Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð: Í óefni komið þegar þingmaður tjáir sig um „hvort annar þingmaður hafi farið á salernið“

Jón Gunn­ars­son seg­ir stein­inn taka úr þeg­ar Birgitta Jóns­dótt­ir „blogg­ar“ um per­sónu­leg sam­töl hans við Ásmun Ein­ar.

Sigmundur Davíð: Í óefni komið þegar þingmaður tjáir sig um „hvort annar þingmaður hafi farið á salernið“

Uppsala Ásmundar Einars var til umræða á Alþingi rétt í þessu þegar rætt var um fundarstjórn. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jón Gunnarsson tóku til máls og gagnrýndu Birgittu Jónsdóttur fyrir að ræða við fjölmiðla, nánar tiltekið Vísi, vegna meintra veikinda Ásmundar Einars.

„Hér eru menn auk þess farnir að brjóta ýmsar og flestar umgengnisvenjur sem tíðkast hafa hér á þinginu, svo ekki sé minnst á almenna kurteisi. Getur virðulegur forseti haft stjórn á fundi. Það má öllum vera ljóst í hvers konar óefni er komið þegar þingmaður er farinn að tjá sig við fjölmiðla um það hversu oft eða hvort annar þingmaður hafi farið á salernið á ferðalagi. Þegar þessi stað er komin upp á þingi og í umræðum við fjölmiðla þá má öllum vera ljóst hvers konar óásætanleg niðurstaða er orðin í þessum leikaraskap,“ sagði Sigmundur Davíð á þingi.

Því næst tók Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til máls og tók hann undir með forsætisráðherra. Birgitta sagði í samtali við Vísi í gær að Ásmundur hafi verið með bestu heilsu og hafi verið að grínast með sessunaut sínum Jóni Gunnarssyni.„Virðulegur forseti, það er fullt tilefni til að hafa orð á því hér hvernig þingmenn eru farnir að blogga hér persónulega. Það tekur steininn úr þegar háttvirtur þingmaður, Birgitta Jónsdóttir, er hér á bloggi að fjalla um persónuleg samtöl mín og annars þingmanns, sem eru sessunautar hennar í þingsal. Þetta er ítrekað og hefur áður gerst í vetur, að hún setur inn á Facebook persónulegar upplýsingar persónuleg samtöl okkar. Þetta er algjör nýlunda hér í þessu,“ sagði Jón. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár