Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sykurleysi og aðrar matartískudellur

Nanna Rögn­vald­ar skrif­ar um nýj­ustu dell­una í mataræði. „Við er­um alltaf að leita að skyndi­lausn­um eða töfra­lausn­um - ein­hverju ein­földu sem virk­ar.“

Sykurleysi og aðrar  matartískudellur

Tískudellur hafa verið mjög áberandi í matarheiminum síðustu árin. Nú ætla ég að taka fram að ég nota orðið della ekki í neikvæðri merkingu, dellur geta alveg verið jákvæðar og skynsamlegar, það vantar ekki. Og ég fæ dellur rétt eins og aðrir.
Sumar dellur – eða trend, ef þið viljið það frekar – hafa snúist um hráefni sem einn daginn er óþekkt, lítið þekkt eða þykir ekki sérlega fínt en allt í einu getur maður varla opnað blað eða nýja matreiðslubók eða skoðað blogg svo að þetta blasi ekki við í öðrum hverjum rétti. Sól­þurrkaðir tómatar, hindberjaedik, kletta­salat, beikon, blómkál, granateplafræ ... Stundum eru þetta tilteknir réttir eða tegundir rétta sem allir eru með sína útgáfu af, flestar þó hver annarri líkar – bollakökur, döðlugott, kökupinnar, mexíkósk kjúklingasúpa – og maður situr og hugsar bíddu, þurfum við virkilega enn eina uppskrift að ristuðum grænkálsflögum, eru þessar 350 sem hægt er að finna á netinu í fljótu bragði ekki nóg? Og jú, ég er alveg jafnsek um þetta og aðrir þótt ég hafi reyndar aldrei birt uppskrift að ristuðum grænkálsflögum. Það munaði þó litlu einu sinni.

Svo eru það allar hollustudellurnar. Við erum alltaf að leita að skyndilausnum eða töfralausnum – einhverju einföldu sem virkar. Eins og að sleppa tilteknum þáttum úr mataræðinu eða takmarka notkun þeirra – sem getur alveg virkað – eða setja allt traust á einhverjar hráefnistegundir sem hafa á sér hollustustimpil og trúa því að ef við notum þær muni þær bjarga öllu – en það virkar ekki. Fyrir fáeinum árum var eins og það dygði að hafa spelt, agavesíróp eða vínsteinslyftiduft í kökuuppskrift, þar með mátti kalla kökuna holla, sama hvað annað var í henni. Svo kom í ljós að speltið var lítið eða ekkert hollara en annað hveiti og agavesírópið gat jafnvel verið verra en hvíti sykurinn. Vínsteinslyftiduftið átti að vera svo hollt af því að það innihélt ekki álsambönd en það gerir íslenskt lyftiduft reyndar ekki heldur. Svo að einhvernveginn hefur uppskriftum sem snúast um þessi hráefni heldur fækkað að undanförnu. Auðvitað hefur annað komið í staðinn en spurning hvort það á eftir að fara sömu leið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár