Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigurplan Davíðs Oddssonar

Stund­in kynnti sér hern­að­ar­áætl­un um­deild­asta stjórn­mála­manns síð­ari ára, sem vinn­ur að end­ur­komu á valda­stól. Kosn­inga­stjór­ar hans úr röð­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins og út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins hyggj­ast virkja hóp til að breyta við­horfi til hans á sam­fé­lags­miðl­um. Dav­íð Odds­son hef­ur mót­að goð­sögn um sjálf­an sig sem hann kynn­ir mark­visst. Hann ætl­ar að verða mót­væg­ið við „sál­ræn­um vanda“ þjóð­ar­inn­ar. Goð­sögn­in sem hann kynn­ir þjóð­inni sam­ræm­ist hins veg­ar ekki sög­unni.

Davíð Oddsson, sem hefur aldrei tapað í kosningum, hefur sett saman herdeild samsetta af aðilum úr Sjálfstæðisflokknum og útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem leggur drög að því að hann verði kjörinn forseti Íslands í næsta mánuði.

Hluti af herbragðinu er að fá her sjálfboðaliða til þess að svara gagnrýni fólks á Davíð á Facebook. Annar hluti er að gefa þá mynd af Davíð að hann sé hress og skemmtilegur og standi vaktina betur en aðrir. Þriðji hlutinn hernaðaráætlunar Davíðs er að grafa undan öðrum frambjóðendum.

Blaðamaður Stundarinnar skráði sig sem sjálboðaliða hjá kosningateymi Davíðs Oddssonar til að kynna sér aðferðir umdeildasta stjórnmálamanns síðustu áratuga á Íslandi, sem nú vinnur að því að ná fordæmalausri stöðu með samtengingu forsetaembættisins og ríkisstjórnarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár