Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Slökktu á dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð

Dul­ar­full­ar trufl­an­ir í TETRA-fjar­skipta­kerfi Kefla­vík­ur­flug­vall­ar hafa ver­ið vanda­mál í nokkra mán­uði. Ein­hverj­um datt í hug að slökkva á nýrri rúm­lega 200 millj­óna króna LED-ljósa­sýn­ingu sem var sett upp á þessu ári og trufl­an­irn­ar hættu.

Slökktu á dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð

Straumurinn var tekinn af einni glæsilegustu og jafnframt dýrustu ljósasýningu landsins í Leifsstöð nú á dögunum. Ljósin eru LED-díóður en miklar og hvimleiðar truflanir í TETRA-fjarskiptakerfi viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli hófust á sama tíma og ljósakerfið, sem kostaði rúmar 200 milljónir króna, var tekið í notkun.

Því þykir ljóst að ljósakerfið er eitt það stærsta og jafnframt dýrasta sem hefur nokkurn tímann verið sett upp hér á landi.

Stundin greindi frá ljósasýningunni í Leifsstöð í mars á þessu ári en samkvæmt Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA, var nýja lýsingin til komin vegna þess að sú sem fyrir var var komin til ára sinna: „...auk þess sem breyta þurfti lýsingu eftir að verslanir, þjónusta og öryggisleit færðist til en mismunandi lýsingarþarfir eru á þessum stöðum og mikilvægt að tryggja vinnuverndarsjónarmið við lýsingu á svo stórum vinnustað.“

Stærsta og dýrasta ljósakerfi landsins

Engu var til sparað en breytingarnar kostuðu 190 milljónir króna og fór Isavia með verkið í útboð í gegnum Ríkisskaup. Þrír aðilar skiluðu inn tilboði. Lægstbjóðandi var Rafmiðlun með tæpar 190 milljónir sem er kostnaður við efni, vinnu og uppsetningu. Aðrir bjóðendur voru Fagtækni og Bergraf. Samkvæmt heimildum Stundarinnar reyndist kostnaðurinn þó töluvert meiri þegar uppi var staðið. Því þykir ljóst að ljósakerfið er eitt það stærsta og jafnframt dýrasta sem hefur nokkurn tímann verið sett upp hér á landi.

Á svipuðum tíma og kerfið var sett upp fór að bera á miklum truflunum í TETRA-fjarskiptakerfi Keflavíkurflugvallar en kerfið nota viðbragðsaðilar á borð við lögreglu, tollgæslu, slökkvilið og sjúkraflutningamenn. TETRA er í raun stafrænt talstöðvakerfi sem einnig má nota sem síma og til gagnaflutninga en sendar í kerfinu draga um 60 kílómetra í sjónlínu. Notendur þess á landsvísu eru meðal annars Landhelgisgæslan, fangelsi landsins, björgunarsveitir, Almannavarnir auk allra lögregluembætta og slökkviliða.

Málið í rannsókn erlendis

Mikið kapp var lagt á að finna rót umræddra truflana en ekkert gekk. Rannsóknin stóð í nokkrar vikur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar var það síðan starfsmaður flugvallarins sem datt í hug að slökkva á LED-lýsingunni, sem býður meðal annars upp á sérstaka „norðurljósastillingu“, og viti menn; truflanirnar hættu.

Stundin hafði samband við Rafmiðlun, fyrirtækið sem bauð lægst í verkið, keypti búnaðinn og setti hann upp í Leifsstöð. Til svara var Vigfús Pétursson, eða Fúsi, einn helsti LED-sérfræðingur fyrirtækisins en hann sagði þetta mál í rannsókn hjá framleiðendum ljósanna erlendis. Hann segir að kerfið hafi verið keypt í gegnum Rafmiðlun.

„Allt stýrikerfið er í raun hannað í útlöndum. Þessi búnaður er sá sami og var fyrir skrifaður í verkið sem við síðan buðum í. Þetta er nákvæmlega eins og hönnuðurinn vildi gera þetta.“

„Stundin sendi fyrirspurn vegna málsins til ISAVIA en í svari þeirra er þvertekið fyrir að LED-lýsingin hafi haft áhrif á TETRA-kerfið.“

En svona almennt séð Fúsi, geta LED-ljós truflað svona útvarpsbylgjur eða senda? Nú hef ég heyrt frá einum sem setti upp LED-ljós heima hjá sér og allt í einu hætti útvarpið að virka. Getur það sem sagt gerst?

„Þetta ódýra LED eins og menn kalla það, það í rauninni getur verið meira truflanagjarnt en þetta frá stóru framleiðendunum. Frá þessum flottari framleiðendum er spes búnaður sem á að koma í veg fyrir allt sem heitir vesen, allar truflanir og allt slíkt.“

ISAVIA segir bilanir ekki vegna LED-lýsingar

Stundin ræddi við annan LED-sérfræðing hér á landi en hann sagði líklegt að málið snérist um svokallaða EMC-filtera en þeir gera það að verkum að þeir sía út sjónvarps- og útvarpsbylgjur sem LED-ljós geta sent frá sér.

Stundin sendi fyrirspurn vegna málsins á ISAVIA en í svari þeirra er þvertekið fyrir að LED-lýsingin hafi haft áhrif á TETRA-kerfið.

„Þær truflanir í TETRA-talstöðvarkerfi sem verið hafa eru vegna bilunar í búnaðinum sjálfum en ekki vegna LED-lýsingar í flugstöðinni. Búið er að laga þær bilanir og virkar TETRA-kerfið nú eins og skyldi. LED-lýsingin í flugstöðinni er í eðlilegri notkun, en þar sem nú er hásumar þá er ekki þörf á að hafa öll ljósin kveikt og því er oft einungis hluti ljósanna í notkun,“ segir í yfirlýsingu frá ISAVIA.

Sagði ISAVIA ósatt?

Yfirlýsingin er á skjön við bæði heimildir Stundarinnar og þær upplýsingar sem fengist hafa frá Rafmiðlun, fyrirtækinu sem keypti og setti upp lýsinguna í Leifsstöð. Þaðan, eins og áður segir, bárust þær upplýsingar að málið væri í rannsókn hjá framleiðendum ljósanna erlendis. Hún er reyndar á skjön við upplýsingar frá öðrum opinberum aðila líkt og blaðið komst að.

Stundin hafði nefnilega samband við Neyðarlínuna ohf. en hún á og sér um rekstur TETRA-fjarskiptakerfisins hér á landi. Ingólfur Haraldsson hjá Neyðarlínunni segir að þeir hafi grunað það strax að umræddar truflanir kæmu frá LED-lýsingunni. Þá segir Ingólfur að umræddar truflanir hafi byrjað á svipuðum tíma og ISAVIA var að taka LED-lýsinguna í notkun en það hafi ekki enn verið staðfest.

„Við brugðumst við og settum upp annan sendi. Þá höfum við gert við bilun sem var þarna í búnaði sem að ISAVIA eða einhver setti upp. Ég held að það sé verið að vinna áfram í því að laga þá bilun, það tekur svolítinn tíma að koma fyrir þá bilun.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
4
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
5
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár