Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sumarið kemur kannski eftir 10 daga

Frost og snjó­koma um helg­ina. Kulda­skeið að ganga í garð.

Sumarið kemur kannski eftir 10 daga
Kuldinn kemur Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir að sumarið komi ekki fyrr en eftir 10 daga.

Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé á morgun bólar ekki á sumrinu. Frost verður um allt land um helgina og ekki fyrirsjáanlegt að það hlýni á næstunni. Á laugardag verður 10 stiga frost á hálendinu. Í höfuðborginni verður eins stigs frost. Á sunnudag er spáð snjókomu um norðanvert landið. Frostið verður frá allt frá 1 gráðu og upp í 7. 

Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, segir að þetta tíðarfar ráðist að miklu leyti af kuldanum í sjónum. 

„Það verður kuldi í sex daga en hlýnar dálítið eftir 10 daga. Þá getur þetta farið að lagast," segir Páll sem fylgist grannt með öllu sem snýr að veðrinu. 

Hann segir að ástandið sé óvenjulegt ef miðað sé við undanfarinn áratug þegar hlýindi hafi verið ráðandi. Ef miðað sé við söguna megi reikna með því að kaldara verði næstu árin. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár