Forsætisráðherra vill færa öll verkefni er lúta að friðlýsingu húsa og mannvirkja frá Minjastofnun til sín. Hið sama gildir um hlutverk sem stofnunin fer með samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð.
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í frumvarpi sem er í vinnslu innan forsætisráðuneytisins. Stundin hefur drögin undir höndum. Þar er lagt til að inn í lög um verndarsvæði í byggð komi ákvæði sem veitir forsætisráðherra vald til að taka fram fyrir hendurnar á sveitarstjórnum og meta sjálfur varðveislugildi byggðar. Ákvæðið hljóðar svo: „Sinni sveitarstjórn ekki skyldu skv. 1. mgr. um mat á gildi byggðar getur ráðherra metið gildi byggðar innan staðarmarka sveitarfélagsins og tekið ákvörðun um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð enda hafi byggðin varðveislugildi á landsvísu.“
Mun einnig valdið til að afnema friðlýsingu húsa og mannvirkja færast til ráðherra. „Verður þar með friðlýsingarferlið á einni hendi frá undirbúningi friðlýsingartillögu til ákvörðunar um friðlýsingu.
Athugasemdir