Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Ut­an­að­kom­andi vinnu­staða­sál­fræð­ing­ur verð­ur feng­inn til þess að taka út vinnu­um­hverf­ið á Stíga­mót­um eft­ir yf­ir­lýs­ingu Thelmu Ás­dís­ar­dótt­ur um að níu fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta taki und­ir frá­sögn Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar af einelti og and­legu of­beldi á vinnu­staðn­um.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Stígur til hliðar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan vinnustaðasálfræðingur tekur út starfsumhverfið á Stígamótum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur til hliðar eftir yfirlýsingu níu fyrrverandi starfsmanna sem sögðust trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum þegar hún starfaði þar, vegna þess að þeir höfðu sambærilega reynslu af störfum á vettvangi Stígamóta. 

Frá þessu var greint í yfirlýsingu samtakanna á Facebook fyrr í dag. Þar segir að stjórn og starfshópur Stígamóta taki yfirlýsingu hópsins alvarlega og að þegar hafi verið haft samband við Vinnueftirlitið sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við meðferð málsins. Til standi að gera úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur mun taka verkefnið að sér. Á meðan stígur Guðrún til hliðar en Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki.  

Áður höfðu stjórn og starfshópur fundað án Guðrúnar og komist að þeirri niðurstöðu að innan hópsins ríkti fullt traust til hennar. Í kjölfarið var send út yfirlýsing þess efnis að reynsla þeirra væri önnur, en þeim þætti leitt að Helga hefði upplifað samstarfið með þessum hætti.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, sendi yfirlýsingu í gær um að níu ónafngreindir fyrrverandi starfsmenn tækju undir reynslu Helgu Baldvinsdóttur og væru að minnsta kosti sumir þeirra tilbúnir að stíga fram. 

„Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár