Davíð Oddsson, sem hefur aldrei tapað í kosningum, hefur sett saman herdeild samsetta af aðilum úr Sjálfstæðisflokknum og útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem leggur drög að því að hann verði kjörinn forseti Íslands í næsta mánuði.
Hluti af herbragðinu er að fá her sjálfboðaliða til þess að svara gagnrýni fólks á Davíð á Facebook. Annar hluti er að gefa þá mynd af Davíð að hann sé hress og skemmtilegur og standi vaktina betur en aðrir. Þriðji hlutinn hernaðaráætlunar Davíðs er að grafa undan öðrum frambjóðendum.
Blaðamaður Stundarinnar skráði sig sem sjálboðaliða hjá kosningateymi Davíðs Oddssonar til að kynna sér aðferðir umdeildasta stjórnmálamanns síðustu áratuga á Íslandi, sem nú vinnur að því að ná fordæmalausri stöðu með samtengingu forsetaembættisins og ríkisstjórnarinnar.
Athugasemdir