Sigraðu kommentakerfið

Komm­enta­kerf­ið verð­ur af­hent í húsa­kynn­um Stund­ar­inn­ar kl. 15 í dag. Sá sem á besta komm­ent­ið við þessa frétt fær spil­ið að gjöf.

Sigraðu kommentakerfið

Í dag afhendir Óli Gneisti Sóleyjarson, leikjafræðingur, nýtt spil í húsakynnum Stundarinnar. Spilið nefnist #Kommentakerfið og byggir á raunverulegum athugasemdum frá íslenskum netverjum. Fjármögnun fyrir spilið fór fram á fjáröflunarsíðunni Karolina Fund og gekk vonum framar. Þar sem #Kommentakerfið byggir á raunverulegum athugasemdum af fréttamiðlum fannst eigendum Stundarinnar við hæfi að spilið yrði afhent á raunverulegum fjölmiðli, sem einnig var stofnaður með tilstuðlan hópfjármögnunar á Karolina Fund. Spilið verður afhent kl. 15 á skrifstofu Stundarinnar að Austurstræti 17. 

„Mig langaði fyrst bara að prufa hvort hægt væri að þýða Cards Against Humanity en mistókst. Síðan datt mér í hug að yfirfæra hugmyndina á Útvarp Sögu, þar sem menn skiptust á að vera útvarpsmaður og innhringjandi. Sú hugmynd hvarf mjög fljótt og í staðinn kom Kommentakerfið.

Ég hafði nokkrum sinnum tekið þátt í svona fjármögnunum. Þar á meðal þegar Stundin fór af stað. Það heillaði mig mjög að þurfa ekki að skipta við banka. Með því að setja hugmyndina á Karolina Fund gat ég bæði fjármagnað spilið og komist að því hvort hugmyndin næði til fólks. Það gekk rosalega vel að safna. Ég endaði í næstum 150% af markinu og með því að leggja fram eigið sparifé líka gat ég prentað ágætt upplag,“ segir Óli Gneisti. „Þessa daganna er heimili mitt undirlagt spilum og vinir og ættingjar mínir eru að hjálpa mér að raða í kassa.“

Viltu vinna spil?

Einn heppinn netverji á kost á að vinna eintak af spilinu. Sá sem fær flest „like“ við athugasemd sína í kommentakerfinu við þessa frétt fær #Kommentakerfið að launum. Tilkynnt verður um sigurvegara á Facebook-síðu Stundarinnar kl. 17 í dag. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár