Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé á morgun bólar ekki á sumrinu. Frost verður um allt land um helgina og ekki fyrirsjáanlegt að það hlýni á næstunni. Á laugardag verður 10 stiga frost á hálendinu. Í höfuðborginni verður eins stigs frost. Á sunnudag er spáð snjókomu um norðanvert landið. Frostið verður frá allt frá 1 gráðu og upp í 7.
Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, segir að þetta tíðarfar ráðist að miklu leyti af kuldanum í sjónum.
„Það verður kuldi í sex daga en hlýnar dálítið eftir 10 daga. Þá getur þetta farið að lagast," segir Páll sem fylgist grannt með öllu sem snýr að veðrinu.
Hann segir að ástandið sé óvenjulegt ef miðað sé við undanfarinn áratug þegar hlýindi hafi verið ráðandi. Ef miðað sé við söguna megi reikna með því að kaldara verði næstu árin.
Athugasemdir