Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfboðaliðar spara bændum 108 milljónir á mánuði

Á tveim­ur vin­sæl­um starfsmiðl­un­ar­síð­um er aug­lýst eft­ir á þriðja hundrað sjálf­boða­lið­um til að sinna störf­um í land­bún­aði. Und­ir­boð og brot­a­starf­semi á vinnu­mark­aði hafa aldrei ver­ið meiri en núna að mati Drafnar Har­alds­dótt­ur, sér­fræð­ings hjá ASÍ. Sjálf­boða­liða­störf­in falli mörg í þann flokk og séu ólög­leg.

Sjálfboðaliðar spara bændum 108 milljónir á mánuði
Úr íslenskri sveit Ísland hefur aðdráttarafl fyrir marga og það hafa bændur nýtt sér, með því að ráða sjálfboðaliða til starfa í stórum stíl. Mynd: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Bændur spara sér rúmlega 108 milljónir króna á mánuði með því að nýta sér störf sjálfboðaliða í stað þess að borga þeim fyrir vinnu sína. Þetta sýna útreikningar Drafnar Haraldsdóttur, sem stýrir verkefninu Einn réttur – ekkert svindl, innan ASÍ. Hún gerði á dögunum óformlega könnun á því hversu mörgum sjálfboðaliðum væri verið að auglýsa eftir í landbúnaðarstörf um þessar mundir. Á tveimur síðum, Workaway og Helpx, taldi hún 280 auglýsingar eftir sjálfboðaliðum til að gegna sjálfboðaliðastörfum víða um land.

Dröfn segir brýna þörf á að skýra lög og reglur um sjálfboðaliðastörf og störf starfsþjálfunarnema. „Þessi mál eru í ólestri. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um sjálfboðaliðastörf. Þar kemur fram að óásættanlegt sé að sjálfboðaliðar gangi í störf sem kjarasamningar gilda um. Það má ekki ráða til sín starfsmenn án þess að borga þeim neitt. Samkvæmt lögum 55/1980 eru samningar um lægri laun en kjarasamningar kveða á um ógildir. Því eru störf sjálfboðaliða, ef um efnahagslega starfsemi er að ræða og þeir ganga í störf sem kjarasamningar gilda um, ólögleg.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Konum fjölgar sem óttast um líf sitt
6
Úttekt

Kon­um fjölg­ar sem ótt­ast um líf sitt

Úr­ræða­leysi rík­ir hér á landi gagn­vart því að tryggja ör­yggi kvenna á heim­il­um sín­um og stjórn­völd draga lapp­irn­ar, seg­ir Linda Dröfn Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sem var á lista BBC yf­ir 100 áhrifa­mestu kon­ur í heimi. Kon­um sem leita í at­hvarf­ið hef­ur fjölg­að. Oft gera þær lít­ið úr of­beld­inu og áfell­ast sig, en lýsa síð­an hryll­ingi inni á heim­il­inu. „Sjálfs­ásök­un­in sit­ur oft lengst í þeim.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár