Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segja lyfjakostnað vanáætlaðan um að minnsta kosti 700 milljónir í fjárlagafrumvarpinu

Heil­brigð­is­starfs­fólk ótt­ast að „sjúk­ling­ar fái ekki sam­bæri­lega lyfja­með­ferð og tíðk­ast í lönd­um sem við kjós­um að bera okk­ur sam­an við,“ sam­kvæmt um­sögn við fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, starf­andi fjár­mála­ráð­herra. Veru­legt ósam­ræmi er milli fjár­laga og raun­veru­legr­ar lyfja­notk­un­ar í heil­brigðis­kerf­inu.

Segja lyfjakostnað vanáætlaðan um að minnsta kosti 700 milljónir í fjárlagafrumvarpinu

Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp vanáætlar útgjöld til lyfjamála á næsta ári um að minnsta kosti 700 milljónir króna. Þetta er fullyrt í umsögn Félags atvinnurekenda, Frumtaka og Samtökum verslunar og þjónustu sem birtist á vef Alþingis í morgun. 

„Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er nú gert ráð fyrir að útgjöld vegna S-merktra lyfja fari um 9% fram yfir fjárheimildir ársins en eitthvað minna þegar horft er til almennra lyfja. Þessi staða er nú að koma upp enn eitt árið og ljóst, verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp óbreytt að lögum, að enn og aftur er verulegt ósamræmi milli fjárlaga annars vegar og raunverulegrar lyfjanotkunar í heilbrigðiskerfinu hins vegar,“ segir í umsögninni. 

Bent er á að með áframhaldandi breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og fjölgun sjúklinga aukist þunginn í heilbrigðiskerfinu. Því sé með öllu óskiljanlegt að lagt sé fram fjárlagafrumvarp sem taki ekki mið af þeim raunveruleika sem notkunartölur og áætlanir Sjúkratrygginga gera ráð fyrir. „Ljóst er að frumvarpið vanáætlar útgjöld til lyfjamála á næsta ári í það minnsta um 700 milljónir króna, miðað við reynslu undanfarinna ára. Ekki verður annað séð en að afleiðingar þessarar vanáætlunar verði þær sömu og undanfarin ár; að fé til kaupa á sjúkrahúslyfjum verður uppurið á haustmánuðum. Hjá heilbrigðisstarfsmönnum eru skiljanlega áhyggjur af því að sjúklingar fái ekki sambærilega lyfjameðferð og tíðkast í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár