Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur feng­ið í gegn laga­breyt­ingu sem veit­ir hon­um sjálf­um heim­ild til að gera byggð svæði á Ís­landi að „vernd­ar­svæð­um“. Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga var­aði ein­dreg­ið við lög­un­um og Skipu­lags­stofn­un taldi þau óþörf.

Sigmundur stórjók vald sitt yfir ásýnd byggðar - varað við valdníðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra getur ákveðið einhliða að breyta byggðum svæðum á Íslandi í sérstök verndarsvæði, samkvæmt frumvarpi sem hann fékk samþykkt á Alþingi í sumar. Varað var við samþjöppun valds vegna frumvarpsins og Skipulagsstofnun taldi lögin óþörf, en frumvarpið var engu að síður samþykkt.

Samkvæmt grein Sigmundar á bloggsíðu hans í dag hefur byggðin í miðborg Reykjavíkur aldrei staðið frammi fyrir viðlíka ógn. Í grein sinni rökstuddi Sigmundur að borgaryfirvöld hefðu ekki sinnt nægilega vel því hlutverki að vernda byggðina og birti fjölmargar myndir af húsum því til útskýringar.  Sigmundur færði rök fyrir því í greininni að „þar til gerð stjórnvöld“ þyrftu að grípa  inn í skipulag í miðborg Reykjavíkur af þeirri ástæðu að „gamla byggðin í Reykjavík hefði aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er“, vegna skeytingarleysis og stundum andúðar gagnvart „því litla og gamla“.

„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg.“

Eftir að lagafrumvarp hans um valdatilfærslu á verndun svæða frá sveitarfélögum til ráðherra var samþykkt er það á færi hans sjálfs að framkvæma inngrip.

Minjastofnun Íslands, sem gripið getur inn í skipulag byggða á grundvelli verndarsjónarmiða, var undir forræði menntamálaráðuneytisins áður en Sigmundur Davíð fékk forræði stofnunarinnar fært undir forsætisráðuneytið þegar hann tók við ráðuneytinu 2013. En nýsamþykkt lög um verndarsvæði í byggð ganga lengra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár