Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fleiri taka undir ásakanir um ofbeldi á Stígamótum

Yf­ir­lýs­ing frá hópi kvenna var send á fjöl­miðla í dag.

Fleiri taka undir ásakanir um ofbeldi á Stígamótum
Talsmaður hópsins Thelma Ásdísardóttir starfaði sem ráðgjafi á Stígamótum en lét af störfum þar og stofnaði annað úrræði fyrir þolendur ofbeldis. Hún fer núna fyrir hópi fyrrverandi starfsmanna Stígamóta sem lýsa misjafnri reynslu sinni. Hún er sjálf þolandi ofbeldis og lýsti reynslu sinni í bókinni Myndin af pabba. Mynd: Kristinn Magnússon

Níu fyrrverandi starfsmenn Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast trúa frásögn Helgu Baldvinsdóttur Bjargar af einelti og andlegu ofbeldi á Stígamótum, vegna þess að þeir búi yfir sambærilegri reynslu af því að hafa starfað á vettvangi Stígamóta.

Thelma Ásdísardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, skrifar undir yfirlýsinguna sem var send á fjölmiðla rétt í þessu og er svo hljóðandi: Í kjölfarið af pistli Helgu Baldvins Bjargar viljum við lýsa því yfir að við trúum henni enda höfum við allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Við skorum hér með á framkvæmdahóp Stígamóta til þess að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku.

Yfirlýsingin er send vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargar birti þann 21. júní síðastliðinn og viðbragða starfsfólks Stígamóta í kjölfarið. 

Send heim eftir ákall um óháðan vinnusálfræðing  

Vika er síðan stjórn og starfsfólk Stígamóta sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fullu trausti var lýst yfir starfskonu, sem ekki var nafngreind, en var sögð stjórna öllu á vinnustaðnum í pistli eftir Helgu Baldvinsdóttur Bjargar, fyrrverandi starfsmann Stígamóta.

Skilaði skömminniHelga Baldvinsdóttir Bjargar steig fram í síðustu viku og sagðist verið í ofbeldissambandi við fyrrverandi vinnustað sinn, Stígamót.

Í pistlinum greindi Helga frá því að þrátt fyrir yfirlýsingar um flatan strúktúr á vinnustaðnum væri óumdeildur leiðtogi í hópnum sem öllu réði. Viðkomandi hefði skammað starfsmann „eins og hund“ á starfsmannafundi fyrir framan alla og grætt Helgu í handleiðslu fyrir allan hópinn. Sagðist hún hafa verið í ofbeldissambandi við vinnustaðinn, þar sem hún hefði verið lögð í einelti og upplifað andlegt ofbeldi.

Hún óskaði því eftir aðkomu óháðs vinnusálfræðings frá stéttarfélaginu, til að taka út eineltismenningu. Póstinum, sem var sendur á alla starfsmenn, var ekki svarað efnislega, en viðtöl Helgu við skjólstæðinga voru afbókuð, ráðstefnuferð til Berlínar var tekin af henni og þegar hún mætti aftur til vinnu daginn eftir var henni gert að fara heim að bíða svara. Svörin bárust hins vegar ekki fyrr en vinnusálfræðingur BHM hringdi á eftir þeim og var tjáð að Stígamót sæu enga ástæðu til að kalla til óháða sérfræðinga og litið væri á bréf Helgu sem uppsögn. Málinu lyktaði svo með því að Helga fékk uppsagnarbréf sent heim í ábyrgðarpósti. Í millitíðinni hafði verið lokað fyrir aðganginn hennar að tölvupóstinum en opnað á nýjan aðgang svo annað starfsfólk hefði aðgang að upplýsingum sem voru í póstinum hennar.  

„Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis“

Pistil Helgu er hægt er að lesa í heild sinni hér: Að skila skömminni.

Þar segir hún meðal annars að á Stígamótum sé enginn ráðningarsamningur, enginn starfslýsing og engar verklagsreglur, en skap og geðþótti hafi gjarna ráðið för. Það hafi þótt kostur að hún væri sjálf þolandi ofbeldis þar til það var síðan notað gegn henni. Að grafískar lýsingar á ofbeldinu sem skjólstæðingar Stígamóta voru beittir hafi verið hafðar eftir með öllum starfshópnum og gerendur nafngreindir. Takmarkaðar árangursmælingar hafi verið gerðar á starfinu, en rannsókn á áfallastreitu og sjálfskaðahegðun þeirra sem leita og hafa lengi verið í viðtölum á Stígamótum sýni sláandi niðurstöður, að eftir að hún hætti á Stígamótum hafi aðeins ein úr starfshópnum verið áfram í samskiptum við hana, aðrar hafi lokað á hana. Að hún hafi þurft að takast aftur á við áfallastreitu eftir reynslu sína af Stígamótum. 

„Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis. Skammist ykkar fyrir að bregðast við ákalli um hjálp vegna eineltis á vinnustað með því að reka viðkomandi. Skömmin er alfarið ykkar!“ sagði Helga. 

Talskona StígamótaGuðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta og hefur verið í forsvari fyrir samtökin undanfarin ár.

Reynsla starfshópsins önnur 

Sem fyrr segir sendi stjórn og starfshópur Stígamóta frá sér yfirlýsingu samdægurs, þar sem fram kom að reynsla starfsfólksins af leiðtoga hópsins væri önnur. „Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ sagði í yfirlýsingunni. 

„Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi“

„Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.“

Stígamót voru stofnuð árið 1990, eftir baráttu fyrir bættri þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis og byggðu á hugmyndafræði sjálfboðaliðahópa. Í dag starfa þar ellefu manns sem sinna ráðgjöf, fræðslu, pólitísku starfi, fjáröflun og öðru sem til fellur, að því er fram kemur á heimasíðu samtakanna. Þar segir jafnframt að ábyrgð í daglegu starfi deili starfsfólkið jafnt en verkaskipting innan starfshópsins hafi aukist á síðustu árum. Grundvallaratriði í starfseminni sé að fólk sem kemur til Stígamóta geti treyst því að sagan þeirra sé í öruggum höndum, og því ríki fullkominn trúnaður. Númerabirtir sé til dæmis ekki til staðar svo fólk geti hringt án þess að hægt sé að bera kennsl á það. 

Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta, segir í yfirlýsingu starfsfólksins, en þar sem það getur verið erfitt að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum væri starfshópurinn í sameiginlegri handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess sem starfsfólki býðst einkahandleiðsla. Á þessum fundum væri rætt um mál en ekki persónur. „Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár