Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sökuð um einelti og lögbrot: Gekk um og las upp úr tölvupóstum Aldísar – vildi vita hvað hún hefði sagt ráðherra

Stefn­an: Sig­ríð­ur Björk sögð hafa lagt Al­dísi Hilm­ars­dótt­ur í einelti, brot­ið gegn stjórn­sýslu­lög­um, starfs­manna­lög­um og jafn­rétt­is­lög­um, hrak­ið hana burt og ráð­ið reynslum­inni karl í henn­ar stað.

Sökuð um einelti og lögbrot: Gekk um og las upp úr tölvupóstum Aldísar – vildi vita hvað hún hefði sagt ráðherra

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, er sögð hafa brotið gegn starfsmannalögum, jafnréttislögum, stjórnsýslulögum, ýmsum meginreglum stjórnsýsluréttar og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum með framgöngu sinni gagnvart Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar. 

Þetta kemur fram í stefnu Aldísar gegn íslenska ríkinu, en þar er þess krafist að ákvörðun lögreglustjóra frá 22. janúar 2016 um breytingu á starfsskyldum hennar verði ógilt og og að hún hljóti 2,3 milljónir króna í bætur vegna þeirrar „atlögu“ sem hún telur lögreglustjóra hafa gert að sér.

Sigríði Björk er gefið að sök að hafa með ámælisverðum og endurteknum hætti valdið Aldísi vanlíðan og lagt hana í einelti. Þá hafi ákvörðunin um breytta starfstilhögun Aldísar falið í sér „dulbúna og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi“ sem hafi verið saknæm og ólögmæt. Með þessu hafi verið framin ólögmæt meingerð gegn friði hennar, æru og persónu.

Þeir starfshættir og sá stjórnunarstíll sem fjallað er um í stefnu Aldísar eru í fullu samræmi við þær lýsingar sem fram hafa komið í samtölum Stundarinnar við starfsfólk lögreglu og greint var frá í umfjöllun blaðsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Helstu efnisatriði stefnunnar eru rakin hér að neðan. Þá verður fjallað um málefni fíkniefnalögreglunnar í næsta tölublaði Stundarinnar sem kemur út þann 28. júlí.

Deildu um málefni lögreglufulltrúa

Fyrst bar á samskiptaörðugleikum milli Sigríðar Bjarkar og Aldísar á vormánuðum 2015, en þá hafði til að mynda sú síðarnefnda þurft að ganga sérstaklega á eftir því að fá skipunarbréfið sitt afhent. Fram kemur í stefnu Aldísar að jafnframt hafi komið upp ágreiningur milli þeirra um hvernig ætti að taka á málefnum tiltekins starfsmanns í fíkniefnadeild sem ásakaður hafði verið um misfellur í starfi. 

Sá starfsmaður sem hér er vísað til er lögreglufulltrúinn sem nú er ljóst að hafður var fyrir rangri sök og vikið með ólögmætum hætti frá störfum. Eins og Stundin greindi frá í vikunni telur embætti héraðssaksóknara að ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum eigi rætur að rekja til samskiptavanda í fíkniefnadeild, orðróms meðal brotamanna og jafnvel persónulegs ágreinings innan lögreglunnar. Áður hefur komið fram að Aldís tók afstöðu með umræddum lögreglufulltrúa og taldi að ekki hefði komið neitt fram sem renndi stoðum undir að hann hefði brotið af sér í starfi eða gerst sekur um óeðlileg vinnubrögð af neinu tagi. Sigríður Björk var á öndverðum meiði og vék honum seinna frá störfum, en sú ákvörðun stangaðist á við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að mati innanríkisráðuneytisins.

Að því er fram kemur í stefnu Aldísar gegn íslenska ríkinu var hún boðuð á fund lögreglustjóra þann 14. desember 2015 þar sem bornar voru fram órökstuddar ásakanir gegn henni og hún beðin um að flytja sig til héraðssaksóknara. Eftir þetta óskaði Aldís eftir fundi með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og var sá fundur haldinn þann 15. janúar 2016. Þar lýsti Aldís fyrir Ólöfu því umhverfi sem hún og aðrir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa búið við undir stjórn Sigríðar Bjarkar. 

Vildi vita hvað fram fór á fundinum

„Fyrir liggur að lögreglustjóri vissi af fundi stefnanda og innanríkisráðherra, en í lok dags þennan sama föstudag kom lögreglustjóri við á skrifstofu stefnanda í því skyni að ræða hvað fram hefði farið á fundinum,“ segir í stefnunni. Strax á mánudeginum eftir helgi var Aldís rekin úr valnefnd sem sér um ráðningu nýrra lögreglufulltrúa í hinni miðlægu deild fíkniefnadeildar. „Nokkrum mínútum síðar barst stefnanda svo fundarboð í tölvupósti frá lögreglustjóra. Kom þar fram að tilefni fundarins væri að ræða fyrirhugaðar breytingar á verkefnum núverandi stjórnanda í miðlægri rannsóknardeild.“ Á fundinum var Aldísi kynnt sú ákvörðun að hún yrði færð til í starfi. Störfum hennar og verksviði yrði breytt með þeim hætti að hún tæki tímabundið við verkefni sem fælist í skipulagningu á nýrri rannsóknardeild undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðallögfræðings embættisins og nánasta samstarfsmanns Sigríðar Bjarkar sem ekki nýtur formlegrar tignar innan lögreglunnar. Með þessu var Aldís svipt öllum mannaforráðum og henni fengin verkefni af allt öðrum toga en hún hafði verið skipuð til að gegna. 

„Rökin fyrir „breytingunni“ væru þau að tveir undirmenn stefnanda sættu rannsókn vegna gruns um spillingu, ástandið í deild stefnanda væri slæmt og að „breytingin“ væri gerð í þágu trúverðugleika deildarinnar. Lögreglustjórinn neitaði hins vegar að gefa upp hvort „breytingin“ hefði verið gerð með samþykki eða vitneskju yfirstjórnar embættisins. Beiðni stefnanda um að henni yrði veittur andmælaréttur var hafnað.“ 

Fram kemur að eftir að lögreglustjórinn tók ákvörðun sína hafi hún veitt fjölmiðlum viðtöl um málið, nafngreint Aldísi án leyfis hennar og fjallað um málefni hennar með opinskáum, röngum og misvísandi hætti. Þegar Aldísi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár