Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð vill inngrip í skipulag borgarinnar til að forða henni frá ógn

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að þar til gerð stofn­un þurfi að grípa inn í skipu­lag mið­borg­ar Reykja­vík­ur til að forða henni frá mestu ógn síð­ustu hálfr­ar ald­ar á fag­ur­fræði­leg­um og menn­ing­ar­leg­um for­send­um.

Sigmundur Davíð vill inngrip í skipulag borgarinnar til að forða henni frá ógn

Miðborg Reykjavíkur stendur frammi fyrir mestu ógn í hálfa öld, eða frá því deilt var um Bernhöftstorfuna, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Vegna þessarar ógnar vill Sigmundur að eftirlitsstofnun grípi fram fyrir hendurnar á borgaryfirvöldum til að bjarga menningarverðmætum, líkt og um væri að ræða heilbrigðiseftirlit með því að matur væri ekki hættulegur.

Sigmundur Davíð fékk í gegn lagabreytingu í síðasta mánuði sem veitir honum einhliða vald til að koma á verndarsvæðum í byggðum landsins. Sjá hér

Niðurlæging gamallar byggðar

Sigmundur skrifar langa grein um ógnina við miðborgina á bloggsíðu sinni í dag undir fyrirsögninni Uggvænleg þróun í skipulagsmálum borgarinnar. Hann varar við fyrri tímabili í sögu Reykjavíkur, á fyrstu áratugum eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem „skorti ekki aðeins virðingu fyrir sögulegri byggð og sígildum arkitektúr heldur mætti slík byggð oft hreinum fjandskap og niðurlægingu.“

Að mati Sigmundur hefur „allt það versta við skipulagsnálgun eftirstríðsáranna“ skotið upp kollinum á ný. Það felist í því að eigendur gamalla húsa, sem geri þau upp, fái ekkert fyrir sinn snúð, en þeir sem láti húsin drabbast niður og eyðileggjast fái leyfi til að rífa þau. Því sé það hagur eigenda gamalla húsa að eyðileggja þau.

„Nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla“

Sigmundur segir að tækifæri sem skapaðist við hrunið hafi glatast. Það hefði um tíma ríkt „virðing fyrir vernd og hófsemi“ og minni þrýstingur hafi verið frá „fjármagni í leit að fermetrum“.

Áformuð bygging við Lækjargötu
Áformuð bygging við Lækjargötu Sigmundur vill hús í gömlum stíl við Lækjargötu, en þar er nú áformað stórt hús í samtímastíl í staðinn fyrir Iðnaðarbankahúsið.

„Andúð á því litla og gamla“

„Ástæðan fyrir því að gamla byggðin í Reykjavík hefur líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú er sú staðreynd að nú fara saman skeytingarleysi, stundum jafnvel andúð á því litla og gamla, og blind dýrkun á hinu nýja og stóra á sama tíma og ekki skortir fjármagn til að raungera það viðhorf. Allt er svo rökstutt með gömlum öfugmælum á borð við „borgir mega ekki staðna“ eða að miðbærinn megi ekki vera einhvers konar Disneyland.

Iðnaðarbankahúsið
Iðnaðarbankahúsið Sigmundur tekur dæmi af Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu, sem reist var árið 1962 í módernískum stíl. Að hans mati fellur húsið illa að miðborginni. Hann vill „laga horn Lækjargötu og Vonarstrætis“.

Sigmundur lýsir áhyggjur af nýbyggingum í módernískum stíl, eða samtímastíl, sem reistar eru hærri en nærliggjandi eldri hús í miðborginni. 

„Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að ekki megi byggja í hefðbundnum stíl þar sem það á við, t.d. til að styrkja heildarmyndina. Allt er þetta spurning um samhengi. Það væri jafnfráleitt að byggja bárujárnsklætt turnhús í Ármúla eins og það er að byggja gráa kassabyggingu í gamla bænum.“

Stjórnvöld grípi inn í til bjargar verðmætum

Sigmundur rökstyður í grein sinni þörfina á að stjórnvöld grípi inn í skipulagsmál og uppbyggingu í miðborginni til að tryggja að menningarverðmæti glatist ekki og að umhverfið verði fagurt.

„Það er hlutverk borgaryfirvalda að leggja línurnar í skipulagsmálum á þann hátt að það skapi jákvæða hvata en ekki neikvæða, ýti undir fegrun umhverfisins og vernd menningararfsins, þess sem tengir okkur við sögu borgarinnar og gerir gamla bæinn að sérstæðum og aðlaðandi stað. Yfirvöld þurfa að gæta jafnræðis og umfram allt forðast að menn séu verðlaunaðir fyrir að ganga á umhverfisgæði nágrannans en refsað fyrir að leggja til umhverfisins.

„Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í“

Ef borgaryfirvöld vanrækja það hlutverk þarf þar til gerð stofnun að grípa inn í á sama hátt og fjármálaeftirlitið á að passa upp á að menn fari ekki út af sporinu á fjármálamarkaði og heilbrigðiseftirlit fylgist með því að matur og umhverfi séu ekki hættuleg.“

Sigmundur undirstrikar í grein sinni að þörf sé á aðkomu ríkisvaldsins til að tryggja að ákvarðanir borgaryfirvalda skaði ekki menningararfinn og leiði til fagurfræðilegra mistaka. 

„Það má þó ljóst vera að áfram verður mikil þörf fyrir að þar til gerð stjórnvöld gæti þess að þau miklu verðmæti sem liggja í sögulegri byggð glatist ekki.“

Borgarfulltrúi segir enga deilu um vernd gamalla húsa 

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við Stundina að lítil sem engin pólitísk deila sé um að vernda gömlu byggðina í Reykjavík. „Það er ekkert flokkspólitískt álitamál lengur,“ segir Hjálmar.

„Kjarninn í þeim skilaboðum sem hann virðist vilja koma á framfæri er að hann vill hreinlega sjá stórt timburhús eða hús í timburhúsalíki og 19. aldar stíl á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Misjafn er smekkur manna. Það er bara hans sýn.“

Að öðru leyti telur hann gagnrýni Sigmundar ósanngjarna. Í fyrsta lagi hafi Sigmundur sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs borgarinnar 2008 til 2009 þegar núverandi deiliskipulag við Austurhöfnina var tekið til endurskoðunar, án þess að gera athugasemd við það. „Hann hefði þá getað komið með athugasemdir um þetta stórskorna skipulag, en gerði það ekki,“ segir Hjálmar. Í öðru lagi hafi borgaryfirvöld lagt mikla áherslu á að vernda hið smágerða í miðborginni og því síður en svo sýnt hinu litla og gamla andúð.

„Það hefur verið í gangi mjög mikil vinna við enduruppbyggingu og endurgerð gamalla húsaþyrpinga, við norðanvert Skólavörðuholt og víðar. Ein birtingarmynd þess er Hljómalindarreiturinn þar sem voru afhjúpuð um daginn falleg hús, 17 og 19. Sama má segja um Barónsstígsreit sem nú er í vinnslu, milli Laugavegs, Hverfisgötu og Vitastígs. Þar er deiliskipulagsvinna sem gerir ráð fyrir endurreisn gamla þorpskjarnans.“

Hjálmar segir að gömlu sjávargarðarnir sem komu í ljós þegar hafnar voru framkvæmdir við Tryggvagötu og víðar við Austurhöfnina séu til skoðunar. „Hvernig menn meðhöndla þessu gömlu garða sem hafa fundist í grunninum er samtal borgarinnar, framkvæmdaaðila og Minjastofnunar,“ segir hann.

Vald til inngripa fært undir ráðuneyti Sigmundar

Óljóst er með hvaða hætti Sigmundur vill haga inngripum ríkisvaldsins í fagurfræðilegum og menningarlegum tilgangi. Sú stofnun sem fer með friðun húsa er Minjastofnun Íslands. Þegar Sigmundur Davíð tók við forsætisráðuneytinu árið 2013 var Minjastofnun og tengd mál flutt frá menntamálaráðuneytinu undir forsætisráðuneytið. Tækin sem ríkisvaldið hefur til inngrips eru því nú á forræði ráðuneytis Sigmundar Davíðs. Minjastofnun getur meðal annars gert tillögu til Sigmundar um friðlýsingu húsa.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár