Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð: Í óefni komið þegar þingmaður tjáir sig um „hvort annar þingmaður hafi farið á salernið“

Jón Gunn­ars­son seg­ir stein­inn taka úr þeg­ar Birgitta Jóns­dótt­ir „blogg­ar“ um per­sónu­leg sam­töl hans við Ásmun Ein­ar.

Sigmundur Davíð: Í óefni komið þegar þingmaður tjáir sig um „hvort annar þingmaður hafi farið á salernið“

Uppsala Ásmundar Einars var til umræða á Alþingi rétt í þessu þegar rætt var um fundarstjórn. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jón Gunnarsson tóku til máls og gagnrýndu Birgittu Jónsdóttur fyrir að ræða við fjölmiðla, nánar tiltekið Vísi, vegna meintra veikinda Ásmundar Einars.

„Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu, svo ekki sé minnst á almenna kurteisi. Getur virðulegur forseti haft stjórn á fundi. Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um það hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi. Þegar þessi stað er komin upp á þingi og í umræðum við fjölmiðla þá má öllum vera ljóst hvers konar óásætanleg niðurstaða er orðin í þessum leikaraskap,“ sagði Sigmundur Davíð á þingi.

Því næst tók Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til máls og tók hann undir með forsætisráðherra. Birgitta sagði í samtali við Vísi í gær að Ásmundur hafi verið með bestu heilsu og hafi verið að grínast með sessunaut sínum Jóni Gunnarssyni.„Virðulegur forseti, það er fullt tilefni til að hafa orð á því hér hvernig þingmenn eru farnir að blogga hér persónulega. Það tekur steininn úr þegar háttvirtur þingmaður, Birgitta Jónsdóttir, er hér á bloggi að fjalla um persónuleg samtöl mín og annars þingmanns, sem eru sessunautar hennar í þingsal. Þetta er ítrekað og hefur áður gerst í vetur, að hún setur inn á Facebook persónulegar upplýsingar persónuleg samtöl okkar. Þetta er algjör nýlunda hér í þessu,“ sagði Jón. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár