Vagnstjóri Strætó gerði strætókort Bylgju Pálsdóttur upptækt síðastliðinn fimmtudag og var Bylgja sökuð um að hafa falsað kortið. Bylgja býr á Akranesi en vinnur á ferðaskrifstofu í Reykjavík. Hún segist taka strætó til vinnu á hverjum degi og hafi því fjárfest í níu mánaða strætókorti með mynd af henni, sem kostar samkvæmt gjaldskrá 113.800 krónur. Bylgja segist hins vegar hafa fengið það með afslætti á 99.800 krónur. „Ég hefði átt að hringja í lögregluna,“ segir Bylgja í samtali við Stundina en henni var mjög brugðið þegar vagnstjórinn neitaði að afhenda henni kortið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fölsuð strætókort hafa verið framleidd í stórum stíl að undanförnu og að fyrirtækið hafi gert nokkra tugi slíkra korta upptæk í janúar. Þá viðurkennir hann að nokkur kort hafi verið gerð upptæk sem síðar kom í ljós að voru ekki fölsuð. „Þá höfum við brugðist við því og leiðrétt misskilninginn,“ segir hann.
Sökuð um lygar
Bylgja segist hafa ákveðið að taka strætó aðeins fyrr en vanalega síðastliðinn fimmtudag vegna slæmrar veðurspár. Vagnstjórinn hafi hins vegar litið mjög undarlega á kortið hennar og spurt hvar hún hafi fengið það. „Ég sagðist hafa keypt það á netinu. Þá spurði hann hvað það kostaði, og ég svaraði að það hefði kostað um 99 þúsund krónur.“ Bylgja segir bílstjórann
Athugasemdir