Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sýrlensk flóttabörn framleiða föt fyrir H&M

Tísku­versl­an­irn­ar Next og H&M við­ur­kenna að sýr­lensk flótta­börn hafi fund­ist við störf í verk­smiðj­um þeirra í Tyrklandi. Fé­lög­in lofa bót og betr­un.

Sýrlensk flóttabörn framleiða föt fyrir H&M

Sýrlensk flóttabörn starfa í fataverksmiðjum tískuverslananna H&M og Next í Tyrklandi. Breski fjölmiðillinn Independant greinir frá þessu. Samkvæmt frétt Independant kunna þó flóttabörn að starfa í fleiri fataverksmiðjum í Tyrklandi, þar sem H&M og Next voru einungis þau fyrirtæki sem viðurkenndu það. Því er ekki harla ólíklegt að sýrlensk flóttabörn hafi framleitt föt fyrir fleiri fyrirtæki. Margir Íslendingar versla í H&M þegar þeir ferðast til útlanda meðan verslunin Next er í Smáralind.

Tyrkland er einn stærsti framleiðandi fata í heiminum á eftir þriðja heims ríkjum eins og Kína, Kambódíu og Bangladesh. Fyrir utan H&M og Next eru fyrirtæki eins og Topshop, Zara, Burberry, Marks & Spencer og Asos með fataverksmiðjur í Tyrklandi. Hér skal tekið fram að upplýsingar um sýrlensk flóttabörn í verksmiðjum koma beint frá umræddum félögum. Félögin tvö viðkenndu þegar þau voru spurð að slíkt hafi komið upp. Önnur félög neituðu einfaldlega. H&M og Next hafa heitið því að þeim börnum sem finnist í verksmiðjunum verði vísað aftur í skóla og munu félögin aðstoða fjölskyldur þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár