Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Á skjön við lög um stöðu íslenskrar tungu og málstefnu Stjórnarráðsins

For­seti Al­þing­is seg­ir Frosta Sig­ur­jóns­son hafa „full­ar heim­ild­ir til að vinna sín verk með þeim hætti sem hann kýs“ - Skil­aði skýrslu á ensku.

Á skjön við lög um stöðu íslenskrar tungu og málstefnu Stjórnarráðsins

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, gerir ekki athugasemd við að skýrsla Frosta Sigurjónssonar um stjórn peningamála sé á ensku og vísar til þess að skýrslan hafi verið skrifuð fyrir forsætisráðuneytið en ekki Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins en haft er eftir Einari K. að þótt Frosti Sigurjónsson sé þingmaður hafi hann „fullar heimildir til að vinna sín verk með þeim hætti sem hann kýs“. 

Lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls kveða hins vegar á um að íslenska sé „mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu“. Þetta kemur fram í 8. grein laganna og í málstefnu Stjórnarráðsins er áréttað að íslenska sé „mál Stjórnarráðs Íslands og málnotkun þar skal vera til fyrirmyndar“. Í sömu lögum er einnig kveðið á um að stjórnvöld skuli tryggja að unnt sé að nota íslensku á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Bera ríki og sveitarfélög ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð.

Samkvæmt málstefnunni skal allt efni sem gefið er út á vegum ráðuneyta vera á íslensku. „Þetta á meðal annars við um skýrslur, greinar, fréttir og fréttatilkynningar sem varða mikilvæga hagsmuni Íslands, þar með taldar skýrslur íslenskra stjórnvalda til erlendra nefnda og stofnana,“ segir þar. Málstefnuna má lesa í heild á vef forsætisráðuneytisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár