Á skjön við lög um stöðu íslenskrar tungu og málstefnu Stjórnarráðsins

For­seti Al­þing­is seg­ir Frosta Sig­ur­jóns­son hafa „full­ar heim­ild­ir til að vinna sín verk með þeim hætti sem hann kýs“ - Skil­aði skýrslu á ensku.

Á skjön við lög um stöðu íslenskrar tungu og málstefnu Stjórnarráðsins

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, gerir ekki athugasemd við að skýrsla Frosta Sigurjónssonar um stjórn peningamála sé á ensku og vísar til þess að skýrslan hafi verið skrifuð fyrir forsætisráðuneytið en ekki Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins en haft er eftir Einari K. að þótt Frosti Sigurjónsson sé þingmaður hafi hann „fullar heimildir til að vinna sín verk með þeim hætti sem hann kýs“. 

Lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls kveða hins vegar á um að íslenska sé „mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu“. Þetta kemur fram í 8. grein laganna og í málstefnu Stjórnarráðsins er áréttað að íslenska sé „mál Stjórnarráðs Íslands og málnotkun þar skal vera til fyrirmyndar“. Í sömu lögum er einnig kveðið á um að stjórnvöld skuli tryggja að unnt sé að nota íslensku á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Bera ríki og sveitarfélög ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð.

Samkvæmt málstefnunni skal allt efni sem gefið er út á vegum ráðuneyta vera á íslensku. „Þetta á meðal annars við um skýrslur, greinar, fréttir og fréttatilkynningar sem varða mikilvæga hagsmuni Íslands, þar með taldar skýrslur íslenskra stjórnvalda til erlendra nefnda og stofnana,“ segir þar. Málstefnuna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár