Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

„Flest fatl­að fólk er ham­ingju­samt,“ seg­ir Fem­in­íska fötl­un­ar­hreyf­ing­in Tabú, sem for­dæm­ir Sam­bíó­in fyr­ir að lýsa kvik­mynd­inni Me Before You sem „feel-good“ kvik­mynd. Segja fötl­un­ar­h­atr­ið ná nýj­um hæð­um.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

Feminíska fötlunarhreyfingin Tabú hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skilaboðum bandarísku kvikmyndarinnar Me Before You um fatlað fólk er mótmælt. Jafnframt mótmælir hreyfingin því að Sambíóin skuli skilgreina kvikmyndina sem „feel-good“ mynd.

„Við virðum frelsi fólks til þess að sækja þær kvikmyndir á markaðnum sem því sýnist en teljum það skyldu okkar að deila áhyggjum okkar, sorg og reiði yfir ýmsum atriðum sem varða kvikmyndina og eru meiðandi fyrir okkur sem búum við þann félagslega veruleika að vera fötluð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Tabú, en sambærilegar hreyfingar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar hafa sömuleiðis fordæmt myndina.

Áður en lengra er haldið er ástæða til að vara áhugasama kvikmyndaunnendur við því að yfirlýsing Tabú greinir meðal annars frá veigamiklum atriðum úr söguþræði myndarinnar. Tabú telur hins vegar mikilvægt að samborgarar sínir taki upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fjármagna kvikmynd sem niðurlægir og smánar fatlað fólk með því að sækja hana í kvikmyndahús.

Fötlun ekki andstæða við heilbrigði og hamingju

Yfirlýsing Tabú, sem fimmtán konur innan hreyfingarinnar undirrita, er í nokkrum liðum.

Í fyrsta lagi gagnrýnir hreyfingin þá sögu sem kvikmyndir segja, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður, en aðalpersóna myndarinnar fatlast á lífsleiðinni og vill enda líf sitt. „Kvikmyndin birtir þá sögu, enn eina ferðina, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður ... Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg. Flest fatlað fólk er hamingjusamt og lífsglatt fólk sem ýmist þekkir ekki neitt annað en að lifa í sínum fatlaða líkama eða lærir inn á líf í fötluðum líkama. Fötlun er ekki andstæðan við heilbrigði og hamingju þó hún geti verið flókin og kerfisbundið staðsett neðarlega í valdapýramída flestra samfélaga heimsins – enda er lífið ekki ein tvíhyggja. Fötlun er margbreytileiki og á þátt í að skapa fjölmenningarsamfélag. Því ber að fagna,“ segir í yfirlýsingu Tabú. 

„Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg.“

Í öðru lagi segja þær söguna ekki taka á mikilvægi þess að fatlað fólk fái sálrænan stuðning og að fatlað fólk hitti annað fatlað fólk til þess að spegla sig í. „Fatlað fólk upplifir mikið misrétti, ofbeldi og býr við mikinn skort á tækifærum sem ófatlað fólk hefur. Jafnframt eru hugmyndir um fatlað fólk mjög neikvæðar og staðalímyndir einsleitar, smættandi og rótgrónar. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur verið fatlað frá fæðingu sem og fólk sem fatlast seinna á ævinni. Það krefst mikillar vinnu og úrvinnslu áreitis sem getur stuðlað að kvíða, þunglyndi, áfallastreitu, síþreytu, áhyggjum o.fl. líkt og hjá öðrum jaðarsettum hópum. Í fæstum tilvikum leiðir þetta af sér sjálfsvíg en getur gert það enda er misrétti lífshættulegt á marga vegu. Sagan ‘Me before you’ fjallar ekkert um þetta og tekur þessa líðan fatlaðrar manneskju úr samfélagslegu og sögulegu samhengi. Hún endurspeglar þó þann veruleika fatlaðs fólks, sem birtist gagnrýnislaust í sögunni, að það er auðveldara að fá aðstoð til þess að deyja en að fá aðstoð til þess að lifa. Það eitt og sér er glæpur því við erum verðmætar manneskjur fyrir okkur sjálfum, ástvinum okkar og samfélagi.“

Me before you
Me before you Kvikmyndin segir ástarsögu fatlaðs manns.
 

Hættuleg mýta og dæmin mýmörg

Tabú gagnrýnir einnig leikaraval myndarinnar, en aðalpersónan er leikin af ófötluðum leikara. „Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju,“ segja þær meðal annars. 

Me Before You er ástarsaga, en aðalpersóna myndarinnar verður ástfangin af ófatlaðri aðstoðarkonu sinni. Í myndinni eru sýnd kynlífsatriði, en þó ekki með fatlaðri aðalpersónuninni. „Hér birtist enn önnur gömul tugga um kynleysi fatlaðs fólks,“ segja forsvarskonur Tabú og benda á að allt fatlað fólk geti stundað innihaldsríkt og gott kynlíf.

„Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju.“

„Margir eru reiðir við fatlað fólk fyrir að gagnrýna söguna ‘Me before you’ og spyrja hvernig ein kvikmynd/bók/saga geti skipt nokkru máli. Málið er að það er ekki bara þessi eina saga. Þetta er hvorki í fyrsta eða síðasta sinn sem valdamikil öfl eins og bókmennta- og kvikmyndaheimurinn birtir fatlað fólk sem betur dáið en fatlað. Hver man ekki eftir boxaranum í ‘Million dollar baby’ sem fatlaðist og bað þjálfarann að drepa sig í kjölfarið? Sú kvikmynd er sögð byggja á sannsögulegum atburðum en raunin er sú að boxarinn vildi ekki deyja heldur er hún starfandi fötluð listakona í Bandaríkjunum í dag. Dæmin eru mýmörg og því oftar sem saga er sögð verður hún raunverulegri, er eins og olía á fordómaelda og hefur áhrif á viðhorf samfélagsins með þeim hætti að það getur stofnað lífi fatlaðs fólks í hættu,“ segir að lokum í yfirlýsingu Tabú.

Hér má lesa yfirlýsingu Tabú í heild sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár