Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðust gegn tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu

Skúli Magnús­son, dós­ent við laga­deild HÍ, seg­ir stjórn­ar­skrár­nefnd­inni hafa mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að við­halda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“. Að­eins einn þing­mað­ur mætti á fund há­skól­ans um stjórn­ar­skrár­mál.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðust gegn tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu

Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var eftir síðustu þingkosningar hætti við að leggja fram tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Um er að ræða eitt af þeim fjórum málefnum sem ákveðið var að setja í forgang í upphafi nefndarstarfsins árið 2013. Að lokum lögðust hins vegar fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gegn því að tillaga að slíku ákvæði yrði lögð fram. 

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarskrárnefndar á fundi sem Lagastofnun hélt í hátíðarsal skólans í gær. Fullyrti hann að skortur á stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda gerði Íslandi erfitt fyrir í alþjóðasamstarfi, sérstaklega í tengslum við EES-samninginn. Með því að falla frá tillögu um slíkt framsal hefði stjórnarskrárnefndinni mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“ og að þessu leyti fengi „vinna nefnd­ar­inn­ar fall­ein­kunn“.

„Vafamál um nákvæmar heimildir“

Fjallað er sérstaklega um framsal valdheimilda í áfangaskýrslu sem stjórnarskrárnefnd skilaði af sér í júní 2014. Bent er á að erlendis hafi þróunin verið með þeim hætti, í takt við aukið alþjóðlegt samstarf eftir síðari heimsstyrjöld, að ríki hafi sett í stjórnarskrár sínar ákvæði um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana.

„Þótt slík heimild hafi talist vera fyrir hendi að vissu marki samkvæmt ólögfestum reglum íslenskrar stjórnskipunar, hefur aukin þjóðréttarleg samvinna, einkum samvinna á sviði EES-samningsins á síðustu árum, skapað vafamál um nákvæmar heimildir og í sumum tilvikum orðið tilefni deilumála. Þetta mælir með því að reglur stjórnskipunarinnar um þetta efni séu afmarkaðar og skýrðar,“ segir í skýrslunni auk þess sem fram kemur að Alþingi hafi fjallað um að minnsta kosti sjö mál þar sem vafi hefur verið uppi um heimildir til framsals ríkisvalds á grundvelli EES-samningsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár