Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svipt strætókortinu og sökuð um lygar

Strætó­kort Bylgju Páls­dótt­ur var gert upp­tækt og hún sök­uð um að vera með fals­að kort. Bylgja tek­ur strætó frá Akra­nesi á hverj­um degi. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir að hátt í hundrað föls­uð strætó­kort hafi ver­ið gerð upp­tæk í janú­ar og tal­ar um skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Svipt strætókortinu og sökuð um lygar
Bylgja Pásdóttir Mynd: Úr einkasafni

Vagnstjóri Strætó gerði strætókort Bylgju Pálsdóttur upptækt síðastliðinn fimmtudag og var Bylgja sökuð um að hafa falsað kortið. Bylgja býr á Akranesi en vinnur á ferðaskrifstofu í Reykjavík. Hún segist taka strætó til vinnu á hverjum degi og hafi því fjárfest í níu mánaða strætókorti með mynd af henni, sem kostar samkvæmt gjaldskrá 113.800 krónur. Bylgja segist hins vegar hafa fengið það með afslætti á 99.800 krónur. „Ég hefði átt að hringja í lögregluna,“ segir Bylgja í samtali við Stundina en henni var mjög brugðið þegar vagnstjórinn neitaði að afhenda henni kortið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fölsuð strætókort hafa verið framleidd í stórum stíl að undanförnu og að fyrirtækið hafi gert nokkra tugi slíkra korta upptæk í janúar. Þá viðurkennir hann að nokkur kort hafi verið gerð upptæk sem síðar kom í ljós að voru ekki fölsuð. „Þá höfum við brugðist við því og leiðrétt misskilninginn,“ segir hann.    

Sökuð um lygar

Bylgja segist hafa ákveðið að taka strætó aðeins fyrr en vanalega síðastliðinn fimmtudag vegna slæmrar veðurspár. Vagnstjórinn hafi hins vegar litið mjög undarlega á kortið hennar og spurt hvar hún hafi fengið það. „Ég sagðist hafa keypt það á netinu. Þá spurði hann hvað það kostaði, og ég svaraði að það hefði kostað um 99 þúsund krónur.“ Bylgja segir bílstjórann 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár