Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur feng­ið í gegn laga­breyt­ingu sem veit­ir hon­um sjálf­um heim­ild til að gera byggð svæði á Ís­landi að „vernd­ar­svæð­um“. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga var­aði ein­dreg­ið við lög­un­um og Skipu­lags­stofn­un taldi þau óþörf.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði, samkvæmt frumvarpi sem hann fékk samþykkt á Alþingi í sumar. Varað var við samþjöppun valds vegna frumvarpsins og Skipulagsstofnun taldi lögin óþörf, en frumvarpið var engu að síður samþykkt.

Samkvæmt grein Sigmundar á bloggsíðu hans í dag hefur byggðin í miðborg Reykjavíkur aldrei staðið frammi fyrir viðlíka ógn. Í grein sinni rökstuddi Sigmundur að borgaryfirvöld hefðu ekki sinnt nægilega vel því hlutverki að vernda byggðina og birti fjölmargar myndir af húsum því til útskýringar.  Sigmundur færði rök fyrir því í greininni að „þar til gerð stjórnvöld“ þyrftu að grípa  inn í skipulag í miðborg Reykjavíkur af þeirri ástæðu að „gamla byggðin í Reykjavík hefði aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er“, vegna skeytingarleysis og stundum andúðar gagnvart „því litla og gamla“.

„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg.“

Eftir að lagafrumvarp hans um valdatilfærslu á verndun svæða frá sveitarfélögum til ráðherra var samþykkt er það á færi hans sjálfs að framkvæma inngrip.

Minjastofnun Íslands, sem gripið getur inn í skipulag byggða á grundvelli verndarsjónarmiða, var undir forræði menntamálaráðuneytisins áður en Sigmundur Davíð fékk forræði stofnunarinnar fært undir forsætisráðuneytið þegar hann tók við ráðuneytinu 2013. En nýsamþykkt lög um verndarsvæði í byggð ganga lengra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár