Stjórnsýslunefndir hunsa tilmæli umboðsmanns

„Það kem­ur fyr­ir að stjórn­völd séu þannig ekki fylli­lega sátt við af­stöðu um­boðs­manns í ein­stök­um mál­um og fari ekki að til­mæl­um hans,“ seg­ir í árs­skýrslu um­boðs­manns Al­þing­is.

Stjórnsýslunefndir hunsa tilmæli umboðsmanns
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.

„Þrátt fyrir að stjórnvöld bregðist almennt vel við fyrirspurnum umboðsmanns sem og tilmælum og ábendingum eru þó undantekningar frá því. Virðist það einkum eiga við um þau stjórnvöld sem ráðherra fer ekki með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir gagnvart og eru nefnd sjálfstæð stjórnvöld eða stjórnsýslunefndir.“

Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 þar sem fjallað er um starfsemi embættisins. 

„Það kemur fyrir að stjórnvöld séu þannig ekki fyllilega sátt við afstöðu umboðsmanns í einstökum málum og fari ekki að tilmælum hans. Í því sambandi legg ég áherslu á að þrátt fyrir að slík stjórnvöld falli ekki undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra falla störf þeirra ekki fyrir utan eftirlitsheimildir umboðsmanns. Hinar ýmsu úrskurðarnefndir í stjórnsýslunni gegna þannig mikilvægu eftirlits- og réttaröryggishlutverki við meðferð kærumála og fara með hlutverk sem væri almennt annars falið ráðherra á viðkomandi málefnasviði,“ segir í skýrslunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár