Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stundin fékk flest ljósmyndaverðlaun og verðlaun fyrir viðtal ársins

Ingi­björg Dögg Kjart­ands­dótt­ir, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, fékk blaða­manna­verð­laun fyr­ir við­tal árs­ins, Eng­ill­inn sem villt­ist af leið. Meira en helm­ing­ur verð­launa Blaða­ljós­mynd­ara­fé­lags Ís­lands veitt ljós­mynd­um sem tekn­ar voru fyr­ir Stund­ina.

Stundin fékk flest ljósmyndaverðlaun og verðlaun fyrir viðtal ársins
Frá verðlaunaafhendingunni Heiða Helgadóttir ljósmyndari, Kristinn Magnússon ljósmyndari og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Mynd:

Heiða Helgadóttir ljósmyndari fékk í dag fern af átta verðlaunum Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir ljósmyndir sínar í Stundinni. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, fékk blaðamannaverðlaun Íslands í flokknum Viðtal ársins, fyrir grein sína um Kristínu Gerðu Guðmundsdóttur, Engillinn sem villtist af leið

Portrettmynd ársinsGuðni Th. Jóhannesson áður en hann var kjörinn forseti Íslands. Mynd úr viðtalstöku Kristins Magnússonar fyrir Stundina.

Þá fékk Kristinn Magnússon ljósmyndari verðlaun fyrir portrettmynd sína af Guðna Th. Jóhannessyni, sem tekin var í viðtalaröð Stundarinnar við forsetaframbjóðendur.

Heiða Helgadóttir fékk verðlaun í flokknunum mynd ársins, fréttamynd ársins, myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Þetta er annað árið í röð sem fréttaljósmynd ársins er úr Stundinni, sem og myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins.

Fréttamynd ársins var tekin fyrir frétt Stundarinnar þegar hælisleitendur voru dregnir út úr Laugarneskirkju af lögreglu í júní í fyrra. Þá var verðlaunamyndin í flokknum daglegt líf tekin fyrir umfjöllun Stundarinnar um undirbúning fyrir keppni í módelfitness. Myndaröð ársins var tekin fyrir Stundina vegna greinar um Íranann Morteza Zadeh, sem beið brottvísunar til Írans, þar sem hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir að taka upp kristna trú. 

Mynd ársinsMorteza Songol Zadeh frá Íran þurfti að flýja heimaland sitt eftir að hann tók upp kristna trú. Hann kom til Íslands í ágúst 2015. Ári seinna fékk hann þeir fréttir að það ætti að flytja hann úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stendur fyrir bænastund í Laugarneskirkju í hverri viku.
Daglegt líf mynd ársinsIngibjörg Sölvadóttir, 28 ára rennismiður, tók þátt í módelfitness í fyrsta skipti, hún undirgekkst harðar æfingar, strangt mataræði og einangrun til að stíga á svið einn dag. Fyrir keppnina eru keppendur mældir og vigtaðir og keppnisfötin tekin út svo allt sé í samræmi við reglur. Myndin var tekin af Heiðu Helgadóttur fyrir Stundina.

„Nærgætni og fagmennska“

Þetta er í fimmta sinn sem Ingibjörg Dögg fær tilnefningu til blaðamannaverðlauna og í annað skiptið sem hún hreppir þau.  Í rökstuðningi dómnefndar um viðtal ársins segir: „Viðmælandinn, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, rekur örlög systur sinnar, Kristínar Gerðar, sem svipti sig lífi eftir langa og harða baráttu við eiturlyfjafíkn og geðsjúkdóma. Í kjölfar misnotkunar í æsku leiddist Kristín Gerður út í vændi og árum saman glímdi hún við afleiðingar þess; yfirþyrmandi angist, vonleysi og hræðslu. Ingibjörg Dögg nálgast vandmeðfarinn efnivið af nærgætni og fagmennsku. Hún nær góðu sambandi við viðmælanda sinn og dýpkar frásögnina með heimildavinnu. Þannig styðst Ingibjörg Dögg meðal annars við dagbókarfærslur hinnar látnu systur og nafnlaus viðtöl sem Kristín Gerður veitti í lifanda lífi. Engillinn sem villtist af leið er áminning um hversu erfitt það er að komast út úr svo erfiðum aðstæðum, hve litla aðstoð er að fá og hvernig kerfið brást Kristínu Gerði á ögurstundu.“

Fréttamynd ársinsTveir ungir hælisleitendur frá Íran voru dregnir út úr Laugarneskirkju í sumar með lögregluvaldi og sendir til Noregs. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, ákváðu að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól um nóttina. Myndin birtist í vefútgáfu Stundarinnar.

Jóhannes Kr. blaðamaður ársins

Brúneggjamálið, sem Tryggvi Aðalbjörnsson opnaði í Kastljósinu, fékk verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Dómnefndin sagði málið „eitt stærsta neytenda- og dýravelferðarmál undanfarinna ára“.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins, þáttaröðina Leitin að upprunanum, þar sem Sigrún „uppfyllti ósk þriggja ættleiddra kvenna um að hitta líffræðilegar mæður sínar“. 

Í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins 2016 fékk Jóhannes Kr. Kristjánsson verðlaunin fyrir sinn hlut í úrvinnslu og birtingu Panama-skjalanna, en birting frétta úr upplýsingum skjalanna var í samstarfi við Aðalstein Kjartansson, Kastljósið, Stundina, Kjarnann og Fréttatímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár