Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigraðu kommentakerfið

Komm­enta­kerf­ið verð­ur af­hent í húsa­kynn­um Stund­ar­inn­ar kl. 15 í dag. Sá sem á besta komm­ent­ið við þessa frétt fær spil­ið að gjöf.

Sigraðu kommentakerfið

Í dag afhendir Óli Gneisti Sóleyjarson, leikjafræðingur, nýtt spil í húsakynnum Stundarinnar. Spilið nefnist #Kommentakerfið og byggir á raunverulegum athugasemdum frá íslenskum netverjum. Fjármögnun fyrir spilið fór fram á fjáröflunarsíðunni Karolina Fund og gekk vonum framar. Þar sem #Kommentakerfið byggir á raunverulegum athugasemdum af fréttamiðlum fannst eigendum Stundarinnar við hæfi að spilið yrði afhent á raunverulegum fjölmiðli, sem einnig var stofnaður með tilstuðlan hópfjármögnunar á Karolina Fund. Spilið verður afhent kl. 15 á skrifstofu Stundarinnar að Austurstræti 17. 

„Mig langaði fyrst bara að prufa hvort hægt væri að þýða Cards Against Humanity en mistókst. Síðan datt mér í hug að yfirfæra hugmyndina á Útvarp Sögu, þar sem menn skiptust á að vera útvarpsmaður og innhringjandi. Sú hugmynd hvarf mjög fljótt og í staðinn kom Kommentakerfið.

Ég hafði nokkrum sinnum tekið þátt í svona fjármögnunum. Þar á meðal þegar Stundin fór af stað. Það heillaði mig mjög að þurfa ekki að skipta við banka. Með því að setja hugmyndina á Karolina Fund gat ég bæði fjármagnað spilið og komist að því hvort hugmyndin næði til fólks. Það gekk rosalega vel að safna. Ég endaði í næstum 150% af markinu og með því að leggja fram eigið sparifé líka gat ég prentað ágætt upplag,“ segir Óli Gneisti. „Þessa daganna er heimili mitt undirlagt spilum og vinir og ættingjar mínir eru að hjálpa mér að raða í kassa.“

Viltu vinna spil?

Einn heppinn netverji á kost á að vinna eintak af spilinu. Sá sem fær flest „like“ við athugasemd sína í kommentakerfinu við þessa frétt fær #Kommentakerfið að launum. Tilkynnt verður um sigurvegara á Facebook-síðu Stundarinnar kl. 17 í dag. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár