Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Ut­an­að­kom­andi vinnu­staða­sál­fræð­ing­ur verð­ur feng­inn til þess að taka út vinnu­um­hverf­ið á Stíga­mót­um eft­ir yf­ir­lýs­ingu Thelmu Ás­dís­ar­dótt­ur um að níu fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta taki und­ir frá­sögn Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar af einelti og and­legu of­beldi á vinnu­staðn­um.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Stígur til hliðar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan vinnustaðasálfræðingur tekur út starfsumhverfið á Stígamótum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur til hliðar eftir yfirlýsingu níu fyrrverandi starfsmanna sem sögðust trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum þegar hún starfaði þar, vegna þess að þeir höfðu sambærilega reynslu af störfum á vettvangi Stígamóta. 

Frá þessu var greint í yfirlýsingu samtakanna á Facebook fyrr í dag. Þar segir að stjórn og starfshópur Stígamóta taki yfirlýsingu hópsins alvarlega og að þegar hafi verið haft samband við Vinnueftirlitið sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við meðferð málsins. Til standi að gera úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur mun taka verkefnið að sér. Á meðan stígur Guðrún til hliðar en Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki.  

Áður höfðu stjórn og starfshópur fundað án Guðrúnar og komist að þeirri niðurstöðu að innan hópsins ríkti fullt traust til hennar. Í kjölfarið var send út yfirlýsing þess efnis að reynsla þeirra væri önnur, en þeim þætti leitt að Helga hefði upplifað samstarfið með þessum hætti.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, sendi yfirlýsingu í gær um að níu ónafngreindir fyrrverandi starfsmenn tækju undir reynslu Helgu Baldvinsdóttur og væru að minnsta kosti sumir þeirra tilbúnir að stíga fram. 

„Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár