Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Slökktu á dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð

Dul­ar­full­ar trufl­an­ir í TETRA-fjar­skipta­kerfi Kefla­vík­ur­flug­vall­ar hafa ver­ið vanda­mál í nokkra mán­uði. Ein­hverj­um datt í hug að slökkva á nýrri rúm­lega 200 millj­óna króna LED-ljósa­sýn­ingu sem var sett upp á þessu ári og trufl­an­irn­ar hættu.

Slökktu á dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð

Straumurinn var tekinn af einni glæsilegustu og jafnframt dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð nú á dögunum. Ljósin eru LED-díóður en miklar og hvimleiðar truflanir í TETRA-fjarskiptakerfi viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli hófust á sama tíma og ljósakerfið, sem kostaði rúmar 200 milljónir króna, var tekið í notkun.

Því þykir ljóst að ljósakerfið er eitt það stærsta og jafnframt dýrasta sem hefur nokkurn tímann verið sett upp hér á landi.

Stundin greindi frá ljósasýningunni í Leifsstöð í mars á þessu ári en samkvæmt Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA, var nýja lýsingin til komin vegna þess að sú sem fyrir var var komin til ára sinna: „...auk þess sem breyta þurfti lýsingu eftir að verslanir, þjónusta og öryggisleit færðist til en mismunandi lýsingarþarfir eru á þessum stöðum og mikilvægt að tryggja vinnuverndarsjónarmið við lýsingu á svo stórum vinnustað.“

Stærsta og dýrasta ljósakerfi landsins

Engu var til sparað en breytingarnar kostuðu 190 milljónir króna og fór Isavia með verkið í útboð í gegnum Ríkisskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Lægstbjóðandi var Rafmiðlun með tæpar 190 milljónir sem er kostnaður við efni, vinnu og uppsetningu. Aðrir bjóðendur voru Fagtækni og Bergraf. Samkvæmt heimildum Stundarinnar reyndist kostnaðurinn þó töluvert meiri þegar uppi var staðið. Því þykir ljóst að ljósakerfið er eitt það stærsta og jafnframt dýrasta sem hefur nokkurn tímann verið sett upp hér á landi.

Á svipuðum tíma og kerfið var sett upp fór að bera á miklum truflunum í TETRA-fjarskiptakerfi Keflavíkurflugvallar en kerfið nota viðbragðsaðilar á borð við lögreglu, tollgæslu, slökkvilið og sjúkraflutningamenn. TETRA er í raun stafrænt talstöðvakerfi sem einnig má nota sem síma og til gagnaflutninga en sendar í kerfinu draga um 60 kílómetra í sjónlínu. Notendur þess á landsvísu eru meðal annars Landhelgisgæslan, fangelsi landsins, björgunarsveitir, Almannavarnir auk allra lögregluembætta og slökkviliða.

Málið í rannsókn erlendis

Mikið kapp var lagt á að finna rót umræddra truflana en ekkert gekk. Rannsóknin stóð í nokkrar vikur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var það síðan starfsmaður flugvallarins sem datt í hug að slökkva á LED-lýsingunni, sem býður meðal annars upp á sérstaka „norðurljósastillingu“, og viti menn; truflanirnar hættu.

Stundin hafði samband við Rafmiðlun, fyrirtækið sem bauð lægst í verkið, keypti búnaðinn og setti hann upp í Leifsstöð. Til svara var Vigfús Pétursson, eða Fúsi, einn helsti LED-sérfræðingur fyrirtækisins en hann sagði þetta mál í rannsókn hjá framleiðendum ljósanna erlendis. Hann segir að kerfið hafi verið keypt í gegnum Rafmiðlun.

„Allt stýrikerfið er í raun hannað í útlöndum. Þessi búnaður er sá sami og var fyrir skrifaður í verkið sem við síðan buðum í. Þetta er nákvæmlega eins og hönnuðurinn vildi gera þetta.“

„Stundin sendi fyrirspurn vegna málsins til ISAVIA en í svari þeirra er þvertekið fyrir að LED-lýsingin hafi haft áhrif á TETRA-kerfið.“

En svona almennt séð Fúsi, geta LED-ljós truflað svona útvarpsbylgjur eða senda? Nú hef ég heyrt frá einum sem setti upp LED-ljós heima hjá sér og allt í einu hætti útvarpið að virka. Getur það sem sagt gerst?

„Þetta ódýra LED eins og menn kalla það, það í rauninni getur verið meira truflanagjarnt en þetta frá stóru framleiðendunum. Frá þessum flottari framleiðendum er spes búnaður sem á að koma í veg fyrir allt sem heitir vesen, allar truflanir og allt slíkt.“

ISAVIA segir bilanir ekki vegna LED-lýsingar

Stundin ræddi við annan LED-sérfræðing hér á landi en hann sagði líklegt að málið snérist um svokallaða EMC-filtera en þeir gera það að verkum að þeir sía út sjónvarps- og útvarpsbylgjur sem LED-ljós geta sent frá sér.

Stundin sendi fyrirspurn vegna málsins á ISAVIA en í svari þeirra er þvertekið fyrir að LED-lýsingin hafi haft áhrif á TETRA-kerfið.

„Þær truflanir í TETRA-talstöðvarkerfi sem verið hafa eru vegna bilunar í búnaðinum sjálfum en ekki vegna LED-lýsingar í flugstöðinni. Búið er að laga þær bilanir og virkar TETRA-kerfið nú eins og skyldi. LED-lýsingin í flugstöðinni er í eðlilegri notkun, en þar sem nú er hásumar þá er ekki þörf á að hafa öll ljósin kveikt og því er oft einungis hluti ljósanna í notkun,“ segir í yfirlýsingu frá ISAVIA.

Sagði ISAVIA ósatt?

Yfirlýsingin er á skjön við bæði heimildir Stundarinnar og þær upplýsingar sem fengist hafa frá Rafmiðlun, fyrirtækinu sem keypti og setti upp lýsinguna í Leifsstöð. Þaðan, eins og áður segir, bárust þær upplýsingar að málið væri í rannsókn hjá framleiðendum ljósanna erlendis. Hún er reyndar á skjön við upplýsingar frá öðrum opinberum aðila líkt og blaðið komst að.

Stundin hafði nefnilega samband við Neyðarlínuna ohf. en hún á og sér um rekstur TETRA-fjarskiptakerfisins hér á landi. Ingólfur Haraldsson hjá Neyðarlínunni segir að þeir hafi grunað það strax að umræddar truflanir kæmu frá LED-lýsingunni. Þá segir Ingólfur að umræddar truflanir hafi byrjað á svipuðum tíma og ISAVIA var að taka LED-lýsinguna í notkun en það hafi ekki enn verið staðfest.

„Við brugðumst við og settum upp annan sendi. Þá höfum við gert við bilun sem var þarna í búnaði sem að ISAVIA eða einhver setti upp. Ég held að það sé verið að vinna áfram í því að laga þá bilun, það tekur svolítinn tíma að koma fyrir þá bilun.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár