Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segja lyfjakostnað vanáætlaðan um að minnsta kosti 700 milljónir í fjárlagafrumvarpinu

Heil­brigð­is­starfs­fólk ótt­ast að „sjúk­ling­ar fái ekki sam­bæri­lega lyfja­með­ferð og tíðk­ast í lönd­um sem við kjós­um að bera okk­ur sam­an við,“ sam­kvæmt um­sögn við fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, starf­andi fjár­mála­ráð­herra. Veru­legt ósam­ræmi er milli fjár­laga og raun­veru­legr­ar lyfja­notk­un­ar í heil­brigðis­kerf­inu.

Segja lyfjakostnað vanáætlaðan um að minnsta kosti 700 milljónir í fjárlagafrumvarpinu

Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp vanáætlar útgjöld til lyfjamála á næsta ári um að minnsta kosti 700 milljónir króna. Þetta er fullyrt í umsögn Félags atvinnurekenda, Frumtaka og Samtökum verslunar og þjónustu sem birtist á vef Alþingis í morgun. 

„Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er nú gert ráð fyrir að útgjöld vegna S-merktra lyfja fari um 9% fram yfir fjárheimildir ársins en eitthvað minna þegar horft er til almennra lyfja. Þessi staða er nú að koma upp enn eitt árið og ljóst, verði fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp óbreytt að lögum, að enn og aftur er verulegt ósamræmi milli fjárlaga annars vegar og raunverulegrar lyfjanotkunar í heilbrigðiskerfinu hins vegar,“ segir í umsögninni. 

Bent er á að með áframhaldandi breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og fjölgun sjúklinga aukist þunginn í heilbrigðiskerfinu. Því sé með öllu óskiljanlegt að lagt sé fram fjárlagafrumvarp sem taki ekki mið af þeim raunveruleika sem notkunartölur og áætlanir Sjúkratrygginga gera ráð fyrir. „Ljóst er að frumvarpið vanáætlar útgjöld til lyfjamála á næsta ári í það minnsta um 700 milljónir króna, miðað við reynslu undanfarinna ára. Ekki verður annað séð en að afleiðingar þessarar vanáætlunar verði þær sömu og undanfarin ár; að fé til kaupa á sjúkrahúslyfjum verður uppurið á haustmánuðum. Hjá heilbrigðisstarfsmönnum eru skiljanlega áhyggjur af því að sjúklingar fái ekki sambærilega lyfjameðferð og tíðkast í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár