiki og á þátt í að skapa fjölmenningarsamfélag. Því ber að fagna,“ segir í yfirlýsingu Tabú. 

„Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg.“

Í öðru lagi segja þær söguna ekki taka á mikilvægi þess að fatlað fólk fái sálrænan stuðning og að fatlað fólk hitti annað fatlað fólk til þess að spegla sig í. „Fatlað fólk upplifir mikið misrétti, ofbeldi og býr við mikinn skort á tækifærum sem ófatlað fólk hefur. Jafnframt eru hugmyndir um fatlað fólk mjög neikvæðar og staðalímyndir einsleitar, smættandi og rótgrónar. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur verið fatlað frá fæðingu sem og fólk sem fatlast seinna á ævinni. Það krefst mikillar vinnu og úrvinnslu áreitis sem getur stuðlað að kvíða, þunglyndi, áfallastreitu, síþreytu, áhyggjum o.fl. líkt og hjá öðrum jaðarsettum hópum. Í fæstum tilvikum leiðir þetta af sér sjálfsvíg en getur gert það enda er misrétti lífshættulegt á marga vegu. Sagan ‘Me before you’ fjallar ekkert um þetta og tekur þessa líðan fatlaðrar manneskju úr samfélagslegu og sögulegu samhengi. Hún endurspeglar þó þann veruleika fatlaðs fólks, sem birtist gagnrýnislaust í sögunni, að það er auðveldara að fá aðstoð til þess að deyja en að fá aðstoð til þess að lifa. Það eitt og sér er glæpur því við erum verðmætar manneskjur fyrir okkur sjálfum, ástvinum okkar og samfélagi.“

Me before you
Me before you Kvikmyndin segir ástarsögu fatlaðs manns.
 

Hættuleg mýta og dæmin mýmörg

Tabú gagnrýnir einnig leikaraval myndarinnar, en aðalpersónan er leikin af ófötluðum leikara. „Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju,“ segja þær meðal annars. 

Me Before You er ástarsaga, en aðalpersóna myndarinnar verður ástfangin af ófatlaðri aðstoðarkonu sinni. Í myndinni eru sýnd kynlífsatriði, en þó ekki með fatlaðri aðalpersónuninni. „Hér birtist enn önnur gömul tugga um kynleysi fatlaðs fólks,“ segja forsvarskonur Tabú og benda á að allt fatlað fólk geti stundað innihaldsríkt og gott kynlíf.

„Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju.“

„Margir eru reiðir við fatlað fólk fyrir að gagnrýna söguna ‘Me before you’ og spyrja hvernig ein kvikmynd/bók/saga geti skipt nokkru máli. Málið er að það er ekki bara þessi eina saga. Þetta er hvorki í fyrsta eða síðasta sinn sem valdamikil öfl eins og bókmennta- og kvikmyndaheimurinn birtir fatlað fólk sem betur dáið en fatlað. Hver man ekki eftir boxaranum í ‘Million dollar baby’ sem fatlaðist og bað þjálfarann að drepa sig í kjölfarið? Sú kvikmynd er sögð byggja á sannsögulegum atburðum en raunin er sú að boxarinn vildi ekki deyja heldur er hún starfandi fötluð listakona í Bandaríkjunum í dag. Dæmin eru mýmörg og því oftar sem saga er sögð verður hún raunverulegri, er eins og olía á fordómaelda og hefur áhrif á viðhorf samfélagsins með þeim hætti að það getur stofnað lífi fatlaðs fólks í hættu,“ segir að lokum í yfirlýsingu Tabú.

Hér má lesa yfirlýsingu Tabú í heild sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár