Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sumarið kemur kannski eftir 10 daga

Frost og snjó­koma um helg­ina. Kulda­skeið að ganga í garð.

Sumarið kemur kannski eftir 10 daga
Kuldinn kemur Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir að sumarið komi ekki fyrr en eftir 10 daga.

Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé á morgun bólar ekki á sumrinu. Frost verður um allt land um helgina og ekki fyrirsjáanlegt að það hlýni á næstunni. Á laugardag verður 10 stiga frost á hálendinu. Í höfuðborginni verður eins stigs frost. Á sunnudag er spáð snjókomu um norðanvert landið. Frostið verður frá allt frá 1 gráðu og upp í 7. 

Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, segir að þetta tíðarfar ráðist að miklu leyti af kuldanum í sjónum. 

„Það verður kuldi í sex daga en hlýnar dálítið eftir 10 daga. Þá getur þetta farið að lagast," segir Páll sem fylgist grannt með öllu sem snýr að veðrinu. 

Hann segir að ástandið sé óvenjulegt ef miðað sé við undanfarinn áratug þegar hlýindi hafi verið ráðandi. Ef miðað sé við söguna megi reikna með því að kaldara verði næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár