Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Ut­an­að­kom­andi vinnu­staða­sál­fræð­ing­ur verð­ur feng­inn til þess að taka út vinnu­um­hverf­ið á Stíga­mót­um eft­ir yf­ir­lýs­ingu Thelmu Ás­dís­ar­dótt­ur um að níu fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta taki und­ir frá­sögn Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar af einelti og and­legu of­beldi á vinnu­staðn­um.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Stígur til hliðar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan vinnustaðasálfræðingur tekur út starfsumhverfið á Stígamótum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur til hliðar eftir yfirlýsingu níu fyrrverandi starfsmanna sem sögðust trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum þegar hún starfaði þar, vegna þess að þeir höfðu sambærilega reynslu af störfum á vettvangi Stígamóta. 

Frá þessu var greint í yfirlýsingu samtakanna á Facebook fyrr í dag. Þar segir að stjórn og starfshópur Stígamóta taki yfirlýsingu hópsins alvarlega og að þegar hafi verið haft samband við Vinnueftirlitið sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við meðferð málsins. Til standi að gera úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur mun taka verkefnið að sér. Á meðan stígur Guðrún til hliðar en Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki.  

Áður höfðu stjórn og starfshópur fundað án Guðrúnar og komist að þeirri niðurstöðu að innan hópsins ríkti fullt traust til hennar. Í kjölfarið var send út yfirlýsing þess efnis að reynsla þeirra væri önnur, en þeim þætti leitt að Helga hefði upplifað samstarfið með þessum hætti.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, sendi yfirlýsingu í gær um að níu ónafngreindir fyrrverandi starfsmenn tækju undir reynslu Helgu Baldvinsdóttur og væru að minnsta kosti sumir þeirra tilbúnir að stíga fram. 

„Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár