Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Ut­an­að­kom­andi vinnu­staða­sál­fræð­ing­ur verð­ur feng­inn til þess að taka út vinnu­um­hverf­ið á Stíga­mót­um eft­ir yf­ir­lýs­ingu Thelmu Ás­dís­ar­dótt­ur um að níu fyrr­ver­andi starfs­menn Stíga­móta taki und­ir frá­sögn Helgu Bald­vins­dótt­ur Bjarg­ar af einelti og and­legu of­beldi á vinnu­staðn­um.

Talskona Stígamóta stígur til hliðar
Stígur til hliðar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta stígur til hliðar á meðan vinnustaðasálfræðingur tekur út starfsumhverfið á Stígamótum.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, stígur til hliðar eftir yfirlýsingu níu fyrrverandi starfsmanna sem sögðust trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum þegar hún starfaði þar, vegna þess að þeir höfðu sambærilega reynslu af störfum á vettvangi Stígamóta. 

Frá þessu var greint í yfirlýsingu samtakanna á Facebook fyrr í dag. Þar segir að stjórn og starfshópur Stígamóta taki yfirlýsingu hópsins alvarlega og að þegar hafi verið haft samband við Vinnueftirlitið sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við meðferð málsins. Til standi að gera úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta. Vinnustaðasálfræðingur mun taka verkefnið að sér. Á meðan stígur Guðrún til hliðar en Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki.  

Áður höfðu stjórn og starfshópur fundað án Guðrúnar og komist að þeirri niðurstöðu að innan hópsins ríkti fullt traust til hennar. Í kjölfarið var send út yfirlýsing þess efnis að reynsla þeirra væri önnur, en þeim þætti leitt að Helga hefði upplifað samstarfið með þessum hætti.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, sendi yfirlýsingu í gær um að níu ónafngreindir fyrrverandi starfsmenn tækju undir reynslu Helgu Baldvinsdóttur og væru að minnsta kosti sumir þeirra tilbúnir að stíga fram. 

„Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku,“ sagði í yfirlýsingunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár