Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigraðu kommentakerfið

Komm­enta­kerf­ið verð­ur af­hent í húsa­kynn­um Stund­ar­inn­ar kl. 15 í dag. Sá sem á besta komm­ent­ið við þessa frétt fær spil­ið að gjöf.

Sigraðu kommentakerfið

Í dag afhendir Óli Gneisti Sóleyjarson, leikjafræðingur, nýtt spil í húsakynnum Stundarinnar. Spilið nefnist #Kommentakerfið og byggir á raunverulegum athugasemdum frá íslenskum netverjum. Fjármögnun fyrir spilið fór fram á fjáröflunarsíðunni Karolina Fund og gekk vonum framar. Þar sem #Kommentakerfið byggir á raunverulegum athugasemdum af fréttamiðlum fannst eigendum Stundarinnar við hæfi að spilið yrði afhent á raunverulegum fjölmiðli, sem einnig var stofnaður með tilstuðlan hópfjármögnunar á Karolina Fund. Spilið verður afhent kl. 15 á skrifstofu Stundarinnar að Austurstræti 17. 

„Mig langaði fyrst bara að prufa hvort hægt væri að þýða Cards Against Humanity en mistókst. Síðan datt mér í hug að yfirfæra hugmyndina á Útvarp Sögu, þar sem menn skiptust á að vera útvarpsmaður og innhringjandi. Sú hugmynd hvarf mjög fljótt og í staðinn kom Kommentakerfið.

Ég hafði nokkrum sinnum tekið þátt í svona fjármögnunum. Þar á meðal þegar Stundin fór af stað. Það heillaði mig mjög að þurfa ekki að skipta við banka. Með því að setja hugmyndina á Karolina Fund gat ég bæði fjármagnað spilið og komist að því hvort hugmyndin næði til fólks. Það gekk rosalega vel að safna. Ég endaði í næstum 150% af markinu og með því að leggja fram eigið sparifé líka gat ég prentað ágætt upplag,“ segir Óli Gneisti. „Þessa daganna er heimili mitt undirlagt spilum og vinir og ættingjar mínir eru að hjálpa mér að raða í kassa.“

Viltu vinna spil?

Einn heppinn netverji á kost á að vinna eintak af spilinu. Sá sem fær flest „like“ við athugasemd sína í kommentakerfinu við þessa frétt fær #Kommentakerfið að launum. Tilkynnt verður um sigurvegara á Facebook-síðu Stundarinnar kl. 17 í dag. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu