Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svara ásökunum um ofbeldi á Stígamótum: „Vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur“

„Okk­ur þyk­ir mjög leitt að fyrr­um sam­starfs­kona okk­ur hafi upp­lif­að sam­skipti sín við okk­ur sem of­beldi og tök­um við mál­inu af fullri al­vöru,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá stjórn og starfs­fólki Stíga­móta.

Svara ásökunum um ofbeldi á Stígamótum: „Vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur“
Talskona Stígamóta Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

 Stjórn og starfsfólk Stígamóta hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Helgu Baldvinsdóttur Bjargar um einelti og andlegt ofbeldi á vinnustaðnum er svarað. „Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu,“ segir í yfirlýsingunni, en þar kemur jafnframt fram að starfsfólk Stígamóta geti ekki svarað gagnrýninni frekar án þess að brjóta trúnað við fyrrverandi starfskonu, og það muni það ekki gera. Ekki hefur náðst í Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, í síma í dag. 

Í nótt birti Helga Baldvinsdóttur Bjargar pistil á Facebook-síðu sinni, þar sem hún sagðist hafa verið í ofbeldissambandi við fyrrum vinnustað sinn, Stígamót. Í yfirlýsingu frá starfsfólki og stjórn Stígamóta segir að þeim þyki leitt að hún hafi upplifað samskiptin sem ofbeldi og að málinu sé tekið af fullri alvöru.

Pistill Helgu var birtur í heild sinni á síðu Stundarinnar og hægt er að lesa hann hér: Að skila skömminni.

Þykjustunni lýðræði 

Helga er lögfræðimenntuð og var ráðin til Stígamóta til að gera Stígamót aðgengilegri fyrir fatlaða brotaþola ofbeldis. „Sú staðreynd að ég er sjálf brotaþoli kynferðisofbeldis og hef notað þjónustu Stígamóta í minni batavinnu taldist kostur. Eða alveg þangað til það var notað gegn mér. 

Sakar Stígamót um ofbeldiHelga Baldvinsdóttir Bjargar skrifaði pistil í nótt þar sem hún lýsti upplifun sinni af því að starfa fyrir Stígamót.

Ég er ráðin inn á þeim grundvelli að á Stígamótum ríki flatur strúktúr og að allur starfshópurinn taki sameiginlegar ákvarðanir. Þannig er það ekki í raun. Það er svona þykjustunni lýðræði þar sem við þykjumst hlusta á raddir allra en við vitum öll hver ræður. Það fer eftir skapi hverju sinni hversu vel er tekið í hugmyndir frá öðrum,“ sagði í pistli Helgu, sem var meðal annars birtur í heild sinni á Stundinni.

Þá sagðist hún hafa fengið ónotatilfinningu á fyrsta starfsmannafundinum þar sem „sú sem öllu ræður skammaði starfskonu eins og hund fyrir framan alla, fyrir yfirsjón sem taldist alvarleg að mati hæstráðanda.“ Sjálf hafi hún ítrekað upplifað að vera sett fyrir verkefni með engum fyrirmælum en uppskera skammir fyrir að hafa farið út fyrir ákveðið verklag, sem var óljóst eða henni ókunnugt. „Á Stígamótum er enginn ráðningarsamningur, engar verklagsreglur og engin starfslýsing.“

Í yfirlýsingu frá starfsfólki Stígamóta segir: „Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.“

Menntun starfsfólks 

Gagnrýni hennar sneri meðal annars að skorti á fagmennsku og menntun ráðgjafa. „Því er ítrekað haldið fram að allir starfsmenn hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi. Það er ekki rétt. Ég sé ekki hvernig t.d. bókmenntafræði eða ferðamálafræði nýtist sem faglegur grunnur í ráðgjafarvinnu með brotaþolum kynferðisofbeldis,“ sagði Helga.

Í yfirlýsingu Stígamóta kemur fram að allt starfsfólkið hafi háskólamenntun. Þar séu tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.

Ræða mál en ekki persónur

„Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.

„Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.“

Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál,“ segir í yfirlýsingu Stígamóta. 

Er þar vísað til þess að Helga gagnrýndi hvernig ráðgjafar Stígamóta tala um málefni skjólstæðinga sín á milli. „Mér fannst t.d. ófaglegt að allur starfshópur Stígamóta hittist aðra hverja viku og ræði um mál skjólstæðinga sinna, oft með nafni. En þeim finnst það nauðsynlegt því „við eigum að geta haldið á þessu öll saman.“

Mér fannst ófaglegt að mér hafi verið tjáð nöfn á fjölmörgum þjóðþekktum einstaklingum sem sakaðir hafa verið um að brjóta kynferðislega á þeim sem leitað hafa til Stígamóta. Ísland er pínulítið land og ég sé ekki hvers ég er bættari að búa yfir þessum upplýsingum. En þeim finnst það nauðsynlegt því „við eigum að geta haldið á þessu öll saman.““

Uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti 

Helga greindi svo frá því að þann 5. október í fyrra hefði hún verið tekin fyrir og skömmuð fyrir framan allan hópinn þar til hún brotnaði niður. Í kjölfarið hafi hún kvartað undan andlegu ofbeldi og leitað til eineltisfulltrúa Vinnumálastofnunar og vinnustaðasálfræðings frá stéttarfélaginu, BHM. Með bréfi til Stígamóta hafi hún óskað eftir aðkomu óháðra vinnustaðasálfræðinga eða að öðrum kosti semja um starfslok.

Áður en erindinu hafi verið svarað hafi verið búið að taka af henni ráðstefnuferð til Berlínar og afbóka öll viðtöl hennar við skjólstæðinga. Þegar hún mætti daginn eftir hafi hún verið send heim þar til afstaða hefði verið tekin til málsins. Tölvupóstinum hennar hafi þá verið lokað og nýr aðgangur stofnaður að honum svo aðrir starfsmenn kæmust inn á póstinn til að finna upplýsingar um fræðslu sem hún átti að vera með í FB daginn eftir. Hún hafi í raun ekki fengið svar fyrr en vinnusálfræðingur BHM hringdi á eftir því og fékk þau svör að litið væri á bréfið hennar sem uppsögn. Málinu lyktaði með því að stjórn Stígamóta sendi henni uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti.

Helga tók við sem framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, en sagðist hafa brunnið út á hálfu ári. Nú væri hún komin aftur með áfallastreitu, gamlar afleiðingar kynferðisofbeldis og slæma sjálfsmynd. „Þetta er það sem ofbeldi gerir. Það grefur undan tilverurétti þess sem fyrir því verður. Ég er samt í góðum höndum. Ég er í þeirri forréttindastöðu að geta borgað fyrir eigin áfallameðferð. Aftur.“

Hún lauk pistli sínum síðan á þessum orðum: „Skammist ykkar þið sem vinnið á Stígamótum og beitið svo sjálf ofbeldi og gerið lítið úr fólki fyrir að vera með afeiðingar kynferðisofbeldis. Skammst ykkar fyrir að bregðast við ákalli um hjálp vegna eineltis á vinnustað með því að reka viðkomandi. Skömmin er alfarið ykkar!“

Yfirlýsingin í heild sinni

Vegna frásagnar fyrrverandi starfskonu sendum við frá okkur eftirfarandi:

Það er fjarri því að Stígamót séu hafin yfir gagnrýni og það er hárrétt að vinnustaðurinn okkar er ekkert venjulegur. Okkur þykir mjög leitt að fyrrum samstarfskona okkur hafi upplifað samskipti sín við okkur sem ofbeldi og tökum við málinu af fullri alvöru.

Trúnaður er forsenda starfs okkar

Verst þykir okkur að vera sökuð um trúnaðarbrest gagnvart Stígamótafólki. Trúnaður og traust er forsenda starfs Stígamóta. Starf okkar snýst um að hlusta á lýsingar á grófum mannréttindabrotum. Þau getur verið erfitt að hýsa og bera og óhugsandi er að ræða þau utan vinnustaðarins.

Leið okkar til þess að vera eins fagleg og við mögulega getum, er að hafa sameiginlega handleiðslu hálfsmánaðarlega undir stjórn faglærðs utanaðkomandi sérfræðings sem gætir hlutleysis. Auk þess býðst öllu starfsfólki einkahandleiðsla. Í bókunarkerfinu okkar er fólk aðeins skráð undir fornafni og í handleiðslu ræðum við „mál“ en ekki persónur. Stundum koma fornöfn til tals, en allur fókusinn er á málinu og hvernig best sé hægt að verða að liði. Með þessu móti fullyrðum við að hjálpin sem fólki býðst á Stígamótum sé mun faglegri og betri en ef hvert og eitt okkar þættist óskeikult. Það sem hefur reynst okkur vel til þess að geta hjálpað best í erfiðum málum er að hópurinn haldi á þeim saman. Þessi aðferð er alþekkt og notuð af mörgum faghópum sem vinna með svona alvarleg mál.

Um menntun og fagmennsku

Varðandi menntun starfshópsins skal því haldið til haga að á Stígamótum hefur allt starfsfólk háskólamenntun. Hér vinna tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, listmeðferðarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur, þrír kynjafræðingar með ýmsa aðra háskólamenntun, einn bókmenntafræðingur og einn kennari.

Fellur okkur það þungt að starfshópurinn allur hafi verið sakaður um ofbeldi og einkum að ein úr hópnum hafi verið tekin sérstaklega fyrir í þeim efnum. Starfshópurinn fundaði án þeirrar sem ásökuð er um að stjórna ofbeldinu og var niðurstaðan sú að starfsfólk Stígamóta hefur ekki sömu upplifun og ber fullt traust til viðkomandi starfskonu.

Að öðru leyti getum við ekki svarað gagnrýninni nema brjóta trúnað gagnvart fyrrverandi starfskonu og það ætlum við ekki að gera. Því sendum við frá okkur þessa yfirlýsingu.

Reykjavík 21. júní 2017

Stjórn og starfshópur Stígamóta

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár