Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigurður Ingi skiptir um skoðun um aflandsfélög

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir nú óeðli­legt að vista eig­ur sín­ar á af­l­ands­eyj­um. Áð­ur hef­ur hann sagt að ein­hvers stað­ar verði pen­ing­ar að vera og að það sé ekk­ert að því að geyma fé á lág­skatta­svæð­um ef greidd­ir eru skatt­ar.

Sigurður Ingi skiptir um skoðun um aflandsfélög

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir nú óeðlilegt að vista eigur sínar á aflandseyjum, þó svo að slík umsýsla sé vissulega ekki ólögleg. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þá segir hann að sitt fyrsta verk í forsætisráðuneytinu hafi verið að láta kanna hvort hægt væri að banna Íslendingum að vista peninga í lágskattaríkjum. „Fyrstu svör sérfræðinga eru þau að vegna meðal annars jafnræðisreglu EES-samningsins sé það ekki hægt. Mér hefur því þótt sérkennilegt að heyra Evrópusambandssinna, Samfylkinguna og jafnvel Pírata, sem hafa aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá, tala um að loka eigi á möguleika fólks að vista peningana sína á aflandseyjum. Þetta er alþjóðlegt vandamál,“ segir Sigurður Ingi meðal annars. 

Þessi orð eru í miklu ósamræmi við það sem Sigurður Ingi hefur látið hafa eftir sér um skattaskjól hingað til. Í fréttum Stöðvar 2 þann 30. mars var Sigurður Ingi meðal annars spurður hvort honum þætti eðlilegt að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, ætti stórar upphæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvart flókið að eiga peninga á Íslandi,“ svaraði hann. „Einhvers staðar verða peningar að vera,“ bætti hann við þegar spurningin var umorðuð. 

Í ræðustóli á Alþingi í síðustu viku sagði Sigurður Ingi ennfremur að það væri ekkert að því að setja eignir sínar með þessum hætti á lágskattaríki svo framarlega að fólk greiði skatta og sé ekki að gera það í annarlegum tilgangi. „Það er hins vegar verulega mikið að því, séu menn að því í stórum stíl til þess að fela fé eða borga ekki skatta til samfélagsins. Og ég held að við ættum að nota þetta tækifæri hér í dag til að hvetja alla þá sem eru uppvísir að því í Panama-skjölunum en einnig annars staðar, hjá öðrum bönkum, öðrum fyrirtækjum, alla þá sem hugsanlega hafa orðið fyrir því að gera slíkt á síðustu árum, að koma heim með þá peninga, gera hreint fyrir sínum dyrum,“ sagði hann. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu