Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sykurleysi og aðrar matartískudellur

Nanna Rögn­vald­ar skrif­ar um nýj­ustu dell­una í mataræði. „Við er­um alltaf að leita að skyndi­lausn­um eða töfra­lausn­um - ein­hverju ein­földu sem virk­ar.“

Sykurleysi og aðrar  matartískudellur

Tískudellur hafa verið mjög áberandi í matarheiminum síðustu árin. Nú ætla ég að taka fram að ég nota orðið della ekki í neikvæðri merkingu, dellur geta alveg verið jákvæðar og skynsamlegar, það vantar ekki. Og ég fæ dellur rétt eins og aðrir.
Sumar dellur – eða trend, ef þið viljið það frekar – hafa snúist um hráefni sem einn daginn er óþekkt, lítið þekkt eða þykir ekki sérlega fínt en allt í einu getur maður varla opnað blað eða nýja matreiðslubók eða skoðað blogg svo að þetta blasi ekki við í öðrum hverjum rétti. Sól­þurrkaðir tómatar, hindberjaedik, kletta­salat, beikon, blómkál, granateplafræ ... Stundum eru þetta tilteknir réttir eða tegundir rétta sem allir eru með sína útgáfu af, flestar þó hver annarri líkar – bollakökur, döðlugott, kökupinnar, mexíkósk kjúklingasúpa – og maður situr og hugsar bíddu, þurfum við virkilega enn eina uppskrift að ristuðum grænkálsflögum, eru þessar 350 sem hægt er að finna á netinu í fljótu bragði ekki nóg? Og jú, ég er alveg jafnsek um þetta og aðrir þótt ég hafi reyndar aldrei birt uppskrift að ristuðum grænkálsflögum. Það munaði þó litlu einu sinni.

Svo eru það allar hollustudellurnar. Við erum alltaf að leita að skyndilausnum eða töfralausnum – einhverju einföldu sem virkar. Eins og að sleppa tilteknum þáttum úr mataræðinu eða takmarka notkun þeirra – sem getur alveg virkað – eða setja allt traust á einhverjar hráefnistegundir sem hafa á sér hollustustimpil og trúa því að ef við notum þær muni þær bjarga öllu – en það virkar ekki. Fyrir fáeinum árum var eins og það dygði að hafa spelt, agavesíróp eða vínsteinslyftiduft í kökuuppskrift, þar með mátti kalla kökuna holla, sama hvað annað var í henni. Svo kom í ljós að speltið var lítið eða ekkert hollara en annað hveiti og agavesírópið gat jafnvel verið verra en hvíti sykurinn. Vínsteinslyftiduftið átti að vera svo hollt af því að það innihélt ekki álsambönd en það gerir íslenskt lyftiduft reyndar ekki heldur. Svo að einhvernveginn hefur uppskriftum sem snúast um þessi hráefni heldur fækkað að undanförnu. Auðvitað hefur annað komið í staðinn en spurning hvort það á eftir að fara sömu leið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár