Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigraðu kommentakerfið

Komm­enta­kerf­ið verð­ur af­hent í húsa­kynn­um Stund­ar­inn­ar kl. 15 í dag. Sá sem á besta komm­ent­ið við þessa frétt fær spil­ið að gjöf.

Sigraðu kommentakerfið

Í dag afhendir Óli Gneisti Sóleyjarson, leikjafræðingur, nýtt spil í húsakynnum Stundarinnar. Spilið nefnist #Kommentakerfið og byggir á raunverulegum athugasemdum frá íslenskum netverjum. Fjármögnun fyrir spilið fór fram á fjáröflunarsíðunni Karolina Fund og gekk vonum framar. Þar sem #Kommentakerfið byggir á raunverulegum athugasemdum af fréttamiðlum fannst eigendum Stundarinnar við hæfi að spilið yrði afhent á raunverulegum fjölmiðli, sem einnig var stofnaður með tilstuðlan hópfjármögnunar á Karolina Fund. Spilið verður afhent kl. 15 á skrifstofu Stundarinnar að Austurstræti 17. 

„Mig langaði fyrst bara að prufa hvort hægt væri að þýða Cards Against Humanity en mistókst. Síðan datt mér í hug að yfirfæra hugmyndina á Útvarp Sögu, þar sem menn skiptust á að vera útvarpsmaður og innhringjandi. Sú hugmynd hvarf mjög fljótt og í staðinn kom Kommentakerfið.

Ég hafði nokkrum sinnum tekið þátt í svona fjármögnunum. Þar á meðal þegar Stundin fór af stað. Það heillaði mig mjög að þurfa ekki að skipta við banka. Með því að setja hugmyndina á Karolina Fund gat ég bæði fjármagnað spilið og komist að því hvort hugmyndin næði til fólks. Það gekk rosalega vel að safna. Ég endaði í næstum 150% af markinu og með því að leggja fram eigið sparifé líka gat ég prentað ágætt upplag,“ segir Óli Gneisti. „Þessa daganna er heimili mitt undirlagt spilum og vinir og ættingjar mínir eru að hjálpa mér að raða í kassa.“

Viltu vinna spil?

Einn heppinn netverji á kost á að vinna eintak af spilinu. Sá sem fær flest „like“ við athugasemd sína í kommentakerfinu við þessa frétt fær #Kommentakerfið að launum. Tilkynnt verður um sigurvegara á Facebook-síðu Stundarinnar kl. 17 í dag. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
2
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár