Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur feng­ið í gegn laga­breyt­ingu sem veit­ir hon­um sjálf­um heim­ild til að gera byggð svæði á Ís­landi að „vernd­ar­svæð­um“. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga var­aði ein­dreg­ið við lög­un­um og Skipu­lags­stofn­un taldi þau óþörf.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði, samkvæmt frumvarpi sem hann fékk samþykkt á Alþingi í sumar. Varað var við samþjöppun valds vegna frumvarpsins og Skipulagsstofnun taldi lögin óþörf, en frumvarpið var engu að síður samþykkt.

Samkvæmt grein Sigmundar á bloggsíðu hans í dag hefur byggðin í miðborg Reykjavíkur aldrei staðið frammi fyrir viðlíka ógn. Í grein sinni rökstuddi Sigmundur að borgaryfirvöld hefðu ekki sinnt nægilega vel því hlutverki að vernda byggðina og birti fjölmargar myndir af húsum því til útskýringar.  Sigmundur færði rök fyrir því í greininni að „þar til gerð stjórnvöld“ þyrftu að grípa  inn í skipulag í miðborg Reykjavíkur af þeirri ástæðu að „gamla byggðin í Reykjavík hefði aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er“, vegna skeytingarleysis og stundum andúðar gagnvart „því litla og gamla“.

„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg.“

Eftir að lagafrumvarp hans um valdatilfærslu á verndun svæða frá sveitarfélögum til ráðherra var samþykkt er það á færi hans sjálfs að framkvæma inngrip.

Minjastofnun Íslands, sem gripið getur inn í skipulag byggða á grundvelli verndarsjónarmiða, var undir forræði menntamálaráðuneytisins áður en Sigmundur Davíð fékk forræði stofnunarinnar fært undir forsætisráðuneytið þegar hann tók við ráðuneytinu 2013. En nýsamþykkt lög um verndarsvæði í byggð ganga lengra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár