„Þrátt fyrir að stjórnvöld bregðist almennt vel við fyrirspurnum umboðsmanns sem og tilmælum og ábendingum eru þó undantekningar frá því. Virðist það einkum eiga við um þau stjórnvöld sem ráðherra fer ekki með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart og eru nefnd sjálfstæð stjórnvöld eða stjórnsýslunefndir.“
Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 þar sem fjallað er um starfsemi embættisins.
„Það kemur fyrir að stjórnvöld séu þannig ekki fyllilega sátt við afstöðu umboðsmanns í einstökum málum og fari ekki að tilmælum hans. Í því sambandi legg ég áherslu á að þrátt fyrir að slík stjórnvöld falli ekki undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra falla störf þeirra ekki fyrir utan eftirlitsheimildir umboðsmanns. Hinar ýmsu úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni gegna þannig mikilvægu eftirlits- og réttaröryggishlutverki við meðferð kærumála og fara með hlutverk sem væri almennt annars falið ráðherra á viðkomandi málefnasviði,“ segir í skýrslunni.
Athugasemdir