Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skaðinn sem við völdum

Ís­lend­ing­ar valda einna mestri los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda á mann af öll­um þjóð­um heims. Til við­bót­ar er stefnt að því að Ís­land verði ol­íu­ríki. Lofts­lags­breyt­ing­ar valda ham­förum hjá fá­tæk­ustu jarð­ar­bú­un­um.

Hundruð þúsunda deyja árlega vegna hnattrænnar hlýnunar, næstum öll í þróunarlöndum. Þau lönd sem verst verða úti valda nær engum útblæstri gróðurhúsalofttegunda sjálf. Verði losun ekki minnkuð strax og hafist handa við kolefnisbindingu í stórum stíl er mikil hætta á mun alvarlegri afleiðingum. Þetta eru niðurstöður margra áratuga rannsókna sem hafa legið fyrir í minnst fimm ár. Þrátt fyrir það hefur kolefnislosun aldrei verið meiri og sjaldan vaxið hraðar. Losun Íslendinga er með þeirri mestu í heimi, en hún á sér að miklu leyti stað við framleiðslu neysluvarnings erlendis.

Að einhverju leyti má skrifa síaukna losun á hrapallega misheppnaða ráðstefnu í Kaupmannahöfn 2009, þegar samþykkja átti arftaka Kyoto-bókunarinnar. Þar viðurkenndu ráðstefnugestir að halda þyrfti hlýnun jarðar innan 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingar, og að draga þyrfti verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir það voru engar bindandi ákvarðanir teknar og engin langtímamarkmið sett.

Áhrif manna
Áhrif manna Kolefnisnotkun mannkyns í megatonnum.

Afríka borgar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár