Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Telur LÍN frumvarpið ekki í hópi mála sem hægt sé að afgreiða fyrir kosningar

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son ekki í hópi sam­stöðu­mála sem hægt verði að ljúka fyr­ir þing­kosn­ing­ar. Frum­varp­ið hef­ur hlot­ið tals­verða gagn­rýni og er sagt skerða jafn­rétti til náms.

Telur LÍN frumvarpið ekki í hópi mála sem hægt sé að afgreiða fyrir kosningar

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarp menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna ekki í hópi samstöðumála sem hægt sé að ljúka á Alþingi fyrir kosningar. Hún segir frumvarpið aðför að jafnrétti til náms. Tekjulágt fólk muni lenda í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar og að sú breyting að aðeins verði lánað til sjö ára muni fyrst og fremst hafa áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanáms. „Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði,“ segir Svandís í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum

Svandís er ekki sú fyrsta sem gerir alvarlegar athygasemdir við námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar. Bandalag háskólamanna sendi menntamálaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpið og lýsti þungum áhyggjum af greiðslubyrði lántakenda sem tilheyra láglaunastéttum háskólamenntaðra og hópum sem standa félagslega veikt að vígi. Fyrirkomulagið geri það einnig að verkum að fjölskyldufólk og einstæðir foreldrar muni skulda almennt meiri námslán að loknu námi en þeir sem einstæðir eru. 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, hafa sömuleiðis sagt frumvarpið skerða jafnrétti til náms. Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður Samtaka íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, hefur einnig sagt að ekkert samráð hafi verið við samtökin við gerð frumvarpsins. 

Samkvæmt frumvarpinu verður stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna heimilað að útvista daglegum rekstri sjóðsins til einkafyrirtækis. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, spurði meðal annars hvort breytingarnar væru liður í einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar. 

„Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið.“

„Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum,“ skrifar Svandís. „Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár