Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svipt strætókortinu og sökuð um lygar

Strætó­kort Bylgju Páls­dótt­ur var gert upp­tækt og hún sök­uð um að vera með fals­að kort. Bylgja tek­ur strætó frá Akra­nesi á hverj­um degi. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir að hátt í hundrað föls­uð strætó­kort hafi ver­ið gerð upp­tæk í janú­ar og tal­ar um skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

Svipt strætókortinu og sökuð um lygar
Bylgja Pásdóttir Mynd: Úr einkasafni

Vagnstjóri Strætó gerði strætókort Bylgju Pálsdóttur upptækt síðastliðinn fimmtudag og var Bylgja sökuð um að hafa falsað kortið. Bylgja býr á Akranesi en vinnur á ferðaskrifstofu í Reykjavík. Hún segist taka strætó til vinnu á hverjum degi og hafi því fjárfest í níu mánaða strætókorti með mynd af henni, sem kostar samkvæmt gjaldskrá 113.800 krónur. Bylgja segist hins vegar hafa fengið það með afslætti á 99.800 krónur. „Ég hefði átt að hringja í lögregluna,“ segir Bylgja í samtali við Stundina en henni var mjög brugðið þegar vagnstjórinn neitaði að afhenda henni kortið. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fölsuð strætókort hafa verið framleidd í stórum stíl að undanförnu og að fyrirtækið hafi gert nokkra tugi slíkra korta upptæk í janúar. Þá viðurkennir hann að nokkur kort hafi verið gerð upptæk sem síðar kom í ljós að voru ekki fölsuð. „Þá höfum við brugðist við því og leiðrétt misskilninginn,“ segir hann.    

Sökuð um lygar

Bylgja segist hafa ákveðið að taka strætó aðeins fyrr en vanalega síðastliðinn fimmtudag vegna slæmrar veðurspár. Vagnstjórinn hafi hins vegar litið mjög undarlega á kortið hennar og spurt hvar hún hafi fengið það. „Ég sagðist hafa keypt það á netinu. Þá spurði hann hvað það kostaði, og ég svaraði að það hefði kostað um 99 þúsund krónur.“ Bylgja segir bílstjórann 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu