Sjálfboðaliðar spara bændum 108 milljónir á mánuði

Á tveim­ur vin­sæl­um starfsmiðl­un­ar­síð­um er aug­lýst eft­ir á þriðja hundrað sjálf­boða­lið­um til að sinna störf­um í land­bún­aði. Und­ir­boð og brot­a­starf­semi á vinnu­mark­aði hafa aldrei ver­ið meiri en núna að mati Drafnar Har­alds­dótt­ur, sér­fræð­ings hjá ASÍ. Sjálf­boða­liða­störf­in falli mörg í þann flokk og séu ólög­leg.

Sjálfboðaliðar spara bændum 108 milljónir á mánuði
Úr íslenskri sveit Ísland hefur aðdráttarafl fyrir marga og það hafa bændur nýtt sér, með því að ráða sjálfboðaliða til starfa í stórum stíl. Mynd: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Bændur spara sér rúmlega 108 milljónir króna á mánuði með því að nýta sér störf sjálfboðaliða í stað þess að borga þeim fyrir vinnu sína. Þetta sýna útreikningar Drafnar Haraldsdóttur, sem stýrir verkefninu Einn réttur – ekkert svindl, innan ASÍ. Hún gerði á dögunum óformlega könnun á því hversu mörgum sjálfboðaliðum væri verið að auglýsa eftir í landbúnaðarstörf um þessar mundir. Á tveimur síðum, Workaway og Helpx, taldi hún 280 auglýsingar eftir sjálfboðaliðum til að gegna sjálfboðaliðastörfum víða um land.

Dröfn segir brýna þörf á að skýra lög og reglur um sjálfboðaliðastörf og störf starfsþjálfunarnema. „Þessi mál eru í ólestri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um sjálfboðaliðastörf. Þar kemur fram að óásættanlegt sé að sjálfboðaliðar gangi í störf sem kjarasamningar gilda um. Það má ekki ráða til sín starfsmenn án þess að borga þeim neitt. Samkvæmt lögum 55/1980 eru samningar um lægri laun en kjarasamningar kveða á um ógildir. Því eru störf sjálfboðaliða, ef um efnahagslega starfsemi er að ræða og þeir ganga í störf sem kjarasamningar gilda um, ólögleg.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár