Sýrlensk flóttabörn starfa í fataverksmiðjum tískuverslananna H&M og Next í Tyrklandi. Breski fjölmiðillinn Independant greinir frá þessu. Samkvæmt frétt Independant kunna þó flóttabörn að starfa í fleiri fataverksmiðjum í Tyrklandi, þar sem H&M og Next voru einungis þau fyrirtæki sem viðurkenndu það. Því er ekki harla ólíklegt að sýrlensk flóttabörn hafi framleitt föt fyrir fleiri fyrirtæki. Margir Íslendingar versla í H&M þegar þeir ferðast til útlanda meðan verslunin Next er í Smáralind.
Tyrkland er einn stærsti framleiðandi fata í heiminum á eftir þriðja heims ríkjum eins og Kína, Kambódíu og Bangladesh. Fyrir utan H&M og Next eru fyrirtæki eins og Topshop, Zara, Burberry, Marks & Spencer og Asos með fataverksmiðjur í Tyrklandi. Hér skal tekið fram að upplýsingar um sýrlensk flóttabörn í verksmiðjum koma beint frá umræddum félögum. Félögin tvö viðkenndu þegar þau voru spurð að slíkt hafi komið upp. Önnur félög neituðu einfaldlega. H&M og Next hafa heitið því að þeim börnum sem finnist í verksmiðjunum verði vísað aftur í skóla og munu félögin aðstoða fjölskyldur þeirra.
Athugasemdir