Þróunarsamvinnunefnd Íslands gagnrýnir áform Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að auka framlög Íslands til þróunaraðstoðar minna næstu ár en áður stóð til. Þetta kemur fram í umsögn við þingsályktunartillögu ráðherrans um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2016–2019.
„Þegar litið er til áætlunar um framlög íslenskra stjórnvalda fyrir árin 2016 til 2019 og hún borin saman við fyrri áætlun fyrir árin 2013-2016 er ekki um jákvæða þróun að ræða,“ segir í umsögninni sem er undirrituð af Maríönnu Traustadóttur, formanni Þróunarsamvinnunefndar og Hauki Má Haraldssyni, varaformanni.
Athugasemdir