Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

„Flest fatl­að fólk er ham­ingju­samt,“ seg­ir Fem­in­íska fötl­un­ar­hreyf­ing­in Tabú, sem for­dæm­ir Sam­bíó­in fyr­ir að lýsa kvik­mynd­inni Me Before You sem „feel-good“ kvik­mynd. Segja fötl­un­ar­h­atr­ið ná nýj­um hæð­um.

Samkvæmt fordómum í kvikmyndum er betra að deyja en vera fatlaður

Feminíska fötlunarhreyfingin Tabú hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skilaboðum bandarísku kvikmyndarinnar Me Before You um fatlað fólk er mótmælt. Jafnframt mótmælir hreyfingin því að Sambíóin skuli skilgreina kvikmyndina sem „feel-good“ mynd.

„Við virðum frelsi fólks til þess að sækja þær kvikmyndir á markaðnum sem því sýnist en teljum það skyldu okkar að deila áhyggjum okkar, sorg og reiði yfir ýmsum atriðum sem varða kvikmyndina og eru meiðandi fyrir okkur sem búum við þann félagslega veruleika að vera fötluð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Tabú, en sambærilegar hreyfingar í Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og víðar hafa sömuleiðis fordæmt myndina.

Áður en lengra er haldið er ástæða til að vara áhugasama kvikmyndaunnendur við því að yfirlýsing Tabú greinir meðal annars frá veigamiklum atriðum úr söguþræði myndarinnar. Tabú telur hins vegar mikilvægt að samborgarar sínir taki upplýsta ákvörðun um hvort þeir vilji fjármagna kvikmynd sem niðurlægir og smánar fatlað fólk með því að sækja hana í kvikmyndahús.

Fötlun ekki andstæða við heilbrigði og hamingju

Yfirlýsing Tabú, sem fimmtán konur innan hreyfingarinnar undirrita, er í nokkrum liðum.

Í fyrsta lagi gagnrýnir hreyfingin þá sögu sem kvikmyndir segja, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður, en aðalpersóna myndarinnar fatlast á lífsleiðinni og vill enda líf sitt. „Kvikmyndin birtir þá sögu, enn eina ferðina, að það sé betra að deyja en að vera fatlaður ... Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg. Flest fatlað fólk er hamingjusamt og lífsglatt fólk sem ýmist þekkir ekki neitt annað en að lifa í sínum fatlaða líkama eða lærir inn á líf í fötluðum líkama. Fötlun er ekki andstæðan við heilbrigði og hamingju þó hún geti verið flókin og kerfisbundið staðsett neðarlega í valdapýramída flestra samfélaga heimsins – enda er lífið ekki ein tvíhyggja. Fötlun er margbreytileiki og á þátt í að skapa fjölmenningarsamfélag. Því ber að fagna,“ segir í yfirlýsingu Tabú. 

„Þessi síendurtekna mýta um fatlað fólk er skaðleg.“

Í öðru lagi segja þær söguna ekki taka á mikilvægi þess að fatlað fólk fái sálrænan stuðning og að fatlað fólk hitti annað fatlað fólk til þess að spegla sig í. „Fatlað fólk upplifir mikið misrétti, ofbeldi og býr við mikinn skort á tækifærum sem ófatlað fólk hefur. Jafnframt eru hugmyndir um fatlað fólk mjög neikvæðar og staðalímyndir einsleitar, smættandi og rótgrónar. Það er erfitt fyrir fólk sem hefur verið fatlað frá fæðingu sem og fólk sem fatlast seinna á ævinni. Það krefst mikillar vinnu og úrvinnslu áreitis sem getur stuðlað að kvíða, þunglyndi, áfallastreitu, síþreytu, áhyggjum o.fl. líkt og hjá öðrum jaðarsettum hópum. Í fæstum tilvikum leiðir þetta af sér sjálfsvíg en getur gert það enda er misrétti lífshættulegt á marga vegu. Sagan ‘Me before you’ fjallar ekkert um þetta og tekur þessa líðan fatlaðrar manneskju úr samfélagslegu og sögulegu samhengi. Hún endurspeglar þó þann veruleika fatlaðs fólks, sem birtist gagnrýnislaust í sögunni, að það er auðveldara að fá aðstoð til þess að deyja en að fá aðstoð til þess að lifa. Það eitt og sér er glæpur því við erum verðmætar manneskjur fyrir okkur sjálfum, ástvinum okkar og samfélagi.“

Me before you
Me before you Kvikmyndin segir ástarsögu fatlaðs manns.
 

Hættuleg mýta og dæmin mýmörg

Tabú gagnrýnir einnig leikaraval myndarinnar, en aðalpersónan er leikin af ófötluðum leikara. „Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju,“ segja þær meðal annars. 

Me Before You er ástarsaga, en aðalpersóna myndarinnar verður ástfangin af ófatlaðri aðstoðarkonu sinni. Í myndinni eru sýnd kynlífsatriði, en þó ekki með fatlaðri aðalpersónuninni. „Hér birtist enn önnur gömul tugga um kynleysi fatlaðs fólks,“ segja forsvarskonur Tabú og benda á að allt fatlað fólk geti stundað innihaldsríkt og gott kynlíf.

„Það er fyrir löngu hætt að láta hvítt fólk leika svart fólk í kvikmyndum enda niðurlægjandi og óviðeigandi í alla staði. Það sama gildir um ófatlaða leikara í hlutverki fatlaðrar manneskju.“

„Margir eru reiðir við fatlað fólk fyrir að gagnrýna söguna ‘Me before you’ og spyrja hvernig ein kvikmynd/bók/saga geti skipt nokkru máli. Málið er að það er ekki bara þessi eina saga. Þetta er hvorki í fyrsta eða síðasta sinn sem valdamikil öfl eins og bókmennta- og kvikmyndaheimurinn birtir fatlað fólk sem betur dáið en fatlað. Hver man ekki eftir boxaranum í ‘Million dollar baby’ sem fatlaðist og bað þjálfarann að drepa sig í kjölfarið? Sú kvikmynd er sögð byggja á sannsögulegum atburðum en raunin er sú að boxarinn vildi ekki deyja heldur er hún starfandi fötluð listakona í Bandaríkjunum í dag. Dæmin eru mýmörg og því oftar sem saga er sögð verður hún raunverulegri, er eins og olía á fordómaelda og hefur áhrif á viðhorf samfélagsins með þeim hætti að það getur stofnað lífi fatlaðs fólks í hættu,“ segir að lokum í yfirlýsingu Tabú.

Hér má lesa yfirlýsingu Tabú í heild sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
7
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
8
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
9
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
10
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu