Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram tillögu um lagabreytingar á Alþingi sem gerir honum, sem ráðherra, heimilt að taka „eignarnámi lönd mannvirki og réttindi til að framkvæma friðlýsingu“.
Í athugasemdum með lögunum er útskýrt að þetta sé gert til að tryggja að ráðherra geti verndað svæði: „Til að tryggja framkvæmd laganna og til samræmis við lög um náttúruvernd er talið nauðsynlegt að ráðherra hafi heimild til eignarnáms á löndum, mannvirkjum og réttindum ef ekki næst að tryggja vernd þeirra með öðrum hætti.“
Athugasemdir