Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Ut­an­að­kom­andi vinnu­staða­sál­fræð­ing­ur verð­ur feng­inn til þess að taka út vinnu­um­hverf­ið á Stíga­mót­um eft­ir yf­ir­lýs­ingu Thelmu Ás­dís­ar­dótt­ur um að níu fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta taki und­ir frá­sögn Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar af einelti og and­legu of­beldi á vinnu­staðn­um.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Stígur til hliðar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan vinnustaðasálfræðingur tekur út starfsumhverfið á Stígamótum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur til hliðar eftir yfirlýsingu níu fyrrverandi starfsmanna sem sögðust trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum þegar hún starfaði þar, vegna þess að þeir höfðu sambærilega reynslu af störfum á vettvangi Stígamóta. 

Frá þessu var greint í yfirlýsingu samtakanna á Facebook fyrr í dag. Þar segir að stjórn og starfshópur Stígamóta taki yfirlýsingu hópsins alvarlega og að þegar hafi verið haft samband við Vinnueftirlitið sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við meðferð málsins. Til standi að gera úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur mun taka verkefnið að sér. Á meðan stígur Guðrún til hliðar en Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki.  

Áður höfðu stjórn og starfshópur fundað án Guðrúnar og komist að þeirri niðurstöðu að innan hópsins ríkti fullt traust til hennar. Í kjölfarið var send út yfirlýsing þess efnis að reynsla þeirra væri önnur, en þeim þætti leitt að Helga hefði upplifað samstarfið með þessum hætti.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, sendi yfirlýsingu í gær um að níu ónafngreindir fyrrverandi starfsmenn tækju undir reynslu Helgu Baldvinsdóttur og væru að minnsta kosti sumir þeirra tilbúnir að stíga fram. 

„Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár