Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnsýslunefndir hunsa tilmæli umboðsmanns

„Það kem­ur fyr­ir að stjórn­völd séu þannig ekki fylli­lega sátt við af­stöðu um­boðs­manns í ein­stök­um mál­um og fari ekki að til­mæl­um hans,“ seg­ir í árs­skýrslu um­boðs­manns Al­þing­is.

Stjórnsýslunefndir hunsa tilmæli umboðsmanns
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.

„Þrátt fyrir að stjórnvöld bregðist almennt vel við fyrirspurnum umboðsmanns sem og tilmælum og ábendingum eru þó undantekningar frá því. Virðist það einkum eiga við um þau stjórnvöld sem ráðherra fer ekki með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart og eru nefnd sjálfstæð stjórnvöld eða stjórnsýslunefndir.“

Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 þar sem fjallað er um starfsemi embættisins. 

„Það kemur fyrir að stjórnvöld séu þannig ekki fyllilega sátt við afstöðu umboðsmanns í einstökum málum og fari ekki að tilmælum hans. Í því sambandi legg ég áherslu á að þrátt fyrir að slík stjórnvöld falli ekki undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra falla störf þeirra ekki fyrir utan eftirlitsheimildir umboðsmanns. Hinar ýmsu úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni gegna þannig mikilvægu eftirlits- og réttaröryggishlutverki við meðferð kærumála og fara með hlutverk sem væri almennt annars falið ráðherra á viðkomandi málefnasviði,“ segir í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár