Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sökuð um einelti og lögbrot: Gekk um og las upp úr tölvupóstum Aldísar – vildi vita hvað hún hefði sagt ráðherra

Stefn­an: Sig­ríð­ur Björk sögð hafa lagt Al­dísi Hilm­ars­dótt­ur í einelti, brot­ið gegn stjórn­sýslu­lög­um, starfs­manna­lög­um og jafn­rétt­is­lög­um, hrak­ið hana burt og ráð­ið reynslum­inni karl í henn­ar stað.

Sökuð um einelti og lögbrot: Gekk um og las upp úr tölvupóstum Aldísar – vildi vita hvað hún hefði sagt ráðherra

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er sögð hafa brotið gegn starfsmannalögum, jafnréttislögum, stjórnsýslulögum, ýmsum meginreglum stjórnsýsluréttar og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum með framgöngu sinni gagnvart Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar. 

Þetta kemur fram í stefnu Aldísar gegn íslenska ríkinu, en þar er þess krafist að ákvörðun lögreglustjóra frá 22. janúar 2016 um breytingu á starfsskyldum hennar verði ógilt og og að hún hljóti 2,3 milljónir króna í bætur vegna þeirrar „atlögu“ sem hún telur lögreglustjóra hafa gert að sér.

Sigríði Björk er gefið að sök að hafa með ámælisverðum og endurteknum hætti valdið Aldísi vanlíðan og lagt hana í einelti. Þá hafi ákvörðunin um breytta starfstilhögun Aldísar falið í sér „dulbúna og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi“ sem hafi verið saknæm og ólögmæt. Með þessu hafi verið framin ólögmæt meingerð gegn friði hennar, æru og persónu.

Þeir starfshættir og sá stjórnunarstíll sem fjallað er um í stefnu Aldísar eru í fullu samræmi við þær lýsingar sem fram hafa komið í samtölum Stundarinnar við starfsfólk lögreglu og greint var frá í umfjöllun blaðsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Helstu efnisatriði stefnunnar eru rakin hér að neðan. Þá verður fjallað um málefni fíkniefnalögreglunnar í næsta tölublaði Stundarinnar sem kemur út þann 28. júlí.

Deildu um málefni lögreglufulltrúa

Fyrst bar á samskiptaörðugleikum milli Sigríðar Bjarkar og Aldísar á vormánuðum 2015, en þá hafði til að mynda sú síðarnefnda þurft að ganga sérstaklega á eftir því að fá skipunarbréfið sitt afhent. Fram kemur í stefnu Aldísar að jafnframt hafi komið upp ágreiningur milli þeirra um hvernig ætti að taka á málefnum tiltekins starfsmanns í fíkniefnadeild sem ásakaður hafði verið um misfellur í starfi. 

Sá starfsmaður sem hér er vísað til er lögreglufulltrúinn sem nú er ljóst að hafður var fyrir rangri sök og vikið með ólögmætum hætti frá störfum. Eins og Stundin greindi frá í vikunni telur embætti héraðssaksóknara að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum eigi rætur að rekja til samskiptavanda í fíkniefnadeild, orðróms meðal brotamanna og jafnvel persónulegs ágreinings innan lögreglunnar. Áður hefur komið fram að Aldís tók afstöðu með umræddum lögreglufulltrúa og taldi að ekki hefði komið neitt fram sem renndi stoðum undir að hann hefði brotið af sér í starfi eða gerst sekur um óeðlileg vinnubrögð af neinu tagi. Sigríður Björk var á öndverðum meiði og vék honum seinna frá störfum, en sú ákvörðun stangaðist á við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að mati innanríkisráðuneytisins.

Að því er fram kemur í stefnu Aldísar gegn íslenska ríkinu var hún boðuð á fund lögreglustjóra þann 14. desember 2015 þar sem bornar voru fram órökstuddar ásakanir gegn henni og hún beðin um að flytja sig til héraðssaksóknara. Eftir þetta óskaði Aldís eftir fundi með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og var sá fundur haldinn þann 15. janúar 2016. Þar lýsti Aldís fyrir Ólöfu því umhverfi sem hún og aðrir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa búið við undir stjórn Sigríðar Bjarkar. 

Vildi vita hvað fram fór á fundinum

„Fyrir liggur að lögreglustjóri vissi af fundi stefnanda og innanríkisráðherra, en í lok dags þennan sama föstudag kom lögreglustjóri við á skrifstofu stefnanda í því skyni að ræða hvað fram hefði farið á fundinum,“ segir í stefnunni. Strax á mánudeginum eftir helgi var Aldís rekin úr valnefnd sem sér um ráðningu nýrra lögreglufulltrúa í hinni miðlægu deild fíkniefnadeildar. „Nokkrum mínútum síðar barst stefnanda svo fundarboð í tölvupósti frá lögreglustjóra. Kom þar fram að tilefni fundarins væri að ræða fyrirhugaðar breytingar á verkefnum núverandi stjórnanda í miðlægri rannsóknardeild.“ Á fundinum var Aldísi kynnt sú ákvörðun að hún yrði færð til í starfi. Störfum hennar og verksviði yrði breytt með þeim hætti að hún tæki tímabundið við verkefni sem fælist í skipulagningu á nýrri rannsóknardeild undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings embættisins og nánasta samstarfsmanns Sigríðar Bjarkar sem ekki nýtur formlegrar tignar innan lögreglunnar. Með þessu var Aldís svipt öllum mannaforráðum og henni fengin verkefni af allt öðrum toga en hún hafði verið skipuð til að gegna. 

„Rökin fyrir „breytingunni“ væru þau að tveir undirmenn stefnanda sættu rannsókn vegna gruns um spillingu, ástandið í deild stefnanda væri slæmt og að „breytingin“ væri gerð í þágu trúverðugleika deildarinnar. Lögreglustjórinn neitaði hins vegar að gefa upp hvort „breytingin“ hefði verið gerð með samþykki eða vitneskju yfirstjórnar embættisins. Beiðni stefnanda um að henni yrði veittur andmælaréttur var hafnað.“ 

Fram kemur að eftir að lögreglustjórinn tók ákvörðun sína hafi hún veitt fjölmiðlum viðtöl um málið, nafngreint Aldísi án leyfis hennar og fjallað um málefni hennar með opinskáum, röngum og misvísandi hætti. Þegar Aldísi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
1
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár